Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 24

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 24
verið? Villtu minnast mín þegar þú vakn- ar? ARI — Eg gleymi þér ekki, blómið mitt í rjóðrinu. Hvern dag mun ég minnast þín, og á hverju kvöldi mun ég vonast til að hitta þig. (Þagnar. Snýr sér að gamla manninum) Heyrðu mig, gamli fauskur. Hvert er hlut- verk þirt í þessum leik? (Hann er nú hættur að þéna karlinn). GAMLI MAÐURINN — (Hvumsa) Ég? — Eins og þessi unga stúlka veit, þá er ég að leita að jurtum. ARI — Hversvegna læturðu þér svo annt um að fræða okkur um það, hvort ckkar dreymi? GAMLI MAÐURINN — Ég var hér á gangi, og þegar ég fór að tala við yður, fann ég fljótt hve ruglaður þér voruð, svo mér fannst sjálfsagt að segja yður sannleikann. ARI — Fannst þér sjálfsagt? Er þér... GAMLI MAÐURINN — (Grípur fram í) Við þéruðumst. Mig rekur ekki minni til---------? ARI — Ég ætti að þéra sjálfan mig? Er þér ekki ljóst, karl minn, að þú crt aðeins til í draumi mínum? GAMLI MAÐURINN — Fjarstæða. Ég stcnd fyrir utan drauma yðar, ég er sjálfstæð persóna. ARI — Blaður. Þú ert bara til í draumi mín- um, hvergi annarsstaðar. Hversvegna held- urðu, að þú hafir farið að segja mér þetta allt saman? Af því, að mig var farið að gruna það. Þá komst þú og þóttist segja mér tíðindi, — tíðindi, sem ég óttaðist, en vildi ekki játa. Þú ert ekkert annað en örlítið brot af mér, leiðinlegt, óþrifa- legt, andstyggilegt brot af skapgerð minni, sem ég hata. Þú ert óttinn og minnimátt- arkenndin, þú ert hræðslan við það óþekkta, þú ert auvirðilegur, maðki líkur materialisti. GAMLI MAÐURINN — Ég er nafn, ég hef prófessorsnafnbót. Þér ættuð ekki að tala svona við mig, ungi maður. ARI — Ha, ætti ég ekki að tala svona við þig? Heldurðu að ég beri virðingu fyrir því versta í fari mínu? Ætti ég að dá þig, sem ekki ert annað en sorinn í sjálfum mér. Nei, karl minn, þú veður sjálfur í villu og reyk, þykist einhver ósköp, útbelgdur af vizku með prófessors- nafnbót upp á vasann og háskólaborgara- skírteini fyrir skjöld ef á þig er ráðizt. Þér hefur skjátlazt, karlfauskur, þú ert ekkert, bara lygalaupur og núll, ég þarf ekki annað en opna augun til þess að þú sért úr sögunni. Ég er höfundur þinn, upphaf og eini Guð. GAMLI MAÐURINN — Þetta cru fjarstæðu- kenndar ýkjur, ungi maður, ákaflega fjar- stæðukenndar ýkjur. Þér ættuð ekki að forheimska yður svona hrapallega. Það væri alveg innan handar fyrir mig að sanna yður, að ég er sjálfstæð persóna, þó ég -sé kominn inn í draum yðar. ARI — Ef þú gætir sannað það, þá væri einnig fengin sönnun fyrir því, að unnusta mín sé annað og meira en draumur einn, GAMLI MAÐURINN — Ég undanskil hana. Hafið þér lesið grasafræði? ARI — Nei, það hef ég ekki gert. GAMLI MAÐURINN — Það er ágætt. Þá skal ég nefna nokkur latnesk tegundarheiti á jurtum, heiti, sem þér hafið enga hug- mynd um. Sóley nefndu þeir Ranunculus, fífil Taraxacum, vallhumal Achillea og brenninetlu Urtica urens. Eins og þér sjá- ið, hlýt ég að vera sjálfstæð persóna, því þér þekkið ekkert af þessum nöfnum. ARI — Þú gætir gabbað mig, búið þessi nöfn til. GAMLI MAÐURINN — Leitið þér í huga yðar. Viljið þér láta mig gabba yður? ARI — Nei, en ég vil að þú sannir þetta, og þessvegna gerir þú það. Ó, ég veit að þetta er allt saman fóstur huga míns, ekk- ert annað en kynlegur draumur. Ég veit að bráðum hverfið þið og takið stúlkuna mína með ykkur, takið ástina burtu, ég veit það og ég er hræddur. GAMLI MAÐURINN — Þér cruð hræddur við yður sjálfan. ARI — Já, hræddur við sjálfan mig. Vegna þess að ég veit að þú ert bara ég, og endir þessa draums verður aðeins á eina lund. Ég skal sýna þér, sjálfglaði fauskur, hvort ég er ekki Guð þinn cg herra. Ég skal hugsa þig hvert sem ég vil og láta þig tala eins og mér þóknast. Gáðu nú að. (Hann þagnar. Gamli maðurinn fer nú að mjakast aftur á bak, hægt og sýnilega móti vilja sínum, loks skellur hann á einu trénu á baksviðinu vinstra megin, næst- 22 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.