Morgunblaðið - 07.06.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.06.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Í ufsa er lagt til að aflamark verði 57 þúsund tonn og er það aukning um átta þúsund tonn frá þessu fiskveiðiári. Talið er að bæði hrygning- arstofn og viðmiðunarstofn séu nálægt með- altali. Um gullkarfa segir Jóhann að sá stofn sé að styrkjast, m.a. vegna þess að nokkrir árgangar séu að koma inn í veiðina af meiri styrk heldur en reiknað var með. Lagt er til að aflamark verði lækkað í blá- löngu, keilu og humri, en þar er þörf á meiri ný- liðun. Gerð verður tillaga um aflamark í hrogn- kelsi eftir marsrallið á næsta ári. Bergmálsmælingar verða gerðar á úthafskarfa í júlí, en ICES gerir tillögur um aflamark í haust. Hlýsjávarástand á Íslandsmiðum Engin merki eru um að hlýsjávarástand á Ís- landsmiðum sem ríkt hefur í rúman áratug sé á undanhaldi. Það hafi án efa haft áhrif á vaxandi makrílgöngur síðustu ár. „Árin 2011 og 2012 voru hlýsjávaráhrifin óvenju mikil vestur fyrir landið og endurspegl- uðu makrílgöngurnar vel þetta ástand,“ segir í formálanum. Aukning í mörgum tegundum  Þorskafli gæti farið í 250 þúsund tonn 2017  Aukning í íslensku sumargotssíldinni þrátt fyrir sýk- ingu og dauða í Kolgrafafirði  Mikil óvissa um loðnuveiðar næsta vetur  Hlýsjávarástand við landið BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það verður að segjast eins og er að þessi skýrsla færir okkur jákvæð tíðindi. Í ráðgjöf- inni er aukning í þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og löngu sem eru flestar af mikilvægustu botn- fisktegundum okkar. Þetta mjakast upp á við ár eftir ár og er í samræmi við athuganir okkar, eftirlit og mat,“ sagði Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, er hann fylgdi úr hlaði skýrslu um ástand nytjastofna við Ís- land og ráðgjöf um veiðar á næsta fiskveiðiári. Fleiri tegundir mætti nefna þar sem lögð er til aukning og vekur íslenska sumargotssíldin sérstaka athygli. Þrátt fyrir sýkingu í stofn- inum og að um 50 þúsund tonn drápust í Kol- grafafirði í vetur er lögð til aukning veiða úr 67 þúsund tonnum í 87 þúsund tonn. Um 17% stofnsins eru enn talinn sýkt, fimm árum eftir að sýkingin kom upp. Mikil óvissa er um loðnuveiðar næsta vetrar þar sem lítið hefur fundist af ungloðnu sem á að bera uppi veiðarnar. Jóhann sagði vísbendingar um að veiðistofn á næstu vertíð væri lítill, en aftur yrði farið til rannsókna í haust. Þurfum að vera á varðbergi Aðrir uppsjávarstofnar, þ.e. norsk-íslensk síld, makríll og kolmunni bíða rannsókna og til- lagna á vettvangi Alþjóða hafrannsóknaráðsins í haust. Í fyrra var aflahámark í norsk-íslenskri síld og makríl lækkað og sagði Jóhann að léleg- ir síldarárgangar væru að vaxa upp og allt benti til að síldveiðar myndu minnka enn frekar á allra næstu árum. Hann benti á að á síðustu árum hefði líf- þyngd makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar, sem keppa um fæðu og rými á svæðinu milli Íslands, Noregs og Skotlands á fæðu- göngu að sumarlagi, verið þrefalt meiri en fyrir um þremur áratugum síðan. Hann sagði fulla ástæðu til að menn væru á varðbergi um að þarna gæti orðið breyting á, en þessir stofnar hafa mikla efnahagslega þýðingu fyrir Íslend- inga. Skólabókardæmi „Þetta er nánast skólabókardæmi um það hversu miklum árangri róttæk fiskverndar- aðgerð getur skilað,“ sagði Jóhann þegar hann fjallaði um þorskinn. Lagt er til að aflamark í þorski verði hækkað úr 196 þúsund tonnum í 215 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Hann sagði að markviss stjórnun hefði skilað miklum árangri, en einnig nefndi hann hagstæð skilyrði í sjónum. Líkur eru á að viðmiðunarstofn og afli vaxi eitthvað fram til 2017, en þó minna en á undanförnum árum. Afli gæti stefnt í 250 þús- und tonn árið 2017, en forsenda fyrir áfram- haldandi vexti eru sterkir árgangar. Í formála að ástandsskýrslunni skrifar Jó- hann: „Eins og fram kemur í þessari skýrslu hefur veiðihlutfall þorsks á síðasta áratug lækkað úr 35-40% árið 2000 í um 20% á síðustu árum. Þessi þróun hefur haft í för með sér að árgangar endast betur í stofninum og hann fer nú vaxandi. Viðmiðunarstofninn hefur stækkað um nær 55% á síðustu 6 árum og er nú metinn stærri en hann hefur verið undanfarna þrjá áratugi og hrygningarstofninn er rúmlega tvö- falt stærri en hann var lengst af síðustu áratug- ina. Hlutdeild eldri fisks í afla hefur aukist. Áhrifa þessa gætir í verulega auknum afla á sóknareiningu og meiri hagkvæmni við að ná í úthlutaðar aflaheimildir, sem ber vitni um að ástand stofnsins hafi færst í gott horf.“ Eftir röð slakra árganga árin 2001-2007 eru árgang- ar 2008, 2009 og 2011 metnir vera nálægt lang- tímameðaltali, en árgangur 2010 er talinn vera um 65% af stærð meðalárgangs. Fyrstu mæl- ingar á 2012 árgangi benda til þess að hann sé nokkuð undir meðallagi. Aukning í ýsunni Fyrir næsta ár er ráðgjöfin í ýsu 38 þúsund tonn og er það aukning um tvö þúsund tonn frá aflamarki þessa fiskveiðiárs. Jóhann segir að nauðsyn sé á sterkum árgöngum á næstu árum svo ýsustofninn styrkist. Vegna lélegrar nýlið- unar muni stofnstærð og afli minnka að óbreyttu á komandi árum og geti ýsuaflinn hæglega orðið 20-30 þúsund tonn á ári. Miðað við matið í fyrra sé stofninn þó heldur sterkari en reiknað var með. Árgangar síðustu ára séu heldur sterkari en áætlað var og eldri fiskur í ýsustofninum hafi bætt við sig þyngd, en stórir árgangar vaxi hægar. Tillaga Hafró um hámarksaflamark 2013-14 Þorskur 215 196 195.4 Ýsa 38 32 36 Ufsi 57 49 50 Gullkarfi 52 45 45 Litli karfi 1,5 1,5 - Djúpkarfi 10 10 10 Úthafskarfi - 20 48 (8) Grálúða 20 20 26 (14,7) Skarkoli 6,5 6,5 6,5 Sandkoli 0,5 0,5 0,8 Skrápflúra 0,2 0,2 0,2 Langlúra 1,1 1,1 1,1 Þykkvalúra 1,6 1,4 1,4 Steinbítur 7,5 7,5 8,5 Hlýri 0,9 0,9 - Ísl. sumarg.síld 87 67 64 Norsk-ísl. vorg.síld - 619 619 (90) Loðna 0 570 570 (463) Kolmunni - 643 643 (113) Markríll - 497-542 854 (123) Gulldepla 30 30 - Blálanga 2,4 3,1 - Langa 14 12 11,5 Keila 6,3 6,7 6,4 Gulllax 8 8 - Skötuselur 1,5 1,5 1,8 Hrognkelsi 0,97 4,0 - Humar 1,75 1,9 1,9 Rækja á grunnsl. 0,95 2,35 2,35 Rækja á djúpsl. 5 5 - Hörpudiskur 0 0 0 Kúfskel 31,5 31,5 - Beitukóngur 0,75 0,75 - Hrefna 229 229 229 Langreyður 154 154 154 fiskveiðiárið 2013-14 (þús. tonn) Aflamark og tillaga 2012/2013 til samanburðar Tillaga Tillaga Aflamark 2013-14 2012-13 2012-13 Haust Haust Haust Haust Haust Vor ’14 Morgunblaðið/Kristinn Stjórnun Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, kynnir skýrslu um ástand fiskstofna og ráðgjöf næsta fiskveiðiárs. Í ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar er lagt mat á stærð, vöxt og viðgang 30-40 stofna og tegunda við landið. Skýrslan og veiðiráðgjöfin er stærsti og mikilvægasti hluti starfsemi stofnunarinnar. Flestir starfsmenn stofnunarinnar koma að því ferli á einhvern hátt. Björn Ævarr Steinarsson er sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunar og Þor- steinn Sigurðsson er sviðsstjóri nytjastofnasviðs og jafnframt ritstjóri skýrslunnar. Mat lagt á 30-40 tegundir MIKIÐ VERKEFNI MARGRA STARFSMANNA Með aflareglu í ýsu og ufsa, sem ICES staðfesti í apríl, ákváðu stjórnvöld að miða nýtingu og ráðgjöf fyrir þessar teg- undir næstu fimm árin við aflareglur. Fyrir ufsa útfærist nýtingarstefnan með afla- reglu á sama hátt og í þorski, sem verið hefur notuð frá 1995. Aflaregla fyrir ýsu er hins vegar frábrugðin, þar sem hún tekur tillit til þess að einstaklingsvöxtur ýsu er mun breytilegri en það sem þekkt er með- al flestra annarra nytjastofna. „Formleg mótun nýtingarstefnu og setning aflareglu er lykilþáttur í nýtingar- áætlunum fyrir fiskistofna og við stjórn fiskveiða eins og nú eru gerðar kröfur um á alþjóðavettvangi,“ segir í formála ástandsskýrslunnar. Aflareglur leiða til minni sveiflna á milli ára í samanburði við þær sveiflur sem geta orðið í stofnmati. Þær tryggja því stöðugleika og leiða til há- marksafraksturs til lengri tíma litið. Í markaðslöndum Íslendinga hefur í vax- andi mæli verið horft til þess hvort slíkar nýtingaráætlanir eru fyrir hendi. Fyrir liggja tillögur að aflareglu fyrir gullkarfa, sem nú eru í meðförum ICES. Þá er unnið að gerð aflareglu fyrir íslenska sumargotssíld, loðnu og humar. Minni sveiflur með aflareglu LEIÐA TIL HÁMARKSAFRAKSTURS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.