Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir þriðjudagur 23. október 2007 7 STÖÐUGUR FLÓTTI ÚR ÞJÓÐKIRKJUNNI „Fólk þorir líka að vera annarrar skoðunar og er ekki lengur hrætt við að þurfa að fylgja þessum viðteknu skoð- unum í samfélaginu. Ég held líka að sífellt fleiri einstaklingar séu ósáttir við það fyrir- komulag sem er í gildi hjá Þjóðkirkjunni.“ er að öll lífsskoðanafélög eigi að njóta sama stuðnings yfirvalda, óháð því hvort félögin byggja lífsskoðun sína á trú eða ekki. Sigurður segir að sú þróun sem hefur átt sér stað á Íslandi eigi sér nokkrar skýringar. Hann segir að fólk nú til dags sé opnara fyrir ólíkum lífsskoðunum og fleiri trúfélög séu í boði heldur en oft áður. „Fólk þor- ir líka að vera annarrar skoðunar og er ekki lengur hrætt við að þurfa að fylgja þessum viðteknu skoðunum í samfélaginu. Ég held líka að sífellt fleiri einstaklingar séu ósáttir við það fyrirkomulag sem er í gildi hjá Þjóð- kirkjunni. Ég held að það stríði gegn lýðræðisvitund fólks að það sé ein- stök kirkjudeild sem njóti sérstaks stuðnings í stjórnarskrá og frá rík- inu.“ Fækkunin mun halda áfram Á undanförnum árum hefur með- limum í fríkirkjusöfnuðum fjölgað umtalsvert en hún er lúthersk kirkja eins og Þjóðkirkjan. Ekki er mikill munur á kirkjunum tveimur út frá hugmyndafræðilegu sjónarhorni en fríkirkjan er öllu frjálslyndari en Þjóð- kirkjan. Sigurður segir að fólk leiti í auknum mæli í það frjálslyndi sem þar ríkir og þjóðkirkjufyrirkomulagið særi réttlætiskennd fólks. Hann segir að það stofnanafyrirkomulag sem er á Þjóðkirkjunni dragi úr mætti stofn- unarinnar. „Ég held að það muni halda áfram að fækka í Þjóðkirkjunni og held að það sé eðlileg þróun. Það eru líka alltaf fleiri og fleiri sem skrá sig utan trúfélaga og margir sem vilja segja frá sinni lífsskoðun sem segja sig úr Þjóðkirkjunni. Það hef- ur verið viðtekin venja að þeir ein- staklingar sem eru ekki trúaðir skrá sig ekki úr Þjóðkirkjunni einfaldlega vegna þess að það skiptir þá engu máli. Ég held að sá hugsunarháttur sé að breytast.“ Svandís Rós Þuríðardóttir flúði með þrjú börn sín úr hriplekri íbúð sem hún fékk fyrir sig og börnin í Breiðholti. Raki og sveppir gera íbúðina óíbúðarhæfa. Svandís og börnin gistu nokkrar nætur á gistiheimilum og hótelum en nú hefur hún fengið sumarbústað í Eyjafirði fyrir sig og tvö börnin. Eitt varð eftir hjá föður sínum vegna náms. RAKI, ASTMI OG DAUÐ GÆLUDÝR „Við búum ekki á götunni, en þetta eru ekki viðunandi aðstæður á Íslandi árið 2007,“ segir Svandís Rós Þuríðar- dóttir sem búið hefur í íbúð á vegum Félagsþjónustunnar í Breiðholti síð- ustu misseri en er nú flúin að heiman og býr með tvö eldri börn sín í sum- arbústað í Eyjafirði. Ástand íbúðar- innar í Breiðholti er hörmulegt, vatn lekur inn um stofuvegg og hefur gert frá því Svandís flutti inn. Fyrir vikið er mikill raki í íbúðinni og nýlega upp- götvaðist að sveppur hefði vaxið þar. Svandís er einstæð, þriggja barna móðir. Hún tók tvö eldri börnin með til Akureyrar en yngsta barnið er hjá föður sínum. Fjöldskyldan hefur því ekki aðeins flúið heimili sitt heldur er líka splundruð. Nýlega greindist dótt- ir hennar með astma sem Svandís tel- ur að að rekja megi beint til aðstæðna í íbúðinni. „Sonur minn sem þarf að sofa í stofunni vegna plássleysis gat það ekki vegna lekans, það hreinlega rign- ir úr veggnum,“ segir hún. Síðustu nætur hefur fjölskyldan neyðst til að gista á hótelum, gistiheimilum og nú síðast í sumarbústað. „Við vitum ekki hvað verður í dag,. Börnin mín geta ekki stundað skóla og allt okkar líf er í óvissu,“ segir Svandís. Félag einstæðra foreldra hefur brugðist við aðstæðum fjölskyldunn- ar og borgað gistingu undir fjölskyld- una í sumarbústaðnum í Eyjafirði þangað til önnur lausn finnst á mál- inu. Gæludýrin drepast Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits- ins komu heim til Svandísar í byrjun mánaðarins til að skoða aðstæður eft- ir að Félag einstæðra foreldra hafði óskað eftir því. Heilbrigðiseftirlitið taldi enga ástæðu til að taka sýni úr íbúðinni og niðurstaða skoðunarinn- ar var að líklegast væri enginn svepp- ur til staðar. Að þeirri niðurstöðu komust eftirlitsmennirnir eftir að hafa skoðað ástand íbúðarinnar vandlega. Tveimur dögum síðar ákvað Svand- ís að kanna málið á eigin spýtur og kom þá eitt og annað í ljós. „Ég gerð- ist svo kræf að rífa listann frá veggn- um og rífa aðeins upp parkettið sem er löngu ónýtt. Og viti menn, þar voru einhver smákvikindi sem hlupu um og einhvers konar sveppir.“ Svandís og börn hennar hafa haft gæludýr en tveir hamstrar og tveir naggrísir hafa drepist innan veggja heimilisins upp á síðkastið. Eftir að upp komst um sveppina segist Svandís hafa farið að hugsa til baka. „Það má vel vera að einhver þess- ara dýra hafi drepist af eðlilegum or- sökum en eitt þeirra var virkilega las- ið og eðlilega fer ég að tengja þetta við sveppina og rakann í íbúðinni,“ seg- ir Svandís sem var nóg boðið og hún flúði heimili sitt. Félag einstæðra foreldra vinnur í málinu Laufey Ólafsdóttir, formaður Fé- lags einstæðra foreldra, lýsir yfir ein- dregnum stuðningi við Svandísi og segir mál hennar algjört bráðatilfelli. Hún segir Svandísi nú á biðlista hjá Félagsþjónustunni eftir fimm her- bergja íbúð, hins vegar eru afar fáar slíkar íbúðir til úthlutunar og hvet- ur Laufey Félagsbústaði, sem sjá um rekstur þessara íbúða, til að fjárfesta í fleiri fimm herbergja íbúðum. DV hafði samband við félagsþjónustuna í Breiðholti en engar upplýsingar feng- ust um málið. Barnaverndarnefnd hefur einn- ig fengið upplýsingar um þessar hörmulegu aðstæður Svandísar og barna hennar. Svandís, sem stund- ar nám í framhaldsskóla, sér fram á að hætta námi og fara á vinnumark- aðinn til þess að kaupa íbúð. „Ég get ekki hugsað mér að rembast í námi og fórna heilsu barnanna.“ KolbRún Pálína HelGadóttiR blaðamaður skrifar: kolbrun@dv.is „Ég gerðist svo kræf að taka listann frá veggnum og rífa aðeins upp parketið sem er löngu ónýtt. Og viti menn, þar voru einhver smákvikindi sem hlupu um og einhvers konar sveppir.“ Vandræðin taka á Álagið vegna rakans hefur lagst þungt á Svandísi. er hún orðin mjög þreytt og breytt frá því sem var þegar þessi mynd var tekin. leki í veggjum og gólfi Miklar skemmdir hafa komið fram í íbúðinni. ókræsilegar vistarverur Lekinn hefur leitt til skemmda í veggjum, eins og hér þar sem eitt barnið sefur. dV mynd SteFán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.