Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 43
MÁLEFNI FATLAÐRA Um búsetu fatlaðra Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu í eftirfarandi grein verður fjallað um hvemig búsetu fatlaðra er háttað og hver þróunin hefur orðið á und- anfömum árum. A síðastliðnum tveimur áratugum hefur orðið mikil breyting til batn- aðar varðandi málefni fatlaðra. Gildir það ekki hvað síst um búsetu- form þeirra. I kjölfar laga um málefni fatlaðra nr. 41/1983 var mörkuð sú stefna í búsetumálum að koma á fót sambýl- um í stað vistunar á sólarhrings- stofnunum eins og áður hafði tíðkast. Þannig komst mikill skriður á uppbyggingu sambýla á þessum tíma sem var þá nýr valkostur í bú- setumálum og skapaði fötluðum möguleika á að búa við hlið ófatl- aðra í venjulegum íbúðahverfum. Frá upphafi var ekki gert ráð fyrir fleiri íbúum á hverju sambýli en 5-6 manns og hefur sú regla haldist síð- an. Sambýlin risu upp á öllum þjón- ustusvæðum landsins og ýmist voru byggð ný hús eða keypt voru eldri hús og lagfærð með hliðsjón af þörfum íbúanna. Stofnkostnaður var greiddur með framlögum úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Ahersla var lögð á að gera sam- býli eins heimilisleg og frekast var unnt með það í huga að um væri að ræða heimili til frambúðar. Yfirleitt var þessum nýju íbúum vel tekið af nágrönnum, en þó voru dæmi um hið gagnstæða sem ekki er þó ástæða að fjölyrða um á þessum vettvangi. Um það leyti sem endurskoðun á fyrrnefndum lögum frá 1983 um málefni fatlaðra hófst síðla árs 1989 var þó farið að gæta töluverðrar gagnrýni á sambýlaformið sem m.a. fólst í því að of mikill stofnanabrag- ur þótti loða við það og einkarými íbúa væri of lítið. Gerðar voru kröf- ur um fleiri valkosti í búsetumálum fyrir fatlaða og í því sambandi var bent á félagslega íbúðakerfið sem ákjósanlegan valkost. Ennfremur var lögð áhersla á vemdaðar íbúðir sem heppilegt úrræði. Þetta leiddi til þess að í núgild- andi lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 komu fram breyttar áhersl- ur í búsetumálum en ákvæði þar um er að finna í 10. gr. laganna. Þar segir: „Fatlaðir skulu eiga kost á að búa þannig sem best hentar hverjum og einum miðað við óskir hins fatl- aða, aðstæður og þörf á þjónustu. Búseta fatlaðra skal vera í almennri íbúðabyggð. Um er að ræða eftirfarandi kosti samkv. lögunum: 1. Félagslegar íbúðir. 2. Vemdaðar íbúðir. 3. Sambýli. 4. Vistheimili. 5. Heimili fyrir böm. 6. Afangastaði. I reglugerð nr. 555/1994 um bú- setu fatlaðra eru ákvæði um að svæðisskrifstofur í samvinnu við sveitarfélög eða félagasamtök skuli stuðla að því að fatlaðir eigi kost á félagslegum íbúðum. í því skyni á svæðisskrifstofa að gera áætlun um þörfina í samráði við húsnæðis- nefnd viðkomandi sveitarfélags. Með félagslegum íbúðum er átt við íbúðir sem veitt eru lán til úr Byggingarsjóði verkamanna skv. lögum um Húsnæðisstofnun ríkis- ins. íbúðimar em á vegum sveitarfé- laga, félagasamtaka eða sjálfseign- arstofnana. I samræmi við breytta búsetu- stefnu var hlutverki Framkvæmda- sjóðs fatlaðra breytt þannig að sett var inn heimildarákvæði í 40. gr laga um málefni fatlaðra frá 1992, en í þeirri grein er fjallað um hlut- verk framkvæmdasjóðsins. Þar segir m.a.: „Sjóðnum er heimilt að veita framkvæmdaraðil- um félagslegra leiguíbúða og kaup- leiguíbúða í leigu, sbr. lög um Hús- næðisstofnun ríkisins, styrk til greiðslu framlags sem framkvæmd- araðilum ber að leggja fram samkv. lögum um Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Styrkur þessi má nema helm- ingi af framlagi framkvæmdaraðila þegar sveitarfélög eiga í hlut en má ná til alls framlagsins þegar um aðra framkvæmdaraðila er að ræða. Framlag framkvæmdasjóðs er end- urkræft sé íbúð tekin til annarra nota en í þágu fatlaðra." Tilgangurinn með þessu ákvæði var sá að hvetja félagasamtök og sveitarfélög til að nýta húsnæðis- lánakerfið og koma upp leiguíbúð- um fyrir fatlaða. Samkvæmt upplýs- ingum frá Húsnæðisstofnun ríkisins hefur húsnæðismálastjórn þannig veitt 163 íbúðalán, sérstaklega merkt fötluðum, á árunum 1992-1996 úr Byggingarsjóði verkamanna. Þar af voru 155 íbúðalán veitt til félagasamtaka fatl- aðra og sjálfseignarstofnana, en 8 íbúðalán til sveitarfélaga. Á tímabilinu 1993-1996 hefur verið úthlutað styrkjum úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra vegna félags- legra íbúða í samræmi við framan- 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.