Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Bókahillur Eldtraustir skápar Skjalaskápar Skjalakerfi Smávörukerfi Fjölbreytt úrval Frábær þjónusta Lagerbakkar Brettakerfi Smávörukerfi Árekstrarvarnir Milligólf Verslunarhillur Verðmerkilistar Gínur Útiskilti Fataslár Brautarholt 26–28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Fleiri lausnir – meiri þjónusta Við leggjum saman áralanga reynslu og þekkingu beggja aðila, og aukum þannig fjölbreytni í lausnum og þjónustu fyrir viðskiptavini. Verslunarrými Lagerrými Skrifstofurými Lyftur og lyftarar Sjálfvirkar hurðir og hurðaopnarar PIPA R \ TBW A • SÍA Rými og RÍ verslun hafa sameinað krafta sína í eitt öflugt fyrirtæki. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum telur að þinghelgin þoli vel það álag sem fylgir þeirri umferð ferðamanna sem nú er og jafnvel meiri. Til þess þurfi þó innviðirnir að vera góðir. Í sumar verða smíðaðir pallar og brautir á tveimur stöðum. Nú stefnir í að tvöfalt meiri tekjur fáist fyrir að- gang kafara en reiknað var með. Um þrjú þúsund manns hafa kafað í Silfru og öðrum gjám Þingvalla þá þrjá heilu mánuði sem liðnir eru frá því að byrjað var að selja aðgang að gjánum. Það þýðir að Þjóðgarðurinn hefur fengið yfir 3 milljónir í tekjur til að standa undir eftirliti og úrbót- um á aðstöðu. Stefnir í að heildar- tekjur á ári verði 10-12 milljónir í stað 6 milljóna sem reiknað var með í upphafi. Ljót sár á Þingvöllum Ljót sár eru á bökkum gjánna eft- ir traðk kafara og annarra ferða- manna. Sett var upp lágmarks- aðstaða áður en gjaldtakan hófst. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðs- vörður segir að ef fjármunir skili sér eins og nú stefni í verði hafist handa í haust við að leggja brautir og palla meðfram gjánum og Silfru og loka fyrir umferð á vissum svæðum. Hug- myndin er að leggja járnristar í brautirnar. Ólafur Örn segir að það taki áratugi fyrir gróðurinn að jafna sig og líklegt sé að bera verði mosa í sárin. Gróður hefur verið troðinn niður við endann á göngustígnum að Öxarárfossi enda er enginn útsýnis- pallur til að taka við umferðinni af stígnum. Þar er nú eitt flag enda oft úði frá fossinum. Verið er að ljúka hönnun á þessum palli og verður hann smíðaður í sumar, að sögn Ólafs. Djúpur stígur hefur myndast við Drekkingarhyl og runnið úr hon- um. Hann verður lagaður á þessu ári. Útsýnisstaðurinn við Nikulás- argjá og Flosagjá, svokallaða Pen- ingagjá, er illa farinn vegna átroðn- ings ferðamanna og einnig svæði á gjábörmum austan við bílaplanið. Ólafur Örn segir ekki til fjármuni til að vinna að úrbótum þar í ár. Göngubraut sem gerð var á milli kirkjugarðs og árinnar, neðan Þing- vallabæjarins, stóð af sér vorflóðin og hefur sannað gildi sitt. Talið er að hálf milljón ferða- manna leggi leið sína á Þingvelli á ári og annar eins fjöldi aki í gegnum þjóðgarðinn. Milljón á mánuði í úrbætur  Tvöfalt fleiri greiða fyrir köfun í Silfru en reiknað var með  Tekjurnar notaðar til að auka öryggi og verja umhverfi  Unnið að pallasmíði við Öxarárfoss og Drekkingarhyl en Peningagjáin bíður Morgunblaðið/Styrmir Kári Áníðsla Barmar gjánna á Þingvöllum eru illa farnir vegna átroðnings gesta þjóðgarðsins. Fjármunir sem kafarar greiða eru notaðir til úrbóta. Sautján ferðamenn voru að snorkla í Silfru, á vegum eins fyrirtækis. Þingvalla- nefnd hefur óskað eftir 130 milljóna kr. auka- fjárveitingu til að leysa úr bráðavanda við móttöku ferðafólks. Samkvæmt áætlunum Þjóðgarðsins þarf 750 milljónir á næstu þremur árum til að bæta gestamóttökuna. Ólafur Örn segir að það sjáist á Þjóðgarðinum hversu mikil um- ferð ferðamanna var í vetur. Ekki hafi verið aðstaða til að taka á móti þessum fjölda. Lögð er áhersla á að stækka bílastæðin við Hakið og hefja stækkun á gestastofunni. Þá er talið brýnt að tengja útsýnispall- inn við göngubrautina niður Al- mannagjá og leggja hellur í stað lélegs malbiks á Hakinu. Þá er í áætlunum að stækka verslun, koma upp kaffihúsi og bæta að- stöðu fyrir fræðslusýningu í gestamóttökunni. Örtröð á bílastæðinu SÓTT UM FJÁRVEITINGU Ólafur Örn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.