Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Jonsson & Roth er heiti bókar sem fjallar um „Rafrækjuverkstæði Davíðs Þórs Jónssonar & Odds Roth“; gjörninga sem framkvæmdir voru af þeim félögum og aðstoðarfólki þeirra á Seyðisfirði og í Mosfellsbæ síðustu tvö sum- ur. Bókin er gefin út af Roth verlag, í Reykjavík og Basel. Að sögn Godds, Guð- mundar Odds Magnússonar prófessors, sem er höfundur ljósmyndanna sem prýða bókina auk þess sem hann hannaði hana og skrifaði textann, kom bókin fyrst út í tengslum við sýningar á meginlandi Evrópu á verkum afa og föður Odds, þeirra Dieters og Björns Roth. Bókin skrásetur gjörninga félaganna sem snúast um smíði skúlptúra, farartæki og tónlist, og eru hinar fjöl- mörgu ljósmyndir svarthvítar og skrásetja gjörningana sem fram- kvæmdir eru undir yfirskriftinni „create - destroy“. Bók um verkefni Odds og Davíðs Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Fyrir mér er þetta svolítil þerapíup- lata. Með því að búa til texta tekst mér að ná út tilfinningum sem ég næ ekki út með öðrum hætti,“ segir Sveinn Guðmundsson sem nýverið gaf út frumraun sína í tónlist, plötuna fyrir herra spock, macgyver og mig. „Þetta er svona rólyndis, þægileg gít- artónlist með ís- lenska texta,“ segir Sveinn. Hann semur bæði texta og lög sjálfur. „Ég spila svo á kassagítar, smá bassa og melódíku og Magnús Leifur Sveinsson, félagi minn og forsprakkinn í hljómsveitinn Úlpu, spilar á hljómborð, bassa, síló- fón og ýmislegt annað.“ Félagi Sveins, Kristján Hafsteinsson, leikur á kontrabassa í þremur lögum. Sveinn segist hafa verið virkur í bíl- skúrsböndum í Hafnarfirði, heimabæ sínum, á sínum yngri árum auk þess sem hann hefur verið í karlakór. Byrjaði í fjölskylduafmæli Samstarf þeirra Magnúsar kvikn- aði í fjölskylduafmæli. „Ég hafði allt- af bara samið texta og geymt þá ofan í skúffu. Svo var ég beðinn um að spila eitt lag í fjölskylduafmæli. Magnús var viðstaddur en hann var á þeim tíma í hljóðupptökunámi og vantaði lokaverkefni. Hann spurði mig hvort ég ætti fleiri lög og bað mig um að kíkja í stúdíóið sitt. Ég spilaði 12 lög inn á teip, hann skilaði inn verkefninu og fékk fína einkunn. Í kjölfarið ákváðum við að halda áfram, bæta hljóðfærum við og lyft- um tónlistinni upp af þeim grunni sem við höfðum búið til. Þetta var lít- ill snjóbolti sem fór að rúlla og allt í einu var ég kominn með 11 tilbúin lög.“ Sveinn hefur sjálfur séð um að gefa plötuna út. „Ég hef séð bæði um útgáfu og dreifingu. Stundum hef ég rekið mig á veggi en þá þarf ég bara að finna leið yfir hindrunina,“ segir Sveinn. Titill plötunnar er afar at- hyglisverður enda er þar vísað í frægar hetjur. Aðspurður segir Sveinn plötuheitið hafa persónulega þýðingu fyrir sig. „Herra Spock er persóna úr Star Trek sem hefur allt- af stjórn á hugsunum og lætur ekki tilfinningar hlaupa með sig í gönur. Hann er ein af hetjunum mínum og lagið ½ vúlkani fjallar einmitt um að mig langar til að líkjast honum.“ MacGyver er önnur hetja sem Sveinn hefur alltaf verið hrifinn af. MacGyver var þekktastur fyrir það að geta með hugviti sínu komist klakklaust út úr öllum ófærum sem hann lenti í. Titill plötunnar ber einn- ig keim af einni af uppáhalds- hljómsveitum Sveins, Jethro Tull. Hljómsveitin breska gaf út lagið For Michael Collins, Jeffrey and Me. Sveinn segist hafa heillast af þessum lagatitli. „Svolítil þerapíuplata“  Fyrir herra spock, macgyver og mig er fyrsta sólóplata Sveins Guðmundssonar  Vísað í hetjur í plötutitli Úr skúffunni „Ég hafði alltaf bara samið texta og geymt þá ofan í skúffu,“ segir Sveinn. Hann lék eitt lag í fjöl- skylduafmæli og vinur hans sem var í hljóðupptökunámi var þar staddur, fékk Svein í hljóðver og úr varð plata. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og fram- leiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Lau 25/1 kl. 19:30 aukas. Fös 7/2 kl. 19:30 71.sýn. Sun 19/1 kl. 19:30 aukas. Fim 30/1 kl. 19:30 Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn. Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Fös 31/1 kl. 19:30 69.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Fim 6/2 kl. 19:30 70.sýn. Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. Þingkonurnar (Stóra sviðið) Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 17/1 kl. 19:30 Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 16/1 kl. 19:30 Fös 24/1 kl. 19:30 Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Sun 9/2 kl. 13:00 Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Sun 2/2 kl. 13:00 Sun 16/2 kl. 13:00 Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Pollock? (Kassinn) Fös 10/1 kl. 19:30 Lau 18/1 kl. 19:30 Lau 1/2 kl. 19:30 Sun 12/1 kl. 19:30 Fös 31/1 kl. 19:30 Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýningar komnar í sölu! Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 18/1 kl. 13:30 Sun 26/1 kl. 16:00 Sun 9/2 kl. 16:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Sun 2/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Sveinsstykki (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 19:30 Aukas. Aukasýning í janúar. Ekki missa af Arnari Jónssyni í þessum einstaka einleik. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Refurinn – síðustu sýningar Mary Poppins (Stóra sviðið) Sun 12/1 kl. 13:00 Fös 24/1 kl. 19:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Fös 17/1 kl. 19:00 Lau 25/1 kl. 13:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Lau 18/1 kl. 13:00 Sun 26/1 kl. 13:00 Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Sun 19/1 kl. 13:00 Fim 30/1 kl. 19:00 Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Mið 22/1 kl. 19:00 aukas Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Gamla bíó) Fös 10/1 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Lau 18/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00 Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda. Síðustu sýningar! Hamlet (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 fors Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Lau 11/1 kl. 20:00 frums Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Mið 5/2 kl. 20:00 aukas Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Refurinn (Litla sviðið) Mið 8/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt. Síðustu sýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.