Helgafell - 01.06.1942, Síða 20

Helgafell - 01.06.1942, Síða 20
154 HELGAFELL þjóðleg tilvera þjóðanna að stjórn- ast af nýju frelsishugtaki, sem markað er félagsbundinni einstaklingshyggju. Það verður eingöngu fyrir sigur þess- arar frelsishugmyndar, þessa alheims- lýðræðis, að hamingja, friður og regla megi aftur ríkja í Evrópu og um heim allan — í stað þess stjórnleysis, sem stefnir að hruni menningarinnar. Kraf- an um óbundið fullveldi þjóðríkja — það er stjórnleysi, það er taumlaus ein- staklingshyggja, sem ekki fær lengur staðizt og fer sér að voða. Sjálfshyggja þjóðríkjanna verður að færa fórnir, fé- lagslegar fórnir, sem fela í sér skerðing þjóðlegs sjálfstæðis — og jafnvel þjóð- arhugmyndarinnar sjálfrar. Upp úr þessari styrjöld verður að spretta lýð- ræði með ríkjum, þar sem frelsi og jafnrétti hefur komizt í skapandi jafn- vægi á nýjan leik. Þetta eru mínir óskadraumar. Það er trú mín, að hin nýja og réttláta skipan þjóðanna rísi aðeins upp á þessum andlega grundvelli, þjóðasamfélag, sem vér stingum upp á sem andstæðu gegn hinni hryllilegu og mannhaturs- fullu nýskipan Hitlers, sem grundvall- ^ ast á sturluðum hroka einstaks kyn- flokks. Þetta kunna að vera draumór- ar, þessi nýi og betri heimur, þetta ,,Mannríki“, eins og vinir mínir og ég hafa kallað það og reynt að undir- búa andlega. En hvað væri maðurinn án draumóra ? Hann verður alltaf að keppa að því, sem ekki verður höndl- að, til þess að geta framkvæmt það, sem framkvæmanlegt er, og þokast fram um eitt skref að minnsta kosti. Hinir illu draumórar brýna hina góðu, eða að minnsta kosti góðviljuðu draumóra til baráttu fyrir tilveru sinni. Þeir vekja ekki aðeins örvilnun í hjörtum mannanna, þeir vekja von. Ef menn spyrja mig, sem ætti að þekkja Þýzkaland, hvort ættland mitt muni nokkru sinni af sjálfsdáðum og fúsum vilja sameinast því heimssam- félagi, er oss dreymir um, og grund- vallast skal á frelsi og réttlæti, yrði svar mitt játandi. Yrði svarið neitandi mundu það verða hin mestu vonbrigði, því að Þýzkaland verður ekki afmáð, og félagsleg efling heimsins mundi bíða hinn mesta hnekki, ef Þýzkaland tæki ekki þátt í leiknum. Jæja, en ég trúi því, að svo muni ekki fara, og trú mín er ekki með öllu ástæðulaus. Það sem vér köllum nasjónalsósíal- isma er illkynjuð ranghverfing hug- mynda, sem eiga sér langa sögu í andlegu lífi Þýzkalands. Áður fyrri, í byrjun 19. aldar, var vegur þessara hugmynda mikill; þær voru kallaðar ,,rómantík“, og töfruðu í ríkum mæli allan hinn menntaða heim. Sjálfsagt má segja, að hugmyndir þessar hafi farið í hundana, eftir að þær lentu hjá Hitler, en því varð ekki spáð um það leyti, er þær voru að fæðast, eða því varð að minnsta kosti ekki auðveld- lega spáð. En þegar þær sameinast hinum frábæra hæfileika Þýzkalands til að laga sig að tekniskri múgöld, verða þær slíkt sprengiefni, að öll menning er í raun og veru í voða. Og þó voru þessar hugmyndir forðum daga hið sama og kallað var ,,djúp- sæi Þjóðverja" — hið sama djúpsæi, sem hinn þýzki andi taldi sér til gild- is andspænis rökhyggju og skynsemis- trú Vesturevrópu, er hann taldi of grunnfæra. Á árum sorglegra hörm- unga hefur ,,djúpsæi Þjóðverja“ spillzt og saurgazt og verið svipt mannlegum eðlisþáttum í svo rík- um mæli, að Þýzkaland er nú orðið óvinur mannkynsins — það trúir ekki sínum eigin augum. Goethe sagði einu sinni, að banna skyldi Þjóðverjum í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.