Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 31

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 31
Gunnar Ragnarsson: Markvís hugsun Hugsun er athöfn Við hugsum til þess að gera. En ekki eru allar at- hafnir fólgnar í verknaði, sem hefur í för með sér sýnilegar breytingar á ákveðnu ástandi eða umhverfinu. Al- gengt er að telja „athafnamanninn“ andstæðu „hugsuðsins“. Það liggja góðar og gildar ástæður til þessarar andstæðu. En jafnvel athafnamenn verða að hugsa, hversu mjög sem at- hafnir þeirra kunna að benda til hins gagnstæða. Heimurinn þarfnast ekki síður skýrra hugsuða en manna með góðan vilja, og ekki síður en manna með mikla atorku til hagnýtra starfa. Er við stöndum andspænis vandamáli, erum við knúin til að hugsa. Hugsun er í eðli sínu fólgin í því að spyrja spurninga og leitast við að svara þeim. Að spyrja spurningar er að Cunnar Ragnarsson hafa vitund um eitthvert viðfangs- efni, sem krefst úrlausnar. Að svara rétt er að liafa fundið lausnina. Mark- vís hugsun er hugsun, sem stefnt er að því að svara spurningu, sem ó- hvikulli athygli er beint að. Slíka stefnufasta hugsun má setja í mót- setningu við heilabrot út í hött. Hugsum okkur mann, sem liggur vakandi í káetu sinni um borð í far- þegaskipi. Hann hlustar á sjávar- hljóðið, á hin mörgu smáhljóð — brakið og brestina — sem alltaf heyr- ast um borð í skipi. Þessi hljóð ákveða kannski að einhverju leyti OACSKRÁ 29

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.