Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Stúlkurnar í hljómsveitinni Amiina eru að gefa út plötuna The Light- house Project í dag en platan er að sögn Eddu Rúnar Ólafsdóttur, eins meðlims hljómsveitarinnar, ákveðið uppgjör við fortíðina. „Núna erum við orðin sex í hljómsveitinni eft- ir að Magnús Trygvason Elias- sen og Guð- mundur Vignir Karlsson komu til liðs við okkur árið 2009 en platan er útgáfa okkar fjögurra sem vorum upphaflega í hljómsveitinni og því eins konar uppgjör við fortíðina,“ segir Edda en hún hefur ásamt Hildi Ársælsdóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Sólrúnu Sumar- liðadóttur töfrað fram fagra tóna fyrir landsmenn undir merkjum hljómsveitarinnar í nærri áratug. Frá útgáfu plötunnar Puzzle árið 2010 hefur lítið heyrst af hljómsveit- inni en Edda segir að von sé á nýrri plötu frá þeim með öllum sex meðlimum hljómsveitarinnar. Hún lofar eng- um stökkbreytingum á stíl hljóm- sveitarinnar en segir að með nýjum meðlimum breytist áherslur auðvit- að eitthvað. „Nýja platan verður ákveðið framhald af því sem við vor- um að gera á Puzzle en við verðum kannski að syngja meira á nýju plötunni en það eru engar aðrar stórar sveiflur hjá okkur.“ Unnið í einstöku rými Fyrir fjórum árum bauðst Ami- inu að spila í Garðskálavita og upp frá því vaknaði sú hugmynd að fara um landið til að leika tónlist í vitum og á öðrum óvenjulegum stöðum. Nýjar útsetningar voru gerðar og ný lög samin með það sérstaklega í huga að passa smærri rýmum og ná meiri nánd við áhorfendur að sögn Eddu, en hún segir að viðbrögð tón- listargesta hafi verið mjög góð og margir lýst upplifuninni sem ein- stakri. Henni hefur m.a. verið lýst svo að tónlistin hafi ferðast um vit- ann og út á haf eins og vitinn væri að varpa tónlistinni í stað ljóss á haf út. Við upptökur á nýju plötunni var stefnt að því að kalla fram upplif- unina sem myndaðist á tónleikum Amiinu fyrir fjórum árum í vitum landsins. Hljómsveitinni til aðstoðar við upptökur voru þeir Ben Frost og Birgir Jón Birgisson. The Light- house Project kemur einnig út á vín- yl sem er fallega skreyttur með myndum sem stelpurnar tóku í ferð- inni. Myndir úr ferðinni verða einnig gefnar út í 22 blaðsína bók og á póst- kortum. Góður endir á góðri ferð „Ferðin var mjög skemmtileg en það gat verið krefjandi að vinna við þessar aðstæður. Ekki var alltaf gott pláss fyrir okkur og þá sátum við inni í vélarýmum sem getur verið bæði krefjandi en um leið skemmti- legt,“ segir Edda og rifjar upp að í einum vitanum hafi morsvél verið í fullum gangi alla tónleikana. Nýja platan er ákveðinn vendipunktur fyrir Amiinu en hún er mögulega síðasta platan með bara stelpunum. Heimsækja fortíðina  Amiina gerir upp tónleikaferð sína frá árinu 2009  Vinna að nýrri plötu með nýjum meðlimum sveitarinnar Tónlist Stelpurnar í hljómsveitinni Amiinu eru að gefa út nýja plötu með efni frá vitatónleikaferð stúlknanna árið 2009. Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur gefið út nýja viðbót við tölvuleik sinn EVE Online og ber hún heitið Odyssey. Viðbótin fel- ur í sér fjölda nýjunga fyrir leik- menn sem tengjast þema hennar um ævintýri, ferðalög og könn- unarleiðangra í hinum gríð- arstóra EVE-alheimi. Alheimur þessi hefur að geyma yfir 67 þús- und plánetur, ríflega 340 þúsund tungl og 7.929 sólkerfi. Odyssey er nítjánda viðbótin við leikinn sem orðinn er tíu ára. Áskrifendum EVE Online hefur fjölgað jafnt og þétt og í dag eru notendur leiksins yfir hálf millj- ón. Útgáfan nýja, viðbótin Odys- sey, verður kynnt með markaðs- herferð í Evrópu, Norður-Ameríku og Japan. Frek- ari fróðleik um hana má finna á eveonline.com. Odyssey bætist við EVE Online Ógnarstór Í alheimi EVE eru 7.929 sól- kerfi og 67 þúsund plánetur. www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b orð á einnota veislufötum. Sé veislan 150 manna eða meira eru a llar veitingar afhentar á einnota veislufötum. Verð frá 2.258 pr. mann Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan PINNAMATUR FYRIR ÖLLTÆKIFÆRI Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar PINNAMATUR Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím a dags móttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 7/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Sun 1/9 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 Fös 6/9 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Þri 30/7 kl. 19:30 Lau 7/9 kl. 19:30 Fim 13/6 kl. 19:30 Lau 31/8 kl. 19:30 Sun 8/9 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 9/6 kl. 14:00 Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Örfáar aukasýningar í haust - komnar í sölu Kvennafræðarinn (Kassinn) Lau 8/6 kl. 19:30 Síðustu sýningar! Stöngin inn! (Stóra sviðið) Sun 16/6 kl. 19:30 Leikfélag Fjallabyggðar sýnir áhugaverðustu áhugasýningu ársins Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 7/6 kl. 19:00 Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 8/6 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 9/6 kl. 13:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Allra síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið) Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar. Tengdó (Litla sviðið) Fös 7/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 aukas Fös 14/6 kl. 20:00 lokas Grímusýning síðasta leikárs. Allra síðustu sýningar. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gullregn – allt að seljast upp! 08.06.13 Lau. kl. 20:00 UPPSELT Norðurljós SÍÐASTA SÝNING FYRIR SUMARFRÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.