Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 32
„Ég staðfesti það að í mig var hringt og mér tilkynnt að ég ætti að hljóta heiðurinn. Ég veit síðan ekki hvað gerðist því viku síðar fékk ég aðra hringingu þar sem það var borið til baka. Ég gat lítið annað en sætt mig við þessi vinnubrögð,“ segir Þórarinn Eldjárn rithöfundur. Boðið dregið til baka Þórarni var í sumar boðið að verða borgarlistamaður Reykjavík- urborgar árið 2007. Það hélt hann að minnsta kosti. Samkvæmt heim- ildum DV var það Kjartan Magnús- son, þáverandi formaður menning- ar- og ferðamálaráðs, sem tilkynnti honum útnefninguna símleiðis. Viku síðar hringdi flokksbróðir Kjartans og samstarfsmaður í borgarstjórn, Gísli Marteinn Baldursson, í Þórar- in með þau tíðindi að útnefningin yrði afturkölluð. Skömmu síðar var Ragnar Bjarnason söngvari skipaður borgarlistamaður af Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni, fyrrverandi borgarstjóra, við hátíðlega athöfn í Höfða. Tilnefn- ingin leiddi til nokkurrar umræðu og fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Viðmælend- ur DV efast hins vegar ekki um ágæti Ragnars heldur undrast vinnubrögð- in við útnefninguna í þá veru að Þór- arni hafi verið boðin staðan en það síðan dregið til baka. Margir til álita Aðspurður staðfestir Kjartan að hringt hafi verið í listamenn til að ræða tilnefningu til borgarlistamanns ef til þess kæmi að þeir yrðu tilnefnd- ir. Hann segist ekki geta staðfest í hverja var hringt og bendir á að hug- myndir hafi komið fram um nokkra listamenn. „Hugmyndir voru lagð- ar í púkkið og ýmis nöfn komu fram. Ég átti samtöl, og ég veit að aðrir áttu líka samtöl, þar sem listamenn voru spurðir hvort þeir tækju tilnefning- unni ef hún bærist. Síðan var málið í vinnslu hjá okkur og á endanum var ákveðið að tilnefna þann sem hlaut heiðurinn. Ég var ekki viðstaddur þann fund. Ég lít ekki svo á að nokkur tilnefning hafi verið afturkölluð enda var sjálf tilnefningin samþykkt á fundi ráðsins,“ segir Kjartan. Skiptum úr þrotabúi útgerðar- fyrirtækisins Einars Guðfinnssonar, EG, á Bolungarvík er enn ekki lokið. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð árið 1993 og nú fjórtán árum seinna sér loksins fram á að skiptunum verði lokið. Útlit er fyrir að þau klárist í kringum næstu áramót. Einar Guðfinnsson var á sínum tíma eitt stærsta og öflugasta útgerð- arfyrirtæki landsins. Þegar félagið varð gjaldþrota gerðu kröfuhafar alls um 1,8 milljarða króna kröfur. Um það bil einn milljarður króna greidd- ist aftur á móti upp í kröfurnar. Mikl- ar eignir lágu að baki fyrirtækinu, meðal annars tveir ísfiskstogarar, frystihús félagsins og aðrar fasteign- ir sem metnar voru á tæpar 85 millj- ónir króna, birgðir fyrir um hundr- að milljónir króna og farartæki fyrir tæpar þrjár milljónir króna. Þá voru að baki umtalsverðar eignir í formi hlutabréfa, meðal annars í Trygg- ingamiðstöðinni. Deildar meiningar voru um hvort nauðsynlegt hefði verið lýsa Ein- ar Guðfinnsson gjaldþrota vegna sterkrar eignastöðu fyrirtækisins. Þótti mörgum sem fall Einars Guð- finnssonar bæri af sér pólitískan keim. Fram að árinu 1990 hafði fé- lagið staðið mjög vel en efnahags- ástandið á fyrstu árum tíunda ára- tugarins leiddi að lokum til þess að félagið var sett í greiðslustöðvun á haustmánuðum 1992. Stefán Pálsson, skiptastjóri bús- ins, segir að útskýra megi hina miklu töf á því að ljúka skiptum úr þrota- búinu með framtaksleysi þeirra sem eiga hlut að máli. Enn er um það bil fimmtán milljóna króna bankainni- stæða í þrotabúinu sem mun að öll- um líkindum renna til ríkisins. Nýj- ustu gögn um málið sem DV hefur fengið í hendurnar eru frá árinu 1998 en þá var gerð bráðabirgðaskýrsla um málið. Síðan þá hefur mjög lít- ið gerst í málinu en að sögn Stefáns Pálssonar mun skiptum úr þrota- búinu að öllum líkindum ljúka í lok þessa árs þegar lokauppgjörsreikn- ingur verður tilbúinn. valgeir@dv.is þriðjudagur 23. október 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Gleymdi Villi Þórarni? BorGarlistamaður í aðeins eina Viku Rithöfundinum Þórarni Eldjárn bauðst skammvinnur heiður: Einbeittir á kirkjuþingi Ekki var annað að sjá en að fulltrúar á Kirkjuþingi Þjóðkirkjunnar væru niðursokknir í málefni fundarins í gær þegar rætt var um hvort og þá með hvaða hætti kirkjan skyldi blessa hjúskap samkynhneigðra. DV mynD Eyþór Fimmtán milljónir úr Einari Guðfinnssyni hf. í ríkissjóð: Fjórtán ár að skipta búinu Rafiðnaðarmenn hefja samningagerð Samningamenn Rafiðnaðar- sambands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins sátu í gær fyrsta fund sinn vegna komandi kjarasamn- inga. Þeir gerðu grein fyrir helstu málum sem þeir myndu fjalla um í viðræðunum og undirrituðu viðræðuáætlun sem unnið verður eftir. Fulltrúar rafiðnaðarmanna lögðu áherslu á hækkun lægstu launataxta, aukið orlof og styttri vinnutíma auk þess sem þeir ræddu samræmingu virkjana- samnings og almenns samnings. Fulltrúar vinnuveitenda lögðu hins vegar áherslu á að laun hefðu hækkað mikið og kaup- máttur aukist verulega. leikFÖnG FYrir 70 millJÓnir Íslendingar eignuðust enn eitt heimsmetið um helgina þegar seld voru leikföng fyrir 70 millj- ónir króna á fyrstu opnunarhelgi verslunar leikfangakeðjunnar Toys R Us sem var opnuð á fimmtudag í Smáralind. Guðrún Kristín Kolbeins versl- unarstjóri segir að salan hafi farið langt fram úr væntingum. „Flestir sem hingað koma vilja bara verða börn aftur,“ segir hún, sæl með viðtökurnar. Næsta búð keðjunnar verður opnuð á Akureyri á vormán- uðum. Tæplega 1.300 Toys R Us versl- anir eru í heiminum, þar af 36 á Norðurlöndunum. trausti haFstEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is naut heiðursins skamma stund Var fyrst boðið að vera borgarlistamaður en það var síðar dregið til baka. Einar Guðfinnsson Fimmtán árum eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota sér loks fram á að skiptum úr því ljúki. Aftur ákært í heimabankamáli Í gær var endurákært í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra í máli fjögurra einstaklinga sem nýttu sér kerfisvillu í heimabanka Glitnis til að hagnast um samtals þrjátíu millj- ónir króna með gjald- eyrisviðskipt- um á aðeins einni viku. Mistök í forritun gerðu það að verkum að kaup- og sölugengi víxluðust svo fólkið gat hagnast á mismunin- um. Að þessu sinni er það embætti Ríkislögreglustjóra sem ákærir í málinu og er Svavar Pálsson full- trúi embættisins en upphaflega ákærði efnahagsbrotadeild Ríkis- lögreglustjóra. Málinu var vísað frá dómi á grundvelli reglugerðar sem Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra gaf út í desember í fyrra. Reglugerðin reyndist ekki eiga stoð í lögum en hún átti að veita saksóknara efnahagsbrotadeild- ar heimild til að gefa út ákærur í eigin málum. ���������������������������� ������������� Þrjár beiðnir um gjaldþrot Þrjár beiðnir um að Íslandsprent verði tekið til gjaldþrotaskipta eru til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykja- ness. Beðið er úrskurðar að loknu gjaldþrotaþingi dómsins 8. nóvem- ber. Viku síðar er gert ráð fyrir því að kveðinn verði upp úrskurður um hvort fyrirtækið verði lýst gjaldþrota. Kröfur í búið nema hundruðum milljóna króna en forsvarsmenn fyr- irtækisins vinna hörðum höndum að því að komast yfir vandann áður en í þrot verður komið. Samkvæmt heim- ildum DV hefur þeim nú tekist að selja húseign og lóð fyrirtækisins og losa þannig um nokkurt fjármagn. með kókaín í skónum Í gær var þingfest ákæra í Héraðs- dómi Reykjavíkur gegn sex mönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa reynt að smygla til landsins rúmlega sjö hundruð grömmum af kókaíni. Tveir af sakborningunum voru handteknir í Leifsstöð á haustmán- uðum 2006 með efnið falið í skón- um. Hinir sem ákærðir eru vegna málsins eru sakaðir um að hafa komið að skipulagningu og fjár- mögnun smyglsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.