Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 24
þriðjudagur 23. október 200724 Sviðsljós DV Um helgina fór tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fram í níunda skiptið en hátíðin var einstaklega vel heppnuð og lífgaði mikið upp á miðborgina. Íslensku hljómsveitirnar gáfu þeim erlendu alls ekkert eftir en rúmlega tvö hundruð og tuttugu hljómsveitir og tónlistarmenn skemmtu tónlistarþyrstum áhorfendum. Frábær AirwAves-hátíð! Jenny Wilson Jenny Wilson spilaði með hljómsveit sinni í Pop, Rokk og rósum og Smekkleysu á „off venue“ tónleikum. Hún olli vonbrigð- um. Þrátt fyrir flott útlit og flotta rödd náði hún ekki að heilla. Söngurinn var of hár og á köflum var hún hreinlega bara fölsk. Miklu betra að hlusta bara á hana rafmagn- aða á disknum sínum. Retro Stefson Æðislegir. Spiluðu á „off venue“ tónleik- um í Máli og menningu. Flott staðsetning á þeim í búðinni sem hafði áhrif. Spjöll- uðu við áhorfendur á meðan beðið var eft- ir stykki í trommurnar. Persónuleg, einlæg, lífleg, frumleg og bara skemmtileg. Söngv- arinn aðlaðandi karakter. Biðin var alveg þess virði. Ásdís Björg Jóhannesdóttir HHHHHH The Teenagers Spiluðu á NASA á fimmtudagskvöld- ið og voru frekar slappir. Einstaklega óeft- irminnilegir tónleikar hjá kraftlausri sveit sem spilaði á Prime Time á NASA. Verð þó að viðurkenna að ég stoppaði frekar stutt einkum sökum þess hversu óspennandi mér fannst sveitin. Loney Dear Krúttleg hljómsveit sem stóð sig bara nokkuð vel í Listasafninu á föstudagskvöld- ið og var bara ágætis byrjun á góðu kvöldi að sjá Loney Dear. Meðlimir sveitarinnar virtust ekki eiga í miklum erfiðleikum með að skapa stemningu á NASA og undir lokin voru áhorfendur farnir að klappa í takt við lögin. Loney Dear er allavega hljómsveit sem ég væri til í að kynna mér aðeins betur eftir að hafa séð hana á tónleikum. Grizzly Bear Eitt af stærstu nöfnunum á hátíðinni í ár. Mér finnst þetta reyndar heldur ofmet- in sveit sem átti þó ágætis sprett í Listasafn- inu á fimmtudagskvöldið. Það var mjög vel mætt á tónleikana og stemningin fín. Ed Droste aðalsöngvari sveitarinnar er risastór maður með rödd sem er íðilfögur og kemur svo sannarlega á óvart. Í heildina séð voru tónleikarnir ágætis skemmtun en lifa þó ekki lengi í minningunni. Amiina Stúlknakvartettinn Amiina spilaði í Frí- kirkjunni klukkan sex á laugardagskvöld- ið en þetta er í fyrsta skipti sem stelpurnar spila á Airwaves. Sveitin sendi frá sér breið- skífuna Kurr fyrr á árinu og má svo sann- arlega segja að hljómsveit sem þessi hafi vel átt heima í Fríkirkjunni. Stúlkunum til halds og trausts var trommuleikarinn Maggi auk þess sem hljóðmaðurinn þeirra spilaði á básúnu undir lokin. Stelpurnar flökkuðu á milli hljóðfæra og spiluðu á allt frá sellói að sög. Tónleikarnir voru einstak- lega vel heppnaðir og ljúfir enda ekki við öðru að búast frá Amiinu. Ms John Soda Í lýsingu á hljómsveitinni var þess get- ið að hún fangaði algjörlega athygli manns. Þar verð ég að vera ósammála, þrátt fyr- ir að ég hafi á tímabili fært mig ein fremst til að ná að einbeita mér alveg að sveitinni varð ég aldrei heilluð. Söngkonan var gjör- samlega karakterslaus og gaf alls ekki nógu mikið frá sér á sviðinu. Ég átti von á meiru frá þessari þýsku sveit en varð satt best að segja fyrir vonbrigðum. Þegar upp var stað- ið voru þetta frakar óspennandi tónleikar. Bonde Do Role Ofvirkir Brasilíubúar sem blönduðu saman gömlum 70‘s, 80‘s og jafnvel 90‘s töktum við nýja og ferskari tóna. Hljóm- sveitin leitast mikið við að útfæra göm- ul klassísk lög á sinn elektróníska hátt og mátti jafnvel heyra gamla Grease-slagar- ann Summer love í mjög „korní“ nútíma- búningi. Hljómsveitarmeðlimir voru mjög virkir á sviðinu og gerðu mikið út á það að grípa um klofið á hver öðrum sem vakti óvenjumikla kátinu viðstaddra. Ágæt- is partí en ekki meira en það. Heavy Trash Klárlega einn af hápunktum hátíðarinn- ar í ár. Þrátt fyrir að Lídó líti svolítið út eins og mötuneyti í Hveragerði var dansgólfið og plássið alveg fullkomið til að dansa eins og vitleysingur við þessa brjáluðu rokka- billí-blús-töffara. John Spencer og Matt Verta-Ray voru bara einfaldlega ólýsanlega svalir og fær röddin í Spencer kvenfólk jafnt sem karlmenn til að kikna í hnjánum. Frá- bærir tónleikar hjá frábærri stuðsveit sem lét allt flakka. Worm Is Green Þetta frábæra elektróband startaði fimmtudagskvöldinu í Listasafninu og er í raun ótrúlegt að hljómsveit eins og þessi spili ekki örlítið seinna um kvöld en það verða víst alltaf einhverjir að hefja partíið. Klúður í byrjun olli því að sveitin var mætt á sviðið en í nokkrar mínútur var enn verið að spila bakgrunnstónlistina sem hljómaði milli atriða en sveitin lét það þó ekki slá sig út af laginu og hélt að venju frábæra tón- leika sem voru frábær byrjun á kvöldinu. FM Belfast Þessi íslenska stuðsveit spilaði strax á eftir Chromeo og stóð sig gríðarlega vel. Ég hafði ákveðið að færa mig annað eftir Chromeo en sökum þess hversu þéttir og skemmtilegir FM Belfast-tónleikarnir voru endaði ég á að hlusta á þá alla og varð ekki fyrir vonbrigðum. Um miðbik tónleikanna voru margir félagar hljómsveitarmeðlima komnir upp á sviðið og byrjaðir að syngja með og dilla sér í bakgrunninum sem gerði það að verkum að mikið var um að vera á sviðinu. Annuals Kom mér mikið á óvart. Allir liðsmenn sveitarinnar gáfu gríðarlega mikið af sér á sviðinu sem skilaði sér svo sannalega út í sal. Tvö trommusett voru á sviðinu sem gerði tónleikana enn kröftugri auk þess sem söngvarinn sem hljóp út um allt sviðið tók sér trommukjuða í hendur og tromm- aði með í einu laginu. Stórskemmtilegir og hressandi tónleikar. Sometime Frábær hljómsveit sem stóð sig gríðar- lega vel á Organ á föstudagskvöldinu. Frá- bært að enda gott tónleikakvöld á góðum tónleikum sem þessum. Meðlimir sveitar- innar voru hver öðrum glæsilegri á sviðinu og ekki skemmdi fyrir hversu sérstaka og fallega rödd söngkonan Rósa er með. Náði því miður náði ég bara seinni hluta tónleik- anna en það sem ég sá var nóg til að heilla mig og fá mig til að vilja heyra meira frá sveitinni. Krista Hall HHH HHH HHHH HHHH HHHH HHHH HHH HH HHHH HHHH Best Fwends Slæmt herbergispartí hjá tveimur gröð- um vitleysingum sem fór harkalega úrskeið- is. Algjörlega vonlaust og óskiljanlegt að þeir hafi fengið stærra pláss heldur en efri hæð- ina á Ellefunni. Thundercats Það reyndist þrautin þyngri að halda at- hygli yfir Thundercats sem þó meintu ef- laust mjög vel. Á heildina litið var frammi- staða þeirra frekar tilþrifalaus Ra Ra Riot Indí-band sem allir hafa séð hundrað sinnum áður. Horaðir gaurar í töff bolum og þjáð kona á selló. Árið 2007 þykir það ekki mjög nýmóðins. Kimono Frábærir tónleikar hjá sveit sem náði að halda áhorfendum við efnið í drjúgan tíma. Sveitin á dyggan aðdáendahóp hér á landi sem hlustaði af athygli á hverja nótu. Innlif- un hljómsveitarmeðlima var til fyrirmynd- ar og mátti sjá að þeir nutu tónleikanna vel. Það skilaði sér vel út í salinn. !!! Rosalega hressandi hljómsveit með frá- bæra sviðsframkomu. Hún fékk eitt besta slotið á hátíðinni, á miðnætti á NASA á laug- ardagskvöld. Væntingarnar voru því miklar en !!! átti ekki í nokkrum vandræðum með að standa undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar. Jónas Sigurðsson Jónas og félagar virkuðu vel í Listasafn- inu, metnaðarfullur tónlistarmaður með frábæra og lífsglaða hljómsveit. Mjög góð byrjun á laugardagskvöldinu. Jónas og félag- ar áttu þó skilið að fleiri áhorfendur hefðu komið að fylgjast með þeim. Mugison Mugison var kóngurinn á sviðinu á NASA og til marks um það hversu mikillar virðingar hann nýtur komst hann upp með furðuleg- ar yfirlýsingar eins og þegar hann bað allar stelpurnar í salnum að syngja eins og verið væri að putta þær. Nýja efnið af Mugiboogie rann vel ofan í liðið og Pétur Ben og félag- ar í hljómsveit Mugga stóðu sig frábærlega. Mugison spilaði þó allt of stutt, hann hefði gjarnan mátt hafa hálftíma lengur á sviðinu. Hann hefði ekki átt í nokkrum vandræðum með það. Valgeir Ragnarsson H HH HHH HHHH HHH HHHH DV Myndir Arnar Ómarsson H H Trentemöller (DK) Steed Lord (IS)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.