Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS „Mikilvægt skref í átt að stöðugleika og kaupmáttaraukningu“ Hvetjum félagsmenn til að mæta og kynna sér nýja kjarasamninga VR. Fimmtudaginn 9. janúar Kaupvangi 3b Egilsstöðum kl. 19:30 Mánudaginn 13. janúar Strandvegi 54 Vestmannaeyjum kl. 12:00 Þriðjudaginn14. janúar Hilton Nordica Hótel Reykjavík kl. 19:30 Kjarasamningar VR 2014 Formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, kynnir innihald nýrra kjarasamninga á eftirtöldum stöðum: Sýnum samstöðu og ábyrgð. Sjávarorka ehf. heldur áfram rann- sóknum til undirbúnings sjávar- fallavirkjun í innanverðum Breiða- firði. Gerðar voru mælingar á straumum á liðnu sumri og verður því haldið áfram næsta sumar. Sigurjón Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjávarorku, segir að rann- sóknirnar miði að því að velja heppilegan stað til að virkja. Stefnt hefur verið að því að setja upp litla tilraunavirkjun á næstu árum en Sigurjón segir að framhaldið ráðist af þeim niðurstöðum þeirra vís- indarannsókna sem fyrirtækið stundar. Landsvirkjun er stærsti hluthafinn í Sjávarorku ásamt RA- RIK og Skipavík í Stykkishólmi. Sigurjón segir að þátttaka Lands- virkjunar hafi eflt fyrirtæki enda hafi Landsvirkjun yfir að ráða fólki með sérþekkingu og tækjabúnaði. Ekkert fyrirtæki sótti um mat á sjávarfallavirkjun þegar auglýst var eftir virkjanakostum vegna væntanlegrar vinnu verkefnis- stjórnar að þriðja áfanga ramma- áætlunar. Sigurjón segir ekki tíma- bært að tilkynna virkjun, fyrst þurfi að rannsaka virkjanakostinn betur. helgi@mbl.is Rannsókn- um haldið áfram  Ekki tímabært að meta sjávarfallavirkjun Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Bjórframleiðendur þurfa að farga þeim jólabjór sem ekki selst áður en sölutímabili jólabjórs lýkur. ÁTVR setur reglur um sölutímabilið. „Birgjar taka til baka það sem er óselt af jólabjór,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. „Tímabilið kláraðist í fyrra- dag, en það var lítið magn sem ekki seldist. Agnes Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar, sem framleiðir Kalda, segir reglur um sölutímabil jólabjórs valda því að framleiðendur þurfi að passa að framleiða ekki meiri bjór en selst á tímabilinu. Skrúfstykki á framleiðendur „Bjórinn seldist að vísu allur hjá okkur, en ef eitthvað væri eftir þyrfti að urða hann hjá Efna- móttökunni,“ segir Agnes. „Þetta er gert til að fá áfengisgjaldið til baka,“ en það er um 100 krónur á hverja flösku. „Til þess er leikurinn gerður. Þetta er ástæðan fyrir því að jóla- bjór selst oft upp, það er svo mikið í húfi fyrir framleiðandann að hafa þetta rétt. Svo er dýrt að urða hverja flösku, það kostar 10 krónur. Það mætti ekki einu sinni gefa bjór- inn og fella niður áfengisgjaldið,“ segir Agnes. Farga óseldum jólabjór Morgunblaðið/Ómar Jólabjór Framleiðendur mega vara sig að framleiða ekki of mikið af bjór.  Farga jólabjórnum til að fá áfengisgjöldin til baka Enn er unnið að frumrannsóknum og forathugun á virkjun í efsta hluta Stóru-Laxár í Hreppum. Lands- virkjun fékk á árinu 2012 leyfi til að rannsaka virkjunarkostinn. Landsvirkjun tilkynnti Stóru- Laxá sem mögulegan virkjanakost vegna vinnu verkefnisstjórnar að þriðja áfanga rammaáætlunar. Samkvæmt upplýsingum Lands- virkjunar beinast rannsóknirnar að vatnamælingum og mælingum á rennsli og að því að afla kortagagna. Þá hafa fyrstu vettvangsrannsóknir verið gerðar á jarðfræði svæðisins og unnið að útfærslu á mögulegri virkjun. Reiknað er með að for- athugun ljúki í apríl næstkomandi. helgi@mbl.is Forathugun Stóru-Laxár lýkur í apríl Morgunblaðið/Einar Falur Laxárgljúfur Gagnrýnendur óttast áhrif virkjunar á laxveiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.