Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Styrmir Gunnarsson skrifar eft-irtektarverðan pistil:    Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís-lands hefur verið einn helzti farvegur fyrir þeirri áróð- ursstarfsemi, sem Evrópusambandið hefur haldið uppi hér á Íslandi fyrir inngöngu Íslands í ESB.    Alþjóðamálastofnun heldur upp-teknum hætti þrátt fyrir að ný ríkisstjórn hafi tekið við með þá yf- irlýstu stefnu að stöðva aðild- arviðræður.    Nú í júní stendur Alþjóða-málastofnun áamt vinum sín- um í Brussel fyrir þremur fundum um sjávarútvegsstefnu ESB í Stykkishólmi, Vestmannaeyjum og í Reykjavík.    Markmið fundanna er að kynnasjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins.    Hvað ætlar yfirstjórn HáskólaÍslands að láta Alþjóða- málastofnun komast upp með þetta lengi?    Er ekki lágmarkskrafa tilháskólastofnunar að bæði sjónarmið séu kynnt í stað þeirrar einstefnu sem Alþjóðamálastofnun heldur uppi?    Er það einkenni á vísinda- ogfræðslustarfsemi Háskóla Ís- lands að einugis eitt sjónarmið sé til umræðu?“    Þessar spurningar StyrmisGunnarssonar eiga fullan rétt á sér. Styrmir Gunnarsson Hversu lengi? STAKSTEINAR SKOTTSALA (Flóamarkaðsfílingur) fjordur@fjordur.is www.fjordur.is Opið: Mán. - fös. 10:00-18:00 Lau. 11:00-16:00 Í BÍLAKJALLARANUM Í Verslunarmiðstöðinni Firði Hafnarfirði Laugardaginn 8. júní frá kl. 11-16 Pantið stæði hjá skottsalafirdi@gmail.com eða mæta á svæðið. Hvert stæði kostar 1500 kr. Stuð og stemmning - Komdu og gerðu góð kaup Veður víða um heim 6.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 16 alskýjað Nuuk 11 skúrir Þórshöfn 11 skýjað Ósló 13 skýjað Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 16 léttskýjað Glasgow 22 heiðskírt London 18 léttskýjað París 27 léttskýjað Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 21 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 17 skýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 26 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 23 heiðskírt Róm 22 léttskýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 18 léttskýjað Montreal 16 skúrir New York 21 heiðskírt Chicago 15 skúrir Orlando 23 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:08 23:46 ÍSAFJÖRÐUR 2:09 24:56 SIGLUFJÖRÐUR 1:47 24:43 DJÚPIVOGUR 2:26 23:28 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heldur dró úr vatnavöxtum á Norðausturlandi í gær, en samt voru enn hlaup í mörgum ám. Rennsli í Skjálfandafljóti var komið niður í rúmlega 280 m3/s eftir hádegi í gær. Það fór mest í tæpa 680 m3/s eftir miðnætti 5. júní. Algengt er að rennslið í fljótinu sé 50-100 m3/s yfir sumarið. Gunnar Sigurðsson, hópstjóri vatnamælakerfis Veðurstofunnar, sagði að leysingar á Norðaustur- landi hefðu verið mestar á miðlungsháum heiðum en ekki á hæsta hálendinu. Þar er enn mikill snjór sem á eftir að bráðna. Hlýtt var á fjöllum í gær en hægari vindur en í fyrradag. Hvass vindur í hlýindum eykur á bráðnunina öfugt við vind í frosti sem veldur vindkælingu. Mikið flóð kom í Sandá í Þistil- firði og þar varð líklega mesta rennsli sem þar hefur sést, að sögn Gunnars. Hámarksrennslið varð tæplega 170 m3/s, útreiknað samkvæmt rennslislykli Veðurstofunnar. Til stóð að rennslismæla Sandá í fyrradag en það var ekki hægt því rennslið var svo mikið. Algengt er að rennsli í Sandá yfir sumarið sé innan við 20 m3/s. Rennslið hefur því verið næstum tífalt meira nú en að sumarlagi. „Þetta er óvenju miklar leysingar sem við sjáum nú,“ sagði Gunnar. Næstu daga er áfram spáð hlýindum á nær öllu Norðurlandi. Því má búast við áframhaldandi leys- ingum. Veðurstofan varaði í gær við hættu á skriðu- föllum og krapaflóðum vegna leysinga og vatna- vaxta, einkum á Norður- og Austurlandi. Flóð sjötnuðu talsvert í ám í gær Gunnar Sigurðsson  Miklir vatnavextir urðu í Sandá í Þistilfirði  Enn er mikill snjór á hálendinu Þjónustusamn- ingar við öldr- unarheimili eru eitt af forgangs- verkefnum vel- ferðarráðuneyt- isins að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðis- ráðherra. Ríkis- endurskoðun gerði athugasemd við það í skýrslu sinni að aðeins ellefu prósent öldr- unarheimila sem fá fjárframlög frá ríkinu séu með formlegan þjónustu- samning við hið opinbera. Hún telur að þá þurfi að gera til að bæta stjórnun og auka gæði þjónustunnar við aldraða. „Aldraðir eiga ekki að líða fyrir það að einstaka öldrunarheimili og sveitarfélög geti ekki komið sér saman um þjónustusamninga. Því tel ég það eitt af forgangsverkefnum inni í ráðuneyti að þessum samn- ingum verði komið á,“ segir hann. Ráðuneytið sé hins vegar ekki á byrjunarreit í þeim málum. Fyrir liggi kröfulýsingar þar sem útlist- aðar eru lágmarkskröfur sem gerðar eru til þeirra sem veita þjónustuna. „Það verður skerpt á þeim og vinnunni. Vonandi þokast þessi mál bara í rétta átt á komandi miss- erum,“ segir hann. kjartan@mbl.is Forgangs- mál í ráðu- neytinu Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.