Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 22

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 22
okkur saman í angist. (Þau hnipra sig saman) Við skulum gera okkur ljóst, hversvegna við þurfum ekki að vera hrædd. Hversvegna erum við hér í fel- um? STÚLKAN — Við erum hrædd. ARI — Við hvað? STÚLKAN — Við gamlan mann. ARI — Við gamlan mann. Ekki þurfum við að hræðast hann. Eg er ungur, við erum ung, ég hlýt að sigra. Komdu. (Þau koma fram úr skugganum) Sjáðu, það er ekkert að hræðast. Verum hamingjusöm. STÚLKAN — (Hýr í bragði) Já, verum hamingjusöm. Lofaðu mér að heyra stef- ið, sem ég gaf þér. (Hann raular það. Hún tekur undir og fer að dansa í rjóðrinu, hirtan sem dofnaði, meðan gamli maður- inn stóð þar við, eykst nú á nýjan leik og hún syngur stefið aftur og aftur og dansar, svo heldur hann áfram, í ótal til- brigðum og hún fer að tala og hlæja) Úg hef aldrei á ævi minni verið svona glöð. Hversvegna dansa ég? Ég hef ekki dansað svona síðan ég var sautján ára. Nú dansa ég af því að þú ert til. Nú dansa ég af því að ég er komin til þín, og sérhver ósk, sem ég átti, er nú upp- fyllt, og sérhver draumur, sem ég ól, er að rætast. (Hættir að dansa, kentur og sezt við fætur hans. Hann hættir að raula, krýpur og tekur um herðar hennar) Ég skal ganga hljóðlega um hús þitt. Vetur, sumar, vor og haust. .. ARI — (Hrekkur við, grípur fram í) Vetur? Vetur? Hvernig stendur á þessu? Mér finnst vera vetur, og þó er skógurinn all- ur í blóma, þó er sumar í þessu rjóðri. STÚLKAN — Hvernig gæti verið vetur? llvar ættum við þá að vera í nótt? ARI — Nótt? Hvort er nótt eða dagur? STÚLKAN — Það er dagur, sérðu ekki að sólin skín? ARI — (Stendur upp, reikar um) Sól skín ekki í skóginum. Sérðu ekki hvað skóg- urinn er dinunur? Það er hvergi bjart nema í þessu rjóðri. (Kentur til hennar, lyftir henni upp) Það er bjart hérna af því að þú ert hér. Ef þú værir ekki, væri hér dimmt og drungalegt. Ég hef komið hér áður, á meðan þú varst óralangt í burtu, þá var hér dimmt og kalt. (Lætur hana niður) Það sækir að mér uggur. Ég veit að það er vetur og þo er hér sumar. Ég veit að það er nótt og þó er hér dagur. STÚLKAN — Ó, ég óttast, að gamli maður- inn komi og fari með mig. í hverjum draumi hefur hann að lokum haft yfir- höndina, þessvegna komst ég ekki fyrr til þín. ARI — Þú ferð ekki með honum. Ég læt hann ekki taka þig frá mér. STÚLKAN — Það voru allskyns skuggalegir rnenn í skóginum. Heldurðu að þeir komi hingað? ARI — Vertu róleg, ljúfan, ég skal gæta þín. STÚLKAN — En ef, ef hann sækir mig, — mundu mig þá til morguns. ARI — Ég man þig alla tíð til ævilrka. STÚLKAN — Mundu mig til morguns. ARI — Ég man þig, ég man þig. GAMLI MAÐURINN — (Kemur fram úr skugganum) Mér hefur ekki heppnazt að finna þetta gras, sem á að vera hér. Ég verð því að álykta, að sá, sem þóttist finna það, hafi ekki borið skynbragð á grasafræði og dregið rangar ályktanir. Sennilega hefur hér verið unt að ræða Orchis maculata, en óvant auga gæti hæg- lega haldið það vera Orchis purpurella. Eitt er víst, að sé Orchis purpurella ekki í þessu rjóðri, finnst það ekki í skógin- um. Ef til vill er það hvergi lengur, — nema í hjarta mér? (Horfir á stúlkuna). STÚLKAN — Orchis purpurella er hvergi legur. Rífðu hana út úr hjarta þínu. (Þrusk á baksviðinu). GAMLI MAÐURINN — Hér munu flciri kc.mnir. (Gamli maðurinn tekur ofan og beygir sig í áttina að baksviðinu og þar standa þá tveir menn, skuggalegir) Góð- an dag, herrar mínir, ykkur mun ætlað hlutverk hér. (Þeir hneigja sig). ARI — Farið burt, gamli maður. GAMLI MAÐURINN — Ég fer, ég fer. ARI — Unnusta mín óttast að bér takið sig. Þér ættuð að lofa okkur að vera einum og gera yður ekki leik að því að hrella saklaust hjarta. GAMLI MAÐURINN — Unnusta mín, segið þér. Hversvegna segið þér ekki: Ég óttast að þér takið hana frá ntér. ARI — Hversvegna skyldi ég segja það? Ég hef ekkert slíkt að óttast. Ég mundi aldrei láta það henda. 20 dagskrá

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.