Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 34

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 34
mn liafa brotizt út. Ágizkun, sem þannig er hugleidd, til þess að skýra það sem gerist, getum við kallað til- gátu. Nefndin tók þrjár tilgátur til al- varlegrar íhugunar. Hver tilgátan um sig hefur vissar afleiðingar, þ. e. a. s. sé gengið út frá því, að tilgátan sé rétt, mundi eitthvað frekara hafa gerzt. Þá kemur sú spurning, hvort það gerðist í raun og veru. (1) Sú tilgáta, að eldurinn orsak- aðist af því, að einhver fleygði log- andi eldspýtu frá sér, vekur eftirfar- andi spurningar: (a) Byrjaði eldur- inn í káetu eða annars staðar á skip- inu? (b) Kom hann upp um nótt? Ef svarið við (b) er jákvætt, og ef •svarið við (a) cr, að eldurinn hafi komið upp í farangursgeymslunni, þá er ólíklegt, að fyrsta tilgátan sé rétt, því að ósennilegt er, að nokkur hafi verið að reykja í farangurs- geymslunni, sérstaklega að nætur- lagi. (2) Sú tilgáta, að orsökin liafi ver- ið sundurbrunninn rafmagnsþráður, vekur þessar spurningar: (c) Breidd- ist eldurinn út eftir rafmagnsvírun- um? (d) Hafði raflögn skipsins ný- lega verið skoðuð, svo að vitað var, að hún var í góðu lagi? (e) Var myrk- ur sums staðar í skipinu, en ljósin logandi annars staðar? Jákvætt svar við (c) útilokar ekki þann mögu- leika, að eldspýtan hafi verið orsök cldsins, ef íkveikjan varð í káetu. En ef eldurinn brauzt út að nóttu til, og í fáförnum hluta skipsins, þá styður það þessa aðra tilgátu, að eld- urinn hafi breiðzt út eftir rafmagns- vírunum. En ef svarið við (d) væri „Já“ og svaríð við (e) „Nei“, þá styðja tiltæk rök ekki, að rafmagns- þráðurinn hafi verið orsök eldsins. Á þessu stigi málsins virðist þriðja til- gátan sennilcg, en hún var, að ein- hver kveikti í skipinu af ásettu ráði. (3) Maður er ekki fús að fallast á þessa tilgátu þcgar í stað. Óvarkárir reykingamenn og sundurbrunnir raf- magnsvírar eru algengir. Og víst eru brennuvargar ekki með öllu óþekkt- ir. En enginn farþegi með fullu viti mundi stofna sér í þá hættu að vera í brennandi skipi. Ikveikjandinn hlýtur því að hafa haft sterka á- stæðu til að fremja verknaðinn, nema liann hafi verið vitfirringur. Þessi tilgáta vekur þá spurningu, hvort einhver um borð í skipinu hefði getað vænzt hagnaðar af því að koma skipinu fyrir kattarnef, eða hafi verið umboðsmaður einlivers, er vænti sér slíks hagnaðar. Tilraunir nefndarinnar til að svara þessari spurningu mundu leiða til rannsókna út fyrir þá atburði, sem gerðust í ferðinni sjálfri. Nefndarmenn mundu spyrja, hvaða ágóða væri hægt að hafa af því að eyðileggja skipið og hver mundi hreppa ágóðann. Frek- ari spurningar vakna strax. (f) Var skipið vátryggt fyrir mikið fé? (g) Hversu gamalt var skipið? (h) Voru eigendur þess í peningavandræðum? Við skulum nú gera ráð fyrir, að skipið hafi verið hátt vátryggt; að ólíklegt væri, að það hefði getað gengið öllu lengur fyrir aldurs sakir; að eigendurnir hafi þurft á vá- tryggingarfénu að halda. Ef þessar staðreyndir kærnu í ljós, er vert að taka þessa þriðju tilgátu alvarlega. 32 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.