Morgunblaðið - 07.06.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.06.2013, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 www.gilbert.is ÚRAUPPBOÐ TIL STYRKTAR KRAFTI Stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra. Úrin eru skreytt af listamönnunum Tolla og Línu Rut og rennur allur ágóði af uppboðinu óskertur til Krafts. Kynntu þér uppboðið nánar á www.gilbert.is www.kraftur.org BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa staðfest í fyrsta skipti að Sýr- landsher hafi beitt efnavopnum en fréttaskýrendur telja litlar líkur á að það verði til þess að vestræn ríki hefji hernaðaríhlutun í landinu. Fréttaskýrendurnir spá því að fréttir um að stjórnarher Sýrlands hafi beitt efnavopnum í stríðinu hafi lítil áhrif á framvinduna vegna and- stöðu Rússa og Kínverja við hern- aðaríhutun í landinu. Þeir telja lík- legra að látið verði á það reyna hvort hægt verði að binda enda á blóðs- úthellingarnar með friðarviðræðum sem Rússar og fleiri hafa beitt sér fyrir nú í sumar. Nadim Shehadi, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda við hug- veituna Chatham House, segir að vangaveltur um hernaðaríhlutun í Sýrlandi veki daprar minningar um innrásina í Írak sem var réttlætt með ásökunum um að Írakar hefðu komið sér upp gereyðingarvopnum sem aldrei fundust. Shehadi segir að yfirlýsingar Breta og Frakka um að Sýrlandsher hafi beitt efnavopnum hafi litla þýð- ingu ef þeim verði ekki fylgt eftir með hernaðaríhlutun. „Og ef þær leiða til íhlutunar er þetta það versta sem hægt er að nota til að réttlæta hana. Vegna þess að það myndi minna fólk á hvað notað var til að réttlæta inn- rásina í Írak. Fjöldamorðin sem ein- ræðisstjórnin stendur fyrir eru næg ástæða til íhlutunar,“ hefur frétta- veitan AFP eftir Shehadi. Fréttaskýrandinn skírskotaði einnig til yfirlýsinga Baracks Obama forseta um að Bandaríkjamenn kynnu að hefja hernað í Sýrlandi ef efnavopnum yrði beitt í landinu. Obama talaði um beitingu efnavopna sem „rauða línu“ í því sambandi. „Setja hefði átt rauðu línuna við fjöldamorð einræðisstjórnarinnar á íbúum Sýrlands,“ segir Shehadi. „Við bjuggum til óeðlilega rauða línu með því að segja að sýrlenska stjórnin geti drepið fólkið svo fremi sem hún beiti ekki efnavopnum.“ Eiga sinnepsgas, sarín og hugsanlega VX-gas Laurent Fabius, utanríkis- ráðherra Frakklands, tilkynnti í fyrsta skipti á þriðjudaginn var að franska stjórnin hefði sönnun fyrir því að taugagasinu sarín hefði verið beitt nokkrum sinnum í Sýrlandi. Breska stjórnin staðfesti seinna að rannsókn hefði leitt í ljós að slíku vopni hefði verið beitt í landinu. Bandaríkjastjórn sagði hins vegar að rannsaka þyrfti málið betur og ekki hefðu komið fram fullnægjandi sann- anir fyrir því að sýrlenski herinn hefði beitt efnavopnum. Talið er að alls hafi um 94.000 manns beðið bana frá því að blóðs- úthellingarnar hófust í mars 2011 og þar af hafi um 70 manns látið lífið í efnavopnaárásum, að sögn hjálpar- samtaka sem starfa í landinu. Talið er að Sýrlandsher eigi mik- ið magn af sinnepsgasi og saríni. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur að herinn hafi einnig reynt að verða sér úti um hættulegri efnavopn, með- al annars VX-gas, sem er um það bil tífalt eitraðra en sarín við innöndun og öflugasta efnavopn sem vitað er með vissu að framleitt hafi verið. Talið er að Sýrlandsher geti dreift eiturefnunum með sprengjum, sprengikúlum og flugskeytum. AFP Sigri fagnað Hermenn Sýrlandsstjórnar aka um aðaltorgið í Qusayr, mikilvægum bæ sem stjórnarherinn náði á sitt vald í fyrradag. Talið er að sigur stjórnarhersins í átökunum um Qusayr sé mjög mikilvægur fyrir stjórnina. Íhlutun vegna efnavopna í Sýrlandi talin ólíkleg  Talið er að um 70 manns hafi látið lífið í eiturefnaárásum í landinu Barist á Gólanhæðum » Sýrlandsher náði í gær á sitt vald landamærastöð á Gólan- hæðum eftir að uppreisnar- menn lögðu hana undir sig. » Herinn beitti skriðdrekum í hörðum átökum um landa- mærastöðina. Átökin kyntu undir áhyggjum af því að stríð- ið í Sýrlandi gæti breiðst út til grannríkjanna. Ísraelar óttast að íslamistar úr röðum sýr- lenskra uppreisnarmanna eða Hizbollah-menn, sem berjast með stjórnarhernum, ráðist á Ísrael frá Gólanhæðum. Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkj- anna (NSA) hefur fylgst með síma- notkun milljóna Bandaríkjamanna frá því í apríl síðastliðnum en sam- kvæmt leynilegum dómsúrskurði var einu stærsta símafyrirtæki landsins, Verizon, gert að afhenda umræddar upplýsingar, að sögn breska dagblaðsins Guardian í gær. Í frétt blaðsins kemur fram að samkvæmt dómsúrskurðinum sé Verizon gert að veita NSA upplýs- ingar daglega um öll símtöl sem fara í gegnum kerfi fyrirtækisins, bæði innanlands og á milli Banda- ríkjanna og annarra landa. Skjalið sýni í fyrsta sinn svart á hvítu að upplýsingum um símtöl milljóna bandarískra ríkisborgara hafi í for- setatíð Baracks Obama verið safn- að af handahófi í miklum mæli án þess að viðkomandi einstaklingar séu grunaðir um að hafa gerst á nokkurn hátt brotlegir við lög. Stjórn Obama varði eftirlitið í gær og lýsti því sem „mikilvægu tæki“ í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. BANDARÍKIN Fylgst með símtöl- um milljóna manna Garry Kasparov, fyrrv. heims- meistari í skák, kvaðst í gær ekki ætla að snúa aftur til Rússlands í bráð af ótta við að hann yrði sak- sóttur fyrir að taka þátt í mótmælum gegn Vla- dímír Pútín forseta. Kasparov er staddur í Sviss, en hann hefur ver- ið atkvæðamikill í baráttunni gegn Pútín. Dómstóll í Moskvu framlengdi í gær úrskurð um gæsluvarðhald tíu manna sem sakaðir eru um að hafa beitt ofbeldi þegar þeir tóku þátt í mótmælum gegn Pútín áður en hann sór embættiseið forseta að nýju í maí. Gæsluvarðhaldið var framlengt um sex mánuði. RÚSSLAND Kasparov í útlegð af ótta við saksókn Atvinnuleysi meðal fólks undir 25 ára aldri hefur aukist í löndum Evrópu- sambandsins, samkvæmt nýjustu hagtölum frá Eurostat, hagstofu ESB. At- vinnuleysi meðal unga fólksins í ESB-löndunum 27 var 23,5% og á evru- svæðinu 24,4% í apríl, en var 22,6% á báðum svæðunum í apríl 2012. Fjármálakreppan hefur bitnað verst á ungu fólki Grikkland* Spánn Portúgal Kýpur Slóvakía Írland Ítalía Frakkland Slóvenía Eistland** Belgía Finnland Holland Malta Lúxemborg Þýskaland Austurríki 27,0 62,5* Atvinnuleysi á evrusvæðinu Evrusvæðið ESB - l 27 Ísland* 26,8 17,8 14,5 15,6 13,5 12,0 11,0 10,2 8,7 8,4 8,2 6,4 6,5 5,6 5,4 4,9 12,2 56,4 42,5 33,6 32,7** 26,6 40,5 26,5 24,4** 19,4** 22,4 19,9 14,7 10,6 18,2 7,5 8,0 24,4 23,5 12,0 11,0 5,6 Undir 25 ára aldri (% af fólki á vinnumarkaði) Almennt *Febrúar 2013 Heimild: Eurostat**Mars 2013 19,37 milljónir 3,62 milljónir Heildarfjöldi atvinnulausra Fjöldi atvinnulausra undir 25 ára aldri Atvinnuleysið eykst enn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.