Helgafell - 01.06.1942, Side 66

Helgafell - 01.06.1942, Side 66
Tveir íslenzkir listamenn Finnur Jónsson málari Það má segja, að ár heimsstyrjald- arinnar 1914—’ 18 marki nokkur tíma- mót í sögu hinnar þá kunnugu íslenzku myndlistar. Elzta kynslóð listamann- anna — en til hennar verður að telja ekki aðeins Þórarin, Ásgrím og Einar Jónsson, heldur einnig Jón Stefánsson, Guðmund Thorsteinsson og Kjarval — hafði þá námsárin að baki, og voru þessir menn farnir að stunda list sína bæði hér og erlendis sem fullfleygir listamenn. En um og eftir heimsstyrj- öldina leggur ný kynslóð ungra íslend- inga frá landi — önnur kynslóð mynd- listamannanna — og dreifir sér út um álfuna sér til mennta og þroska. Þetta var allfjölmennur hópur, sem sótti þarna út í löndin til stöðva listamanna í stórborgunum, þeir voru oft á tíðum, eða oftast, félitlir, fáfróðir um tungu og venjur lands þess, er þeir sóttu heim, öllum ókunnugir, og mátti oft furðu telja, hvernig þeir björguðu líf- inu. Eins og eðlilegt var, sóttu flest- ir þessir ungu listamenn til Kaup- mannahafnar og þaðan svo til París- ar eða Ítalíu, en allmargir fóru einnig til Þýzkalands. Einn þeirra ungu listamanna, sem leituðu til Þýzkalands til náms á þess- um fyrstu árum eftir ófriðinn mikla, var Finnur Jónsson, eftir tveggja og hálfs árs námsdvöl í Kaupmannahöfn. Sá, sem þetta ritar, var Finni samtíða í Þýzkalandi nokkur af þessum árum og átti því bæði þá og síðar allgóð tækifæri til að fylgjast með þróunar- sögu hans. Finnur var, eins og algengt er um íslenzka listamenn, kominn af unglingsárunum, er hann tók að gefa sig óskiptan að málaralist. Flann hafði stundað sjósókn á Austfjörðum fram eftir aldri, en síðar lagt stund á gull- smíði, og þá iðn stundaði hann einn- ig um skeið, eftir að hann hafði gert málaralistina að atvinnu, því að gull sækja fáir hérlendir menn í greipar listarinnar. Það munu hafa verið aðr- ar ástæður en sú, að Finni væri sér- lega hugleikin þýzk list eða þýzk list- tjáning, er réðu því, að Finnur hóf nám í Þýzkalandi, og verða þær ekki raktar hér. En þó gat ekki hjá því far- ið, að hann yrði fyrir nokkrum áhrif- um af þeim liststefnum er þá voru helzt uppi á teningnum, ,,Sturm“-hreyfing- in var samtök þýzkra og erlendra ný- tízku-málara og myndhöggvara á ár- unum eftir ófriðinn, undir forustu list- fræðingsins Herwarth Walden. Lista- menn þeir, sem að þessum samtökum stóðu, voru með svo margvíslegum hætti, að það var tæplega hægt að segja, að þeir ættu nema eitt sameig- inlegt markmið: að berjast gegn hvers konar rómantík, realisma, impression- isma, en með expressionismanum í ýmsum myndum. Margir þessara lista- manna voru ýmist orðnir, eða urðu seinna, víðfrægir, og forustumenn í listum álfunnar, eins og t. d. Picasso, Karl Hofer, Kokoschka, Kandinsky, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Enda var það æðsta þrá margra ungra lista- manna þýzkra að verða teknir inn í þessi samtök. Það má því vafalaust
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.