Helgafell - 01.06.1942, Side 76

Helgafell - 01.06.1942, Side 76
206 HELGAFELL mundi láta þann mann tala um, að sál sín fljúgi burtu á gullbjörtum engil- vængjum, sem alið hefur mikinn hluta aldurs síns í vígaferlum og kvenna- fari. Menn munu raunar vilja verja þetta með því, að menn iðrist á dauða- stundinni, en þar til liggja þau svör, að í fyrsta lagi vitum vér, að forn- menn iðruðust aldrei, — sá sem uppástendur það, hann þekkir ekki forn- öldina —, og í öðru lagi sagði Þormóður seinast, áður en hann dó: ,,Vel hefur konungurinn alið oss, feitt er mér enn um hjartarætur". Er það iðr- an ?-------En þetta eina kvæði sannar samt ekkert á móti öllu kvæðasafn- inu í heild þess; það er fullt af ljómandi fegurð, hnyttilegum og skáldlegum vísum og orðum, jafnvel þó aðalstefna og andi flestra kvæðanna sé sorg og harmur út af eymdum og þjáningum lífsins, sem höfundurinn hefur barizt við og ekki haft við, eins og oft hefur orðið hjá oss og víðar um heim. Mörgum mun finnast, að ýmsar vísur hefðu helzt átt að undanfellast, en utgefandinn hefur ekki farið í manngreinarálit, heldur kært sig bölvaðan, og það er það réttasta, þegar þeir menn eiga í hlut, sem gæfan ekki hafði út- hlutað tímanlegum gæðum, en sem létu eftir sig þann arf, sem fósturjörðin nýtur ,,meðan lönd gyrðir sær og gumar girnast mær, gljár sól á hlíð“ ; það er ánægja fyrir þá, sem eftir lifa og hafa vit á að meta það, að hið fram- liðna olbogabarn mannlífsins eða þessi hinn framliðni Þór fái að láta ham- arinn skjanna „fjöld fjölhöfðaðri“, sem lifir í allsnægtum og engu orkar, þar sem sá, sem kraftana hafði, hlaut að hníga fyrir eymd og auðnuleysi — eða hvað ? hvað er eymd ? og hvað er lán ? og hvað er gæfa ? og hvað er auðnuleysi ? ,,Auðnuleysinginn“ getur verið miklu meiri auðnumaður en ,,auðnumaðurinn“, sem fyrirlítur hann“ (44.—46. bls.). Því skal ekki haldið fram, að Kristjáni og skáldskap hans séu gerð full skil með þessum brotum úr ritgerð Gröndals — og þótt meira hefði verið tekið. En margt er hér með sanni sagt, bæði aðfinnslur og lof, svo að vert er að halda því til haga, — enda skemmtilegt að sjá um Kristján dóm þess skálds, sem hann mun hafa metið einna mest og numið af. Auðsætt er, að Ljóðmæli Kristjáns hafa komið Gröndal á flug, því að hér eru beztu sprettirnir í ritgerðinni. Einlægni Gröndals og hispursleysi kemur skemmti- lega fram, er hann tekur það aftur á 43. bls., sem hann hefur skrifað á næstu bls. á undan, — er ekkert að hafa fyrir að strika neitt út, en er þaðan af síður fjötraður af því, sem ,,vér þekktum þá, þegar það var ritað“. 5. N.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.