Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRFréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fataframleiðandi fagfólksins BRAGARD Gögn Mörg stórfyrirtæki hafa skoð- að Ísland sem stað undir gagnaver. „Þetta er frekari staðfesting á því sem við höfum vitað. Ísland hefur mikil tækifæri á þessum gríðarstóra markaði sem er fyrir gagnaverin. Okkar verkefni er að nýta þessi tækifæri og gera umhverfið sam- bærilegt við það sem gerist annars staðar í Evrópu,“ segir Kolbeinn Einarsson hjá Advania Thor Data Center, en hann er formaður Sam- taka gagnavera á Íslandi, DCI. Hann hefur kynnt sér þessar skýrslur um gagnaverin sem hafa komið út að undanförnu og bendir á að Cushman & Wakefield sé virt ráð- gjafarfyrirtæki og óháður aðili við mat á kostum og göllum þessara ríkja sem helst keppa um gagnaver- in. Kolbeinn segir að horfa verði til landa eins og Bretlands, Hollands, Írlands og Svíþjóðar sem hafi mark- visst reynt að laða til sín gagnaver með ýmsum aðgerðum. Hér á landi þurfi að tryggja að umhverfið sé vel samkeppnishæft þegar kemur að tolla- og skattamálum gagnavera. Ís- land geti boðið græna orku á hag- stæðu verði, en um helmingur orku til hefðbundinna gagnavera fer í að kæla tölvubúnaðinn. Kolbeinn segir fyrirhugaðan sæ- streng Emerald breyta miklu fyrir Ísland. Nauðsynlegt sé að fá fleiri aðila á þann markað, auk þess sem öryggi í tengingum eykst, sér í lagi vestur um haf. „Ég er sannfærður um að við verðum ofarlega á þessum lista næstu árin en þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Það verður að vera til staðar samstillt átak stjórn- valda og iðnaðarins. Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar við að koma búnaði fyrir í einu gagnaveri og menn taka ekki slíkar ákvarðanir af neinni léttúð,“ segir Kolbeinn að endingu. bjb@mbl.is Ísland hefur mikil tækifæri  Segir sæstreng Emerald breyta miklu SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ísland fellur niður um þrjú sæti á lista yfir þau 30 lönd í heiminum sem þykja eftirsóknarverðust til að starf- rækja gagnaver. Samkvæmt nýrri skýrslu bandaríska ráðgjafarfyr- irtækisins Cushman & Wakefield (C&W) lendir Ísland í 7. sæti en var í því fjórða á síðasta ári. Skýrslan kemur út árlega og mælir helstu kosti og galla þeirra landa sem kepp- ast um að fá til sín ný gagnaver. Fyr- ir ofan Ísland á listanum eru Banda- ríkin, Bretland, Svíþjóð, Þýskaland, Kanada og Hong Kong. Á eftir Ís- landi, með svipaða einkunn, eru Nor- egur, Finnland og Katar. Þessar niðurstöður koma eflaust einhverjum á óvart en Ísland hefur verið talið í hópi eftirsóknarverðustu ríkja heims þegar kemur að um- hverfi og aðstöðu til að reisa gagna- ver. Þar hefur umhverfisvæn og ódýr orka verið nefnd, hátt mennt- unarstig, kalt loftslag og öryggi í gagnaflutningum, allt þættir sem skipta miklu máli fyrir uppbyggingu gagnavers. Niðurstöður Cushman & Wakefield eru einnig á skjön við nýlega skýrslu BroadGroup, sem unnin var fyrir Landsvirkjun. Hún leiddi fram að Ís- land uppfyllti öll skilyrði sem lögð væru til grundvallar við uppbyggingu gagnavera. Til lengri tíma litið væri ódýrast að reka gagnaver á Íslandi, ódýrara en í þeim löndum sem lenda fyrir ofan Ísland á lista C&W. Alls eru 30 lönd tekin fyrir í skýrslu C&W. Tekið er tillit til 13 mismunandi atriða, eins og orku- kostnaðar, gæða nettenginga og bandvíddar, viðskiptaumhverfis, op- inberra gjalda, launakostnaðar, stöðugleika í stjórnmálum, sjálf- bærni og náttúruhamfara. Þrjú fyrst töldu atriðin hafa mest vægi í þess- ari vísitölu en minnst vægi hafa landsframleiðsla, verðbólga og að- gangur að vatni. Ísland skorar reyndar hæst með vatnið en er einn- ig efst á lista varðandi sjálfbærni viðkomandi þjóða. Þeir þættir sem helst draga Ísland niður eru gæði bandvíddar og nettenginga við um- heiminn, hár launakostnaður, póli- tískur óstöðugleiki og nátt- úruhamfarir. Athyglisvert er að sjá Ísland í 29. sæti af 30 mögulegum hvað tengingar varðar en Farice er með tvo sæstrengi til og frá landinu. Þá er Ísland í 8. sæti varðandi orku- kostnað og í sama sæti í afhending- aröryggi orkunnar. Lagast með Emerald Í umsögn sinni um Ísland segja skýrsluhöfundar Cushman & Wake- field að landið hafi áður verið efst Norðurlandaþjóða á listanum en fall- ið um þrjú sæti og misst Svíþjóð upp fyrir sig. Hár launakostnaður og stöðnun í framboði á háhraðanet- sambandi við útlönd séu meðal þeirra þátta sem hafi haft neikvæð áhrif á stöðu Íslands. Skýrsluhöf- undar benda á að netsambandið muni hins vegar batna til muna með fyrirhugðum sæstreng Emerald Ex- press sem mun tengja saman Banda- ríkin, Kanada, Bretland og Ísland. Ísland niður um þrjú sæti  Áhætta við að reisa gagnaver á Íslandi hefur aukist  Ísland lækkar í 7. sæti á lista Cushman & Wakefield  Staðan batnar með Emerald Express-sæstrengnum Hvar í heiminum er best að reisa gagnaver? 1. Bandaríkin 100 3 1 3 30 18 20 20 29 1 17 8 10 11 1 2. Bretland 89,53 21 2 5 12 16 15 26 12 13 23 17 17 21 2 3. Svíþjóð 82,29 15 10 10 11 26 3 4 3 9 15 6 4 9 8 4. Þýskaland 81,29 19 4 15 25 25 8 15 9 16 20 15 10 24 3 5. Kanada 81,16 4 11 13 19 20 2 10 23 2 1 7 5 2 5 6. Hong Kong 79,63 27 3 2 4 9 10 28 16 23 29 5 22 22 7 7. Ísland 79,47 8 29 11 8 21 20 1 18 7 8 14 24 1 4 8. Noregur 79,45 13 19 4 19 30 1 3 15 12 6 2 3 3 12 9. Finnland 78,74 11 22 8 13 24 3 7 1 15 30 12 20 7 9 10. Katar 78,37 1 30 21 2 28 12 30 2 19 7 1 8 30 6 Rö ð 2 01 3 La nd Vís ita lan Ne tte ng ing og ba nd víd d Við ski pta - um hv erfi Op inb er gjö ld La un a- ko stn að ur Pó lití sku r stö ðu gle iki Sjá lfb ær ni Ná ttú ru- ha mf ari r Me nn tun Or ku - öry gg i La nd s- fra ml lei ðs la Ve rðb ólg a Að ga ng ur að va tni Rö ð 20 12Or ku - ko stn að ur 60% vægi 35% vægi 5% vægi Tíu efstu löndin í skýrslu Cushman &Wakefield: Data Centre Risk Index 2013 Gagnaver Verne Global starfrækir gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ en annað er starfrækt í Hafnarfirði af Advania Thor Data Center. „Við höfum rætt þessi mál við marga aðila sem hafa verið að skoða gagnaver á Íslandi. Í þeirra huga er landið ekki nógu vel tengt til að réttlæta miklar fjár- festingar í gagnaverum. Þessi út- koma Ís- lands kemur ekki svo mjög á óvart,“ segir dr. Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga- félagsins Thule Investments, um niðurstöðu skýrslunnar en Gísli á sæti í stjórn Emerald. „Hér hefur einn aðili verið að bjóða tengingar til og frá land- inu og ekki alltaf á samkeppn- isforsendum. Þeir staðir sem við keppum við undir gagnaver eru tengdir með mörgum strengjum, þannig að öryggið er allt annað og meira. Þess vegna er nauðsynlegt að koma með þriðja strenginn sem rekinn er af einkafyrirtæki og á samkeppnisforsendum. Við heyrum einnig hjá Emerald að menn eru mjög spenntir fyrir tengingu við Bandaríkin,“ segir Gísli. Ísland í harðri samkeppni Hann bendir á að Ísland eigi í harðri samkeppni við önnur lönd. Þau séu hins vegar ekki mörg og það sé í raun ekki slæmt að lenda í 7. sæti. Strengur Emerald muni ýta Ís- landi upp aftur. Mest sé sam- keppnin við Svíþjóð og Írland hér á norðurslóðum. Gísli segir það slæmt að hafa misst Svía upp fyrir okkur. Þeir virðist markvisst beina sínu markaðs- starfi gegn Íslandi og hafi feng- ið til sín stórfyrirtæki á sviði upplýsingatækninnar, t.d. Facebook sem hafi vandlega skoðað möguleika á Íslandi. Kemur ekki mjög á óvart GAGNAVERSFJÁRFESTIR Gísli Hjálmtýsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.