Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir þriðjudagur 23. október 2007 11 Aðstoðarborgarstjóri Delí á Ind- landi lést af áverkum sem hann fékk í kjölfar átaka við villta apa. Áverk- ana hlaut Sawinder Jeet Singh Baj- wa aðstoðarborgarstjóri þegar hann féll niður af svölum húss síns þegar hann reyndi að reka hóp apa á brott. Apar hafa lengi verið stórt vanda- mál í borginni, en þeir verða sífellt árásargjarnari og öruggari með sig. Aparnir ráðast inn í hof borgarinn- ar og láta þar greipar sópa um mat- væli auk þess sem þeir vekja ótta hjá þeim sem sækja hofin heim. Talið er að þeir apar sem réðust inn á heimili aðstoðarborgarstjórans hafi komist í gegnum nærliggjandi hof og upp á svalirnar þar sem hann sat í mak- indum og las í dagblaði. Lausn ekki í sjónmáli Aparnir hafa hingað til búið í skógunum umhverfis Delí, en eft- ir því sem skógarnir minnka eykst ásókn þeirra í borgina. Árið 2004 brutust apar inn í varnarmálaráðu- neytið og rifu í tætlur leyniskjöl. Sama ár fyrirskipaði hæstiréttur landsins að aparnir yrðu fjarlægð- ir úr borginni. Öpunum var smal- að saman og komið fyrir í „apafang- elsum“ þar til dýraverndunarsinnar kvörtuðu yfir meðferðinni á dýrun- um. Þá var ekið með apana í nær- liggjandi héruð og þeim sleppt þar í skóglendi. En allt kemur fyrir ekki og í síðasta mánuði kom næstum til lokunar flugvallarins í borginni því apar komust í gegnum gat á þaki flugstöðvarinnar og inn á ör- yggissvæðið. Sérfræðingar segja að eina leiðin til að halda öpunum frá borginni sé að nota stærri apa til að hræða þá. Eftirspurn eftir stærri öpum er nú svo mikil að eigendur þeirra mala gull og anna vart eftir- spurn. Aðstoðarborgarstjóri Delí lést af völdum áverka sinna: Benazir Bhutto hefur beðið bresk og bandarísk stjórnvöld um aðstoð við rannsókn á sprengjutilræðinu sem beint var gegn bílalest hennar í síðustu viku. Þar var um að ræða tvær sprengingar sem kostuðu eitt hundrað og fjörutíu manns lífið og sagði Bhutto í viðtali við dagblaðið The Times að hún hefði enga trú á opinberri rannsókn í Pakistan. Hún skellti skuldinni á „öfl innan rík- isstjórnarinnar“, en ekki á Pervez Musharraf forseta. Bhutto sagðist hafa rætt við sendiráðsfulltrúa ým- issa landa, þar á meðal Bretlands, þar sem hún óskaði „óháðrar og hlutlausrar rannsóknar á öllum þáttum tilræðisins“. Bhutto hefur gefið Musharraf forseta upp nöfn þriggja embættis- manna sem hún telur að vilji hana feiga og hafi áformað tilræði við líf hennar, en hún hafi ekki viljað varpa skugga á samband sitt við rík- isstjórnina með því að gera nöfnin opinber. Setti stuðningsmenn í hættu Benazir Bhutto aftók með öllu að hún hefði gert mistök með því að láta móttöku stuðningsfólks síns vara alla vegalengdina frá flugvellinum inn í hjarta Karachi, eða um sextán kíló- metra vegalengd. Áætlað er að um milljón manns hafi fagnað Bhutto þegar hún sneri heim í skugga ásak- ana um spillingu, eftir átta ára útlegð. Þrátt fyrir að Bhutto hafi notið sam- úðar í kjölfar tilræðisins hefur orð- ið vart gagnrýni á ákvörðun henn- ar vegna móttökunnar, sem hafi sett stuðningsmenn hennar í hættu, svo ekki sé minnst á hana sjálfa, vegna sprengjutilræðisins sem hún sagði að henni hefði borist vitneskja um. Tólf hengdir í Íran Tólf manns voru teknir af lífi með hengingu í Íran. Níu manns, þar á meðal ein kona, voru teknir af lífi í fjöldaaftöku í Evin-fangelsinu í Teh- eran og þrír voru hengdir í borginni Shiraz á þeim stað sem þeir frömdu glæpi sína sem voru nauðgun. Sakar- giftir voru morð og nauðganir. Konan var fundin sek um morð á vinnuveit- anda sínum árið 2001. Afar sjald- gæft er að konur séu teknar af lífi í landinu. Yfirvöld í Íran hafa, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International, tekið tvö hundruð og tíu af lífi það sem af er þessu ári, sam- anborið við eitt hundrað sjötíu og sjö árið 2006. TALDI SIG EIGA SIGURINN VÍSAN Vatikaninu og sökuð um andgyð- inglegan áróður. Kaczynski lofaði stöðina sem uppsprettu „velferð- ar og vonar“ og varaði við því að „árás á Radio Maryja væri árás á frelsi“. Eitt sinn var Kaczynski spurður hvaða augum hann liti Þýskaland, nágranna Póllands. Hann svaraði: „Það eina sem ég þekki til í Þýska- landi eru salernin á flugvellinum í Frankfurt og það nægir mér.“ Donald Tusk, andstæðingur Jaroslaws Kaczynski, lýsti því 12. október í ár þegar hann, snemma á tíunda áratug síðustu aldar, hitti Kaczynski í lyftu í pólska þinghús- inu. Þá dró Kaczynski upp byssu og sagði: „Það er jafnauðvelt fyrir mig að drepa þig og hrækja á þig.“ Jaroslaw Kaczynski hafnaði þess- ari frásögn en viðurkenndi að hafa gengið með byssu í þinginu á þeim tíma. Slóst við apa á svölunum Benazir Bhutto treystir ekki rannsókn af hálfu ríkisstjórnar: Stuðningsmenn Samkoma þar sem fjöldi manns lét lífið í tilræði við bhutto. Götumynd frá Delí apar setja meiri mynd á götulífið en æskilegt er. Upplýsingar um jarðsprengjur Frakkar hafa loks gefið stjórnvöldum í Alsír upplýsingar um hvar Frakkar lögðu jarðsprengjur þegar frelsisstríð Alsír stóð yfir. Um er að ræða millj- ón sprengjur sem komið var fyrir við landamæri Alsír til að koma í veg fyrir að herir Frakka yrðu fyrir árásum frá bækistöðvum í Marokkó og Túnis. Í dagblöðum í Alsír eru tíðar fréttir af manntjóni og slysum vegna sprengna sem lagðar voru árin 1954-1962, og er yfirleitt um að ræða fjárhirða og börn. Stuðningsmenn Donalds Tusk Mikill fögnuður braust út þegar fyrstu útgönguspár voru birtar. Óskar aðstoðar Breta og Bandaríkjamanna Donald Tusk Flokkur hans vann yfirburðasigur í þing- kosningum í Póllandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.