Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 23. október 200714 Alþingishúsið DV Þingflokksherbergi Samfylkingarinnar Herbergið er í Skálanum, nýbyggingu alþingishússins, og er bjart. Þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins Í þingflokksherbergjum ræða flokkarnir sín innbyrðis mál og komast að sameiginlegri niðurstöðu áður en í þingsal er haldið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft sama herbergi frá upphafi, líkt og Framsóknarflokk- urinn. Þingflokksherbergi vinstri grænna Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur til umráða eitt þriggja þingherbergja á fyrstu hæð alþingishússins. Kringlan Árið 1908 var kringlan byggð við alþingishúsið. Hún er á tveimur hæðum og undir þeim kjallari þar sem komið var fyrir miðstöð fyrir allt húsið. Hún er nokkru skrautlegri en aðrir hlutar alþingishússins, með gulllagðri rósettu í lofti og rósasveigum yfir inngangi. Líklegt má teljast að upphaflegt hlutverk kringlunnar sem risnuherbergis hafi ráðið þar nokkru. Skreytingarnar í kringlunni voru hreinsaðar og færðar til upprunalegs horfs sumarið 1994. kringlan var notuð sem veitingastofa alþingis til 1973 þegar veitingunum var valinn staður þar sem áður voru skrifstofur forseta Íslands á fyrstu hæð alþingishússins. Heimild: althingi.is Á fyrstu hæð hússins gangurinn fyrir utan þingflokksherbergin á fyrstu hæð er sérlega glæsilegur. bekkirnir beggja vegna eru í upprunalegri mynd. Þingflokksherbergi Framsóknarflokks- ins græni liturinn á þingflokksherbergi Framsóknarflokksins hefur verið sá sami frá byggingu alþingishússins. Sama máli gildir um litinn á herbergi Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. aðrir flokkar hafa aðstöðu í Skálanum, nýbyggingu alþingishússins. „Menn spyrja mig oft hvers vegna öll þessi formlegheit séu viðhöfð á Alþingi. Hvers vegna menn eru háttvirtir eða hæstvirtir og hvers vegna menn séu ekki ávarpaðir með nöfnum sínum heldur embættisheitum. Ég er á þeirri skoðun að þessi formlegheit séu nauðsynleg til að halda ákveðinni virðingu og fjarlægð milli persónu og þingmanns. Sumum finnst þetta óþarfi en ég er algjörlega ósammála því. Þetta er aðferð til að fram geti farið málefnalegar og hófsamar umræður án þess að persónur séu í aðalhlutverki,“ segir Sturla. „Menn gæta þess að halda deilunum ekki áfram á göngum eða inni í matsal. Menn geta rifist bak við luktar dyr, í þingherbergj- um. En hin þinglega umræða fer fram í þings- al. Fólk spyr alltaf af hverju við erum alltaf að rífast. Við erum að tala um löggjöf og tillögur fyrir opnum tjöldum þar sem almenningur á þess kost að fylgjast með því sem við erum að segja. Almenningur á heimtingu á því að mega fylgjast með því hver röksemdafærslan er á bakvið skoðanir þingmanna. Það er part- ur af þingræðinu.“ Þetta segir Sturla Böðvars- son sem var í haust kosinn forseti Alþingis. Herra forseti! Í ræðustóli Alþingis eru þær reglur við- hafðar að þingmenn skuli ávallt ávarpa for- seta Alþingis: „Herra forseti“ (eða „frú for- seti“, eigi það við). Sturla segir þessa reglu afar mikilvæga. „Umræðurnar í þinginu snúa að forsetanum. Allt sem þar fer fram er á ábyrgð forseta því hann stjórnar þingfundi. Þingmenn beina orðum sínum til forsetans og greina honum frá ef þeir eru ósáttir við ákveðna lagasetningu. Þeir eru ekki að segja fyrsta þingmanni Norðvesturkjördæmis frá því og alls ekki honum Sturlu. Hvað þá „hon- um“, „henni“ eða „þeim“. Með þessu fyrir- komulagi höldum við nauðsynlegu yfirbragði á rökræðunum. Menn eru að reyna að komast að hinni einu, sönnu, réttlátu niðurstöðu og það gera menn ekki með persónulegu rifrildi. Það er gert með málefnalegum umræðum og rökræðum. Til þess er þingið,“ segir Sturla. Mikil reynsla Sturla er einn reynslumesti núverandi þingmaður Íslendinga. Hann kom fyrst inn á þing sem varaþingmaður árið 1984. Þetta er því fimmta kjörtímabil Sturlu sem segir að- spurður að reynslan nýtist vel í starfi forseta. „Ég var varaforseti í átta ár, fyrst hjá Salome Þorkelsdóttur og síðan hjá Ólafi Geirharðs- syni, svo ég var ágætlega undir það búinn að sinna þessu starfi,“ segir Sturla og bætir við: „Ég ber mikla virðingu fyrir þessu embætti og kappkosta að vinna það vel, eins önnur störf. Margir merkir menn hafa sinnt þessari stöðu og nú á undanförnum árum þrjár merkar konur; Guðrún Helgadóttir, Salome Þorkels- dóttir og nú síðast Sólveig Pétursdóttir.“ Undirritaði skjöl í Select Meginhlutverk forseta Alþingis er að sjá um að ákvæði stjórnarskrár, sem varða Alþingi og þingsköp Alþingis, séu haldin. Forseti Alþingis er einn handhafa forseta- valds ásamt forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar í fjarveru og forföllum forseta Íslands. Sturla staðfestir að starfinu fylgi mikil ábyrgð. „Forseti Alþingis er náttúru- lega meira og minna á vettvangi allan dag- inn. Þó ég sitji ekki alltaf í stólnum þá er ég í húsinu og fylgist með því sem fram fer. Það þarf að undirbúa þingfundi og sinna opinberum embættisverkum. Fyrir helg- ina var ég til dæmis á leið út úr bænum en þurfti að koma við í Select í Ártúnsbrekk- unni til að undirrita skjöl sem handhafi forsetavalds,“ segir Sturla. Þó að þingfor- seti stjórni fundum Alþingis hefur hann rétt til að taka þátt í umræðum eins og aðrir kjörnir þingmenn. Á meðan gegnir einhver af sex varaforsetum fundarstjórn- inni en forseti hefur einnig atkvæðisrétt í þingsalnum. Mikilvægt að sýna stóíska ró

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.