Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 28

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 28
iiðeins stafnum yfir á liina götuna. Duttlungar! Næturhiminninn hefur heill- að hann, djúpblár og gullinn. Hann horfir þangað, lyftir hattinum og strýkur vfir hárið án þess að eiga sér nokkurs ills von; ekkert bærir á sér þarna uppi, til að gera honum viðvart um nánustu framtíð hans; allt heldur kyrru fyrir á sínum heimskulega, órannsakanlega stað. í sjálfu sér er mjög skynsamlegt af Wesc að lialda áfram, en hann gengur á hníf Schmar. „Wese!“ hrópar Schmar og stendur á tánum með hendina á lofti og beinir hnífnum niður, „Wese! Júlía' bíður þín árangurslaust.“ Og Schmar stingur hægra megin í hálsinn og vinstra megin í hálsinn og í þriðja lagi djúpt í magann. Vatnarottur, sem sprett hefur verið upp, gefa frá sér svipað hljóð og Wese. „Þá er því lokið," segir Schmar og kastar hnífnum, óþarfri, blóðugri bvrð- inni, á næsta húsvegg. „En sú sæla morðsins! En sá léttir og sú örvun að sjá framandi blóðið renna! Wcse, gamli næturskuggi, vinur, bjórkrárfélagi. l>ú seytlar burt í dökka götuna. Hvers vegna ert þú ekki blátt áfram blóði fyllt blaðra, svo að ég gæti setzt á þig og þú eyddist til fulls. Ekki allt rætist, allir draumar ná ekki þroska, þungar Ieifar þínar þiggja hér skeyt- ingarlausar. Hvað meinar þú með þögulli spurningunni, sem þú varpar fram með því?“ Pallas stendur í tvívængjuðum, opnum húsdyrum sínum og kingir öllu eitri líkama síns í einu. „Schmar! Schmar! Allt sást., engu varð Ieynt.“ Pallas og Schmar horfa rannsakandi hvor á annan. Pallas verður ánægður, Schmar kemst ekki að neinni niðurstöðu. Frú Wese kemur hlaupandi. fólksfjöldi á báðar hliðar henni, og andlit hennar er ellilegt af skelfingu. Skinnkápan opnast, hún kastar sér yfir Wese, líkaminn í náttkjólnum er hans, skinnkápan, sem lykst yfir hjónin eins og grassvörður yfir gröf, er fjöldans. Schmar bælir niður síðustu ógleðina, þrýstir munninum að öxl lögrcglu- þjónsins, sem leiðir hann burt. Sibyl Urbancic þýddi. 26 DAGSKRA

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.