Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 53
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Sveinbjörn Steingrímsson, bæjartæknifræöingur á Dalvik, fjallaöi um umhverfismál á fundinum. Hann fylgist hér meö, lengst til hægri á myndinni, er Óskar Árnason, fram- kvæmdastjóri Steypustöövar Dalvíkur hf., í miöið, og Einar Sveinn Jónsson, starfsmað- ur Steypustöövarinnar, lengst til vinstri, vinna aö hæöarmælingu og útsetningu á götu undir rnalbikun. Gatan er Skógarhólar á Dalvík. Myndina tók Unnar Stefánsson. afar mikilvæg í menningarlegu og félagslegu tilliti og einnig þegar litið er til öryggishagsmuna. Ibúurn eyj- arinnar hefur fækkað nokkuð á und- anfömum árum og má rekja það til þess að veiðiheimildir hafa verið skertar þar eins og annars staðar á landinu. Ekki eru aðrir atvinnu- möguleikar í eynni en útgerð smá- báta og úrvinnsla afla af þeim. Eyj- arskeggjar eru dugandi fólk og mannlíf er þar gott. Ymis þjónusta við íbúa er eftir atvikum þokkaleg og þar er mjög lífvænlegt ef hægt er að tryggja veiðiheimildir fyrir smá- bátaútgerðina. Aðalfundur Eyþings, haldinn á Dalvík 5. og 6. júní 1997, skorar á stjómvöld að skapa traustan grund- völl fyrir áframhaldandi byggð í Grímsey. Það verður best gert með því að íbúamir njóti nálægðar við fiskimiðin og fái sérstaka úthlutun veiðiheimilda sem geri þeim kleift að tryggja sjálfir afkomu sína og at- vinnulega undirstöðu. Heilbrigðismál á landsbyggðinni Aðalfundur Eyþings, haldinn á Dalvík 5. og 6. júní 1997, hvetur heilbrigðisyfirvöld til samstarfs við heimamenn um vinnu að stefnumót- un fyrir heilbrigðisþjónustu á lands- byggðinni, en hafnar tilviljana- kenndum niðurskurði á fjárveiting- um til héraðssjúkrahúsa eins og samþykkt var á fjárlögum á Alþingi. Stefnumótunin miði að því að efla þjónustuna, auka öryggi hennar, skilvirkni og hagkvæmni. Jafnframt því er nauðsynlegt að styrkja heilsu- gæsluna á landsbyggðinni. Fundur- inn telur að traust heilbrigðisþjón- usta sé einn af homsteinum byggðar í hverju héraði. Sé þessi gmndvall- arþjónusta skert veldur það öryggis- leysi fólksins og veikir stöðu byggðar á viðkomandi svæði. A tímum mikillar uppbyggingar á suð- vesturhomi landsins, með tilheyr- andi búferlaflutningum frá lands- byggðinni, telur fundurinn ekki koma til greina að stjómvöld rýri á sama tíma búsetumöguleika á öðr- um svæðum landsins með niður- skurði fjárveitinga til heilbrigðis- þjónustu. Aðalfundurinn skorar á heilbrigð- isyfirvöld að standa myndarlega að uppbyggingu Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri þannig að það geti með sanni talist eitt hátæknisjúkra- húsa landsins. Fundurinn telur að með því að standa vel að uppbygg- ingu fjórðungssjúkrahússins séu stjómvöld að framkvæma byggða- stefnu í verki og skapa æskilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Staðsetning þessa hátæknisjúkra- húss er jafnframt mikilvæg með til- liti til hugsanlegra náttúmhamfara. Háskólinn á Akureyri 10 ára Aðalfundur Eyþings 1997 fagnar þeirri ágætu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Háskólanum á Akur- eyri. Þessa uppbyggingu má tengja hugmyndum um tengsl háskóla- starfs við atvinnulífið í landinu um leið og áhersla er lögð á að hvergi sé hvikað frá þeim kröfum um gæði sem gera verður til allrar vísinda- starfsemi. Aðalfundurinn minnir á að sam- kvæmt lögum um stofnun skólans var sjávarútvegsdeild ein af fjómm deildum hans með það hlutverk að sinna kennslu og rannsóknum í greinum sjávarútvegs. Þessa stefnu sína áréttaði Alþingi í þingsályktun- artillögu í maí 1992. Ennfremur minnir fundurinn á samþykkt ríkis- stjómar Islands frá því í ágúst 1994 um þróun matvælaiðnaðar á Eyja- fjarðarsvæðinu í samstarfi við Há- skólann á Akureyri. I ljósi þessa harmar fundurinn að stjórnvöld skuli hafa vikið frá markaðri stefnu með því að stjómunarsetri sjávarút- vegsskóla Sameinuðu þjóðanna skuli hafa verið valinn staður í Reykjavík. Sjávarútvegsdeildin hefur þegar sannað ágæti sitt með þeim sjávar- útvegsfræðingum sem skólinn hefur útskrifað og hafa haslað sér völl í sjávarútvegsfyrirtækjum um allt land. Sú þekking sem þessir starfs- menn hafa komið með inn í greinina er ómetanleg. Aðalfundurinn fagnar auknu sam- starfi milli Háskólans á Akureyri og Háskóla Islands en beinir því til stjómenda þessara háskóla að ganga enn frekar til samstarfs á jafnréttis- gmndvelli með sérstöðu hvors ann- ars í huga þannig að báðir skólamir 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.