Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 32

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 32
hugsanagang hans, hugsanirnar koma og fara án þess hann reyni að stjórna gangi þeirra. Allt í einu heyrir hann hátt, greinilegt hljóð — þrjár lang- dregnar rlrunur — hættumerkið. Þessi skynjun hefur þýðingu; hann tekur ekki eftir henni bara sem hljóði, hún þýðir (merkir, táknar) fyrir hann skip í hættu. Hann sprettur upp, og um leið og hann snarast út, heyrir hann orðið „eldur“. Þið getið nú látið ímyndunarafl ykkar fullkomna myndina í einstök- um atriðum. Ef maðurinn er ekki of skelfingu lostinn t il að liugsa yfir- leitt, mun hugsun hans nú beinast að ákveðnu marki — vera markvís. Hún mun stefna að því að koma sér eða öðrum úr hættu. Hann mun nú af einbeitni tengja eina skynjaða staðreynd við aðra. Þcgar hann hef- ur áttað sig á, að um eldsvoða er að ræða, stefnir hugsun hans að raun- hæfu markmiði. Skilyrðin til að ná þessu raunhæfa markmiði eru vandinn, sem hugsun hans beinist að því að leysa. Hugsum okkur nú, að rannsókn- arnefnd sé fengið í hendur að leysa það viðfangsefni, hvernig kviknaði í. Viðfangsefnið er algerlega fræðilegt, hversu mjög sem löngunin til að leysa [>að kann að vera sú hagnýta löngun að meta ábyrgðina fyrir í- kveikjunni, eða að leitast við að koma í veg fyrir, að slík óhöpp komi fyrir í framtíðinni. Viðfangsefni verð- ur ekki hagnýtt einungis af því, að lausn þess getur komið að einhverj- um notum. Nefndin leitast við að afla sér þekkingar. Nefndarmenn vilja finna rétt svar við ákveðinni spurningu. Viðfangsefni þeirra er eins hreinfræðilegt og það að ákveða skilyrði fyrir bruna yfirleitt, eða það að ákveða eðli flatarmyndar. Grein- armunur þess, sem oft er kallað hag- nýt hugsun og fræðileg hugsun ligg- ur eingöngu í markmiðinu, sem hugs- unin keppir að. Hugsunarferillinn er hinn sami í báðum tilfellum; hann er markvís og stefnir því í ákveðna átt. Andstæðan er ekki milli hag- nýtrar hugsunar og fræðilegrar hugs- unar, heldur milli stefnufastrar hugs- unar og heilabrota út í hött. í skynsamlegri eða greindarlegri meðferð viðfangsefnis felst: 1) skynjun ákveðins ástands, sem gefur tilefni til viðfangsefnisins; 2) ljós vitund um, hvaða spurning myndar fyrsta áfanga þess; 3) fram- setning þeirra skilyrða, sem lausnin verður að lúta. Þessi skilyrði ákvarð- ast af aðstæðunum í heild. Að svo miklu leyti sem skilyrðin eru greini- lega skilin og þeim gaumur gefinn hverju fyrir sig og í samhengi hvert við annað, er hægt að setja fram ná- kvæmar spurningar og prófa ýmiss konar svör. Aherzlu ber að leggja á, að það að spyrja skynsamlegrar spurningar er að hafa veitt eftirtekt þeim skilyrðum, sem viðfangsefnið setur; að stinga upp á greindarlegu svari er að hafa komið auga á þau atriði, sem lausnina kunna að varða. Skynsamleg svör geta verið röng, en þau eru aldrei út í hött. Við höldum okkur við efnið, þegar þær athuganir einar, sem efnið varða, stýra hugsun okkar. Ekki er hægt að leggja of mikla áherzlu á það, hve mikilvægt er að 30 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.