Morgunblaðið - 07.06.2013, Side 40

Morgunblaðið - 07.06.2013, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Fyrsta Hangover-myndinvar ekki síst skemmtilegfyrir þær sakir að hún varbyggð upp sem ráðgáta. Söguhetjurnar að rekja aftur fót- spor sín og púsla saman gærkvöld- inu ógurlega sem enginn mundi eft- ir. Úr varð hressilegur kokteill af harkalegri grínmynd og vel slíp- uðum „þriller“. Dálítið eins og Rom- an Polanski hefði leikstýrt There’s something about Mary. Fyrsta myndin var með skemmtilegar per- sónur, kvikindislegan en einnig hlýj- an tón og innihélt jafnframt eitt svakalegasta lokaatriði sem ég hef séð í grínmynd. Eflaust hafa fé- lagarnir í Klovn-tvíeykinu verið undir áhrifum frá honum í sinni kvikmynd, og gengu þá ennþá lengra í að ganga fram af manni. Myndin hefst á því að dekur- barninu Alan er fylgt eftir. Hann hefur nýlega „hætt að taka lyfin sín“ og er orðinn stjórnlaus. Eftir hægfara og nokkuð ósmekklega upphafssenu þar sem hann kaupir sér gíraffa og veldur stórslysi er ákveðið að vinir hans setjist niður með honum og tali hann inn á að fara á einhvers konar heilsuhæli til að vinna í sjálfum sér. Líkt og nýlegur Simpsons-þáttur erfiðar myndin við að keyra sjálfa aðalsöguna í gang og er það gert á bókstaflegan hátt. Óvinir Leslies Chows, brjálaða kínverska glæpa- mannsins úr hinum myndunum, neyða bíl vinanna út af veginum og taka Doug til fanga. Glæpamaður að nafni Marshall (John Goodman) gerir þeim að hafa uppi á Chow og gullstöngum sem hann stal, ellegar verði Doug drepinn. Upp frá því má segja að sjálf myndin sé tekin í gísl- ingu. Því sem á eftir fylgir má lýsa sem frekar óspennandi spennumynd og hálfmáttlausri grínmynd. Salurinn hlær að sínum mönnum þegar eitt- hvað broslegt gerist en það má skrifa þann hlátur að miklu leyti á fyrri afrek þeirra. Fléttan er óspennandi, brandararnir eru færri, veikari og einstaka misþyrming á dýrum virðist vera helsta trompið í húmornum. Seinasti hluti myndarinnar gerist í Las Vegas. Þrátt fyrir eitt skemmtilegt atriði á þaki Caesar’s Palace-hótelsins er allur Vegas- kaflinn hægur og þreyttur og atriði þar sem persóna Heather Graham á endurkomu er tilgangslaust með öllu en er saumað inn til að skapa hliðarsögu um þrá Alans til að verða fullorðinn og festa ráð sitt. Ólíkt hinum myndunum er engin þynnka í þessari sögu. Mennirnir eru bláedrú allan tímann. Mér finnst það eiginlega svik og hafði gert mér vonir um að gengið yrði ennþá lengra; mennirnir yrðu dauðadrukknir alla myndina. Zach Galifianakis, sem stal senunni í fyrstu myndinni, er langljósasti punkturinn. Maðurinn er grínisti af guðs náð og hefur sérstakt lag á því að búa til mikið úr litlu. Öll bestu augnablik myndarinnar eru tilsvör eða sérviska hans en samt lendir hann líka í því að verða aukapersóna sem samviskusamlega hlýðir flétt- unni máttlausu. Vinir hans hafa fyr- ir löngu klárað sitt hlutverk í sög- unni og það er kristaltært að Alan á að bera þessa mynd með þá sem „straight men“. Líður Stu, leikinn af Ed Helm, sérstaklega fyrir það hversu mikill „fylgihlutur“ hann er orðinn. Þá fær aukapersónan Chow svo mikinn tíma á hvíta tjaldinu að það reynir á þolinmæði manns gagnvart honum. Harðir aðdáendur fyrstu Hang- over-myndarinnar fá örugglega nóg fyrir sinn snúð en vilji maður hlæja að Zach er langeinfaldast að skella sér á YouTube og horfa á tvo þætti af Between two Ferns. Þeir inni- halda meira af fyndnum augnablik- um en þessi mynd í heild sinni. Allt er þegar þrennt er Fyndinn Zach Galifianakis, sem stal senunni í fyrstu myndinni, er langljósasti punkturinn í The Hangover Part III. Maðurinn er grínisti af guðs náð og hefur sérstakt lag á því að búa til mikið úr litlu, segir m.a. um hann í gagnrýni. Sambíóin og Laugarásbíó The Hangover Part III bbnnn Leikstjórn: Todd Phillips. Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Ed Helms, Zach Galif- ianakis, Ken Jeong, Melissa McCarthy. Bandaríkin, 2013. 100 mínútur. ARI ELDJÁRN KVIKMYNDIR Hljómsveitin Bellstop hefur sent frá sér nýtt myndband, við lagið „Trouble“ sem er fyrsta smáskífa plötu hljómsveitarinnar, Karma, sem kemur út um miðjan þennan mánuð. Hljómsveitin hefur samið við þýsku plötuútgáfuna Kanoon Records um dreifingu plötunnar í Þýskalandi, Austurríki og Sviss og mun hljómsveitin halda í tónleika- ferð til þeirra landa í haust. Bell- stop skipa Elín Ólafsdóttir og Rún- ar Sigurbjörnsson. Bellstop gerir út vefsíðuna bellstop.is. Karma Úr tónlistarmyndbandi Bellstop sem Sigurgeir Þórðarson leikstýrði. Bellstop semur við Kanoon Records 10 7 EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS! FORSÝNING VINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! New York Daily News Missið ekki af þessari stórkostlegu teiknimynd frá höfundum Ice Age -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L 12 12 AFTER EARTH Sýnd kl. 5 - 8 - 10:10 THE INTERNSHIP Sýnd kl. 10:10 THE HANGOVER PART 3 Sýnd kl. 5 - 8 - 10 EPIC 3D Sýnd kl. 4:30 FAST AND FURIOUS 6 Sýnd kl. 7 „Toppar alla forvera sína í stærð, brjálæði og hraða.” - T.V., Bíóvefurinn HHH H.K. -Monitor Komdu í bíó! Þú finnur upplýsingar um sýningartíma okkar og miðasölu á www.emiði.is og www.miði.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.