Helgafell - 01.12.1942, Page 64

Helgafell - 01.12.1942, Page 64
342 HELGAFELL Heiðarkollu ok Hreggnasa, Dritvík ok mol fyrir dyrum fóstra. Vísan er tilfærð hér, eins og hún er prentuð í útgáfu Guðbrands Vigfús- sonar af Bárðarsögu (1860). Vísuorðin eru tíu, og mætti því ef til vill ætla, að tveimur þeirra sé ofaukið, og þá sennilega 3. og 4. vísuorði (Búrfell ok Bala, báða Lóndranga), sem vantar í sum beztu handritin. En vísa þessi er í ætt við þulur, og í þeim er fjöldi vísuorðanna eigi fastskorðaður. Getur því vel verið, að þetta sé hin upphaflega gerð hennar. Að því er textann snertir, skal þess að öðru leyti getið, að tvö hinna lakari handrita hafa ..Dritvíkrmöl" í stað „Dritvík ok möl“ í 9. vísuorði og ,,fóstru“ í stað ,,fóstra“ í 10. vísuorði. ..Þessi örnefni eru öll á Snjófellsnesi", segir höfundur sögunnar um vís- una, og enn eru flest þeirra kunn. Lóndrangar eru hinir stórkostlegu kletta- drangar hjá Malarrifi, sem allir kannast við, er farið hafa fyrir Snæfellsnes í björtu. Öndvertnes er yzta tá nessins, og er það nú nefnt Öndverðarnes. Dritvík er hin alkunna veiðistöð fyrir utan Djúpalónssand, milli Einarslóns og Hólahóla. Búrfell og Hreggnasi eru fell tvö í útnorðurrótum Snæfellsjök- uls. Bali eða Balar er sennilega þar, sem nú heitir Keflavíkurbali, slétt gras- lendi uppi á bjarginu milli Keflavíkur á Sandi og Rifs. Nafnið Heiðarkolla þekkist ekki nú, en þar er sennilega átt við hnjúk, sem nefndur er Blákolla og er í Saxahólsheiðum, sem er fjalllendi vestanvert í jökulrótunum. Aðal- þegnshólar er algerlega gleymt nafn.1 Á hraunabreiðunum vestan undir Jöklinum eru hér og hvar gíghólar, gömul eldvörp, þar sem jarðeldur hefur brotizt út, er eigi fékk útrás um aðal- gíginn í jökulkollinum. Þannig eru Purkhólar, milli Malarrifs og Einarslóns, orðnir til og norðar Hólahólar, Saxhólar og Öndverðarneshólar og e. t. v. fleiri gígir smærri. Sennilegt er, að Aðalþegnshólar séu einhverjir af hólum þessum. Árni Thorlacius gizkaði á Purkhóla, en mér þykja Hólahólar lík- legri. Bær stóð áður í Hólahólum. Hét hann upphaflega Hólar ög er nefnd- ur svo í bréfum 1364 og um 1390.2 Er ólíklegt, að hólarnir sjálfir hafi heitið réttir og sléttir Hólar, þótt bærinn héti svo, og að nafn þeirra hafi eigi með einhverjum hætti greint þá frá hinum hólunum þarna í grenndinni. Síðar var farið að kenna þá við bæinn, sem í þeim stóð, og þeir nefndir Hóla- hólar. Er augljóst, að það nafn hafa þeir ekki fengið, fyrr en eftir að bær- inn var byggður. Nýja nafnið festist við þá, það hefur útrýmt eldra nafninu, hvert sem það hefur verið, og er þar eigi öðru líklegra til að dreifa en hinu týnda nafni Aðalþegnshólar. 1) Sjá um nöfn þessi í ritgerð Árna Thorlacius í Safni til sögu ísj. II, bls. 299—303. 2) Dipl. isl. III, nr. 171 og 371.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.