Helgafell - 01.12.1942, Síða 158

Helgafell - 01.12.1942, Síða 158
428 HELGAFELL Þjóðsögur og gerviþjóðsögur Guðni Jónsson: ÍSLENZKIR SAGNA- ÞÆTTIR OG ÞJÓÐSÖGUR, III. hefti. Rvík 1942. — AMMA, íslenzkar sagnir og þjóðsögur. Finnur Sigmundsson sé- um útgáfuna. 1. hefti II. bindis, Akur- eyri 1941. — GRÍMA. Tímarit fyrir ís- lenzk þjócSleg fræði. Ritstjórar: Jónas Rajnar og Þorsteinn M. Jónsson. 17. hefti. Akureyri 1942. — Einar Gu3- mundsson: ÍSLENZKAR ÞJÓÐSÖGUR II. hefti. Reykjavík 1942. Þoð er ekki lítiS að vöxtunum, er út hefur ver- ið gefið síðustu árin af því, sem í daglegu tali er kallað þjóðsögur. Helztu ritsöfn um þetta efni, sem enn eru að koma út, eru: Rau5sk.inna Jóns Thorarensens, íslenzkir sagnaþœttir og þjóðsögur Guðna Jónssonar; Amma, íslenzkar sagnir og þjóSsögur, útg. Finnuv Sigmundsson; íslenzkar þjóSsögur, útg. Einar Guðmundsson; Grlma, tímarit fyrir íslenzk þjóSleg frœiii. Rit- stjórar eru þeir Jónas Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson. Auk þessara safna hafa fjöldamörg rit og bæklingar verið gefin út um þetta efni á síð- ustu árum, og er útgáfu sumra þeirra ekki lok- ið enn, svo sem Vestfirzkra sagna Helga Guð- mundssonar, ÞjóSsagna Sigfúsar frá Eyvindará og ÞjóÖsagna Ólafs Davíðssonar. Við lestur sumra hinna nýrri þjóðsagnasafna getur varla hjá því farið, að manni detti í hug hendingin: ,,Allt er hirt og allt er birt“. Rit þessi eru að vísu vinsæl. Það er varla til svo lé- legur samsetningur, ef honum er gefið nafnið þjóðsögur eða þjóðsagnir, að kverið renni ekki út. A. m. k. er orðið torvelt að ná í sum hin nýrri þjóðsagnakver. Því fer fjarri, að ég vilji amast nokkuð við útgáfu rita um þetta efni, þvi að mér þykir mjög gaman að þjóðsögum og sagnaþáttum. En þegar sítrónan er kreist um of, verður safinn beizkur. Betur mætti vanda til útgáfu margra þeirra og að skaðlausu draga héi nokkuð saman seglin. Helztu einkenni þjóðsögu er, það, að hún er frásögn um atburði, oftast dulræna eða óvenju- lega atburði, sem gengið hefur all-langa hrið í munnmælum. Hún er að nokkru leyti verk ótelj- andi manna, sem enginn veit nöfn á. Alþýða mjnna hefur skapað hana í sinni mynd og sett svip sinn á hana. Oft er sannsögulegur atburð- ur tilefni þjóðsögunnar, en hin upprunalega frá- saga hefur aflagazt eða skekkzt á ýmsa lund: Hún verður oftast einfaldari, aðeins meginatrið- in eða uppistaðan haldast nokkum veginn rétt, hun ykist, verður dramatískari, andstæður skerp- ast, nýjum atriðum er bætt inn í, o. fl. Þjóð- sagan sýnir og, hvernig alþýðan á hverjum tíma skýrir fyrir sér örlög manna og atburði, hún ber keim af menningu hennar yfirleitt, trú hennar og hjátrú, von og ótta. En þótt þjóðsagan sé þannig mótuð í megindráttum, er samt engan veginn sama hver segir hana. Góður sögumaður varpar persónulegum blæ á hverja sögu, bæði að orðlagi og byggingu. Hinn listræni, heil- steypti svipur, sem er á sumum þjóðsögum, er sennilega að mestu leyti verk góðs sögumanns. Sagan af Galdra-Lofti hefur varla gengið manna milli f jafnlistrænum búningi og hún er í Þjóð- sögum Jóns Árnasonar. Sögumaðurinn, séra Skúli Gíslason, hefur gert úr henni listaverk. Mér finnst ég skilja vel þátt þann, sem munnmæl- in eiga annars vegar og sögumaðurinn hins veg- ar í góðri þjóðsögu, er ég heyrði eitt sinn Her- dísi Andrésdóttur segja munnmælasögu nokkra, sem mér var áður kunn úr átthögum mínum. Fá ný efnisatriði komu þó þar fram, og viðburða- röðin var nær hin sama, en orðalagið og heildar- mótið voru stórum áhrifameiri og listrænni í frá- sögn Herdísar en munnmælasaga þessi er hjá ó- tíndum almenningi. Ég hygg, að það sé oftast fyrst í þessari endursköpun góðra sögumanna, að þjóðsagan fær á sig listrænt snið. Ef athugað er til dæmis safn Guðna Jóns- sonar, kemur í ljós, að þar er tiltölulega fátt af hreinum þjóðsögum, enda hefur hann gert sér þess fulla grein, eins og sjá má af heiti safnsins: fslenzkir sagnaþœttir og þjóðsögur. En það er fleira en sagnaþættirnir í safni þessu, sem get- ur ekki talizt til þjóðsagna, svo sem frásagnir um dulræna reynslu, hafðar eftir þeim mönn- um, er fyrir henni urðu. Þessar sagnir eru alls ekki þjóðsögur, þar sem þær hafa ekki gengið f munnmælum. Þær eiga ekki heima í þjóðsagna- safni, heldur tímariti eins og Morgni, þar sem gögnum er safnað um alls konar dulræna reynslu eftir traustustu heimildum. í flestum nýrri þjóð- sagnasöfnum úir og grúir af sögum um dul- skynjanir og fyrirburði. Safnendur gera sér far um að hafa þær sannleikanum samkvæmar og vottfesta þær jafnvel. Með þessu móti verður sú frásögn jafnan fyrir valinu, sem fæstra manna hefur farið á milli. Þessar sönnu frásagnir um dulræna reynslu ættu því að hverfa úr þjóð- sagnasöfnum. í hinum nýrri þjóðsagnaritum ber og mjög á sagnaþáttum, þ. e. sögnum um einhverja „sögu- lega“ atburði, um einkennilega menn o. fl. Efni þetta er ótæmandi, því að meðan lönd byggjast, gerist ávallt eitthvað, sem er öðru fremur í frá- sögur færandi. Munnmæla-sagnir þessar eru auð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.