Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 32

Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Við systurnar eigum margar líflegar og hlýjar minningar frá æskustundum okkar hjá þér og ömmu á Ísó. Þú tókst alltaf á móti okkur með opnum örmum og varst vægast sagt einn sá besti og ástríkasti afi sem maður gæti hugsað sér. Þú kenndir okkur mjög snemma að sitja á hesti, að vinna alvöru vinnu hjá Íshúsfélag- inu og að tína ánamaðka á rigning- arkvöldum sem við notuðum svo til að veiða silunga og laxa í Laug- ardalnum. Þú varst ótrúlega þol- inmóður gagnvart öllum þessum smástelpum sem fæddust inní fjölskylduna og á hverju ári brost- irðu út að eyrum þegar þú horfðir á hið árlega klukkutíma langa dansprógramm barnabarnanna. Við systurnar verðum ævinlega þakklátar fyrir að hafa fengið að eyða góðri helgi með þér í maí þegar fjölskyldan hittist öll til að fagna áttræðisafmælinu þínu. Það er erfitt að átta sig á því að þú haf- ir verið tekinn svo snögglega frá okkur og við söknum þín sárt. Við elskum þig, elsku besti afi okkar, meira en orð geta lýst. Íris og Sara. Elsku afi minn. Við áttum alltaf sérstakt og innilegt samband, ég og þú. Frá upphafi leyfði ég þér aldrei að þrjóskast við og reyna að vera stóri, mikli maðurinn sem sýndi bara tilfinningar sínar í ein- rúmi, og þú leyfðir mér aldrei að þrjóskast við og þykjast vita eitt- Jón Kristmannsson ✝ Jón Krist-mannsson, fv. verkstjóri, fæddist á Ísafirði 12. maí 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 22. desember 2013. Útför Jóns fór fram frá Ísa- fjarðarkirkju 4. janúar 2013. hvað betur en þú. Fyrir vikið lærðum við bæði mikið hvort af öðru og úr varð sér- stakt samband byggt á ást, kímni, virðingu, trausti og trú hvors á annað. Fyrir mér var ekkert sem þú gast ekki gert og ég hafði óbilandi trú á að þú yrðir alltaf til staðar og öruggt skjól að leita til. Og á móti kom að þú hafðir alltaf trú á mér, þrátt fyrir margar hindranir, og stundum langar leið- ir á áfangastað, efaðist þú aldrei um að ég myndi spjara mig og lést mig ávallt finna það hversu stoltur þú værir af mér. Við áttum mikið og margt sam- eiginlegt og gátum talað saman klukkustundum saman um allt milli himins og jarðar. Það voru ófá samtölin sem við áttum um ferðalög og áttum við bæði þann draum sameiginlegan að heim- sækja Írland og skosku hálöndin. Þrátt fyrir að hafa ferðast um all- an heiminn voru þetta tveir staðir sem þú náðir aldrei að heimsækja og þangað skyldi því ferð okkar tveggja heitið. Þú tókst af mér lof- orð fyrir örfáum vikum síðan um að ég skyldi fara með þér til Ír- lands og Skotlands árið 2014 ef allt myndi ganga upp og aðstæður leyfðu. Þú taldir best að við mynd- um fara 27. júlí og þar með var það staðfest: við vorum að fara í draumaferðina okkar. Þú hélst samt að þetta væru draumórar og að þegar að ferðinni kæmi kæmir þú ekki með mér, en þar hafðir þú rangt fyrir þér, elsku afi minn. Ferðin mun standa, og þú munt koma með, því að þegar ég stíg frá borði á Írlandi og fer um skosku hálöndin þann 27. júlí verður þú þar með mér í hjartanu hvert fót- mál sem ég fer og hver einasta upplifun verður þín líka. Þú manst hvað ég sagði þér þegar ég kvaddi þig, elsku afi minn, og þú manst hvernig okkar kveðjustund lauk. Við sögðumst hvorugt vilja sleppa takinu og úr varð að hvorugt okkar þurfti þess í raun, því að hönd þín mun ávallt leiða mig í gegnum lífið og ástin, umhyggjan og minning- arnar sem við deildum eru ekki mæld í því hversu fast við héldum hvort í annað heldur því taki sem þau höfðu á hjörtum okkar. Ég ætla því enn ekki að sleppa takinu, afi minn, því ég og þú eigum enn helling eftir ógert og marga drauma að elta og byrjum við á Ír- landi. Þú verður alltaf partur af mér og munt eiga þinn heiðurssess í hjarta mér alla tíð, á öllum mín- um ferðalögum og ævintýrum. Ég veit hvar við hittumst næst, afi minn, og þú veist það líka. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir nær- veru þína, ást, stuðning og visku alla daga lífs míns. Ég elska þig og virði meira en orð fá nokkru sinni tjáð og mun sakna þíns sterka, örugga faðmlags, hláturs og radd- ar alla daga lífs míns þar til ég fæ að faðma þig næst. Þar til þá höf- um við stórt og mikið ferðalag að plana: bara ég og þú og draum- urinn okkar um Írland. Takk fyrir að vera afi minn, vinur og kennari í skóla lífsins. Ég elska þig. Þín Thelma. Það er ótrúlegt hvað hlutirnir geta breyst á augabragði, afi var alltaf svo hress og kátur en lífið er víst bara svona, við lifum og við deyjum. Við systur eigum margar góðar minningar með þessum frábæra og skemmtilega manni og þótti okkur heiður að geta kallað hann afa. Við munum hugsa til hans á hverjum degi og vitum að hann mun fylgjast með okkur og gæta, hann mun hjálpa okkur að láta ömmu líða vel. Minning hans mun ávallt eiga öruggan stað í hjörtum okkar, við viljum þakka afa fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Guð geymi þig og hvíldu í friði, elsku afi okkar. Þínar afastelpur. Aldís Huld, Hafdís Bára og Brynja Dís Höskuldsdætur. Elsku afi minn, mér þykir skrít- in tilhugsun að eiga ekki eftir að geta sest við hliðina á þér aftur og að þú takir utan um mig með þín- um stóru og hlýlegu höndum. Ég var vön því að þú klappaðir á axlir mínar og spyrðir mig: „Hvað er að frétta?“ Það verður erfitt að sjá þig ekki standa við vaskinn í eld- húsinu og gera teygjurnar þínar, horfandi yfir Pollinn eða sitja klof- vega á eldhússtólnum með volga mjólk í könnu. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú varst mín helsta og mesta fyrir- mynd, svo traustur og stóðst alltaf fast á þínu en svo lúmskur húm- oristi inn á milli. Þú varst mikill fjölskyldukarl og öll ferðalögin sem við fórum með ykkur ömmu, við barnabörnin, allar minning- arnar úr Hestfirði, stundirnar inni í hesthúsi, vinnan í Íshúsfélaginu, sunnudagskaffið, afmælið þitt í sumar inni í Heydal, öll jólin og áramótin. Svona get ég lengi talið, þessar minningar eru mér ómet- anlegar og ég mun alltaf geyma þær á góðum stað. Ég man alltaf þegar þú sagðir mér að taka ákveðið í höndina á fólki því það sýndi að maður hefði áhuga á að kynnast því, „engan aumingja- skap“ sagðir þú. Þú þoldir ekkert væl og ef við rispuðum okkur eitt- hvað og fórum að skæla þá var sagt „uss þetta er smá skeina, hættu þessu væli, þetta grær áður en þú giftir þig“. Yndislegur varstu og ég skrifa þetta með bros á vör og tár í augum. Á eftir að sakna þín mikið, elsku afi minn. Sé þig seinna. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Þín, Helga Guðrún. Þegar Jonni Kristmanns er kvaddur hinsta sinni sækja marg- ar minningar á hugann. Að hafa fæðst og alist upp á Ísafirði eru forréttindi, sem menn skilja æ betur þegar aldurinn færist yfir. Jonni er í huga mér einn þessara sönnu Ísafjarðarsona. Fjallmynd- arlegur, kröftugur, ákveðinn, skoðanafastur en skoðunum sín- um hélt hann fyrir sig. Hvort held- ur hann var klæddur lögreglubún- ingi, Harðarpeysu eða á söngpöllunum tók maður alltaf eft- ir honum. Ég eins og svo margir Ísfirðingar, sem fæddir eru eftir miðja tuttugustu öldina, á Jonna mikið upp að inna. Það voru gæfu- spor sem ég tók í maílok 1965, lág- ur í lofti og uppburðarlítill, er ég bankaði á dyr verkstjóra Íshús- félags Ísfirðinga og bað um sum- arvinnu. Íshúsfélag Ísfirðinga var í þann tíð einn af fjölmennari vinnustöðum á Ísafirði, en Jonni var þar yfirverkstjóri lungann úr sinni starfsævi. Mér varð að ósk minni, ég fékk sumarvinnu, ekki bara eitt sumar heldur fimm. Það var góður og mótandi tími fyrir unglinga að vinna undir stjórn Jonna, sem leið ekki slór eða slæp- ingshátt. Hann gerði kröfur til okkar um að sinna því sem okkur var falið, hann sagði manni óragur til syndanna, en hrósaði jafnframt þegar vel var unnið. Mér er næst að halda að Jonna hafi vaxið fátt í augum, hann var kappsamur, var- færinn, úrræðagóður og umfram allt ekki ákvarðanafælinn. Fimm sumra skóli hefur verið mér gott veganesti sem ég vil nú við leið- arlok þakka fyrir. Huldu og dætr- um, tengdasonum, niðjum og ætt- ingjum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Þorsteinn Jóhannesson. Í dag er til moldar borinn mæt- ur Ísfirðingur sem var einn af máttarstólpum ísfirsks körfu- knattleiks um árabil. Jón Krist- mannsson tók við formennsku í stjórn Körfuknattleiksfélags Ísa- fjarðar árið 1994 og sinnti því starfi með miklum sóma í áratug, lengst allra formanna félagsins. Undir hans stjórn náði félagið að vinna sig upp í efstu deild og skip- aði sér þannig á bekk með bestu liðum landsins. Með Jonna í brúnni komst KFÍ alla leið í úrslit bikarkeppni KKÍ árið 1998 og náði þriðja sætinu í úrvalsdeildinni það árið. Jonni fylgdi liðinu sínu vel eftir og ávann sér virðingu í heimi körf- unnar langt út fyrir raðir KFÍ. Hann stóð með félaginu í gegnum súrt og sætt gegnheill og traustur. Menn minnast stjórnarfundanna heima í stofu hjá Jonna og Huldu á Seljalandsvegi 36 þar sem alltaf var nýbakað með kaffinu. Hann lá ekki á skoðunum sínum ef hann taldi að hægt væri að gera betur enda mikill keppnismaður í íþrótt- um frá gamalli tíð og líkaði illa að tapa. Handtakið var þétt og sterkt og þegar ákvörðun lá fyrir varð henni ekki hnikað. Jonni var sem klettur í starfi félagsins, hann hugsaði vel um sína og væru leik- menn eða stjórnarmenn í vanda var leitað til Jonna sem oftar en ekki leysti úr málum. Þótt Jonni léti af störfum for- manns árið 2004 var hann aldrei langt undan í starfinu enda studdi hann félagið í hvívetna fram á síð- asta dag. Hann átti sinn fasta stað á Jakanum, heimavelli KFÍ, og lét sig helst ekki vanta á leiki. Hann vatt sér gjarnan að undirrituðum í hálfleik, fékk fréttir af starfinu og því sem var í vændum og lét æv- inlega fylgja með hvatningu og heilræði. Hann brýndi okkur til góðra verka á jákvæðan og upp- byggilegan hátt og fyrir það verð- um við ávallt þakklát. Jón Krist- mannsson var sæmdur bæði silfur- og gullmerki Héraðssambands Vestfirðinga fyrir framlag sitt til íþróttalífs á Ísafirði, einkum dug- mikið starf í þágu körfunnar. Jonna Kristmanns verður sárt saknað af vinum og samferðafólki á Ísafirði en mestur er missirinn fyrir fjölskyldu hans og ástvini. Hugur okkar er hjá þeim á þessum þungbæru tímamótum en fjöl- skyldan hans Jonna er stór þáttur í starfi félagsins. Áhuginn á körf- unni smitaðist til barna og barna- barna og dæturnar og tengdasyn- irnir hafa verið stoð og stytta í starfi félagsins til margra ára. Við vottum Huldu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð um leið og við þökkum samfylgdina við einstakan mann. Minningin um Jonna verður okkur hvatning í starfi um ókomin ár. Með hinstu kveðju fyrir hönd okkar allra í Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar, Sævar Óskarsson, formaður stjórnar KFÍ. Elsku amma Berta. Það sem við systkinin vorum heppin að eiga þig að sem ömmu. Af Rauða- læknum eigum við yndislegar minningar með þér og afa og fyrir þær erum við afar þakklát. Í minningunni er eins og það hafi alltaf verið sól á Rauðalæknum, og þú og afi sitjandi úti á svölunum að sóla ykkur, nýkomin úr sundi. Svo brún og frískleg, með blik í augum leist þú ekki út fyrir að vera eldri en sextíu ára. Og hvað það var gott að koma og gista hjá afa Dúdda og ömmu Bertu. Berta litla upp í hjá ykkur og púsarnir í skúffurúminu í aukaherberginu. Svo hlýjar minningar, fullar vænt- umþykju, verma manni um hjartarætur nú þegar þú ert farin. Þú varst alveg ekta amma, en samt alltaf svo hress og ung í anda. Fórst lengi vel á hverjum degi í sund með afa, alltaf svo glæsileg og vel til höfð. Það var stutt í húmorinn og þú hlóst að sjónvarpsþáttunum Fóstbræðr- um, það gera sko ekki allar ömm- ur. Það var þetta passlega kæru- Berta Guðrún Engilbertsdóttir ✝ Berta GuðrúnEngilberts- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. apríl 1926. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 23. desem- ber 2013 og fór út- förin fram frá Fossvogskirkju 7. janúar 2014. leysi og ekki verið að taka lífinu of hátíðlega. Eiginleiki sem fáir hafa en sem við krakkarnir þekkjum svo vel frá þér og mömmu okkar sem blessunarlega erfði hann frá þér.Þú og afi voruð gott teymi. Það þýddi ekkert að sitja bara heima þótt aldur- inn væri farinn að fær- ast yfir. Það var farið á leiksýningar og tónleika og fleira í þeim dúr eins lengi og heilsan leyfði. Svo ekki sé talað um ferða- lögin. Annar eins kraftur og lífs- gleði eru vandfundin. Þó að það sé orðið langt síðan þú þekktir okkur munum við ljóslifandi hvernig það var að koma til ömmu, faðma hana og kyssa og fá líka koss til baka. Það er erfitt að koma orðum að gömlum minningum og hvernig það var að vera með þér fyrir all- löngu síðan. Tilhugsunin um þig vekur bara upp góðar tilfinningar og á sama tíma skynjum við vænt- umþykju þína í okkar garð. Hvernig þú tókst lífinu ekki of al- varlega, af temmilegri léttúð og hugsaðir vel um sjálfa þig og lifðir lífinu til fulls var aðdáunarvert. Elsku amma okkar, þú varst ekki bara yndisleg manneskja og amma heldur varstu, og ertu okk- ur líka fyrirmynd út allt lífið. Við kveðjum þá ömmu sem við þekkt- um svo vel með trega og söknuði og vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Þín barnabörn, Dagur, Unnar og Berta. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR PÉTURSDÓTTUR. Helgi H. Jónsson, Pétur Már Jónsson, Hugrún Jónsdóttir, Sturla Jónsson, Helga Harðardóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Kærar þakkir fyrir stuðning og samúð vegna fráfalls og útfarar móður okkar, ÁSTU INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Erna M. Sveinbjarnardóttir, Jón S. Garðarsson, Sigurlín Sveinbjarnardóttir. ✝ Útför systur minnar, JÓHÖNNU SIGURBJARGAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Nönnu, áður Fellsmúla 2, fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna, Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, KRISTÍN I. EGGERTSDÓTTIR, Bröndukvísl 19, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni 30. desember, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 10. janúar kl. 11. Óskar Magnússon, Anna Huld Óskarsdóttir, Magnús Óskarsson, Eggert Skúlason, Hafþór Eggertsson. Mig langar að minnast Heið- rúnar Friðriksdóttur. Heiðrún var ein af hefðarkonunum mínum, The Ladies, en það kalla ég kon- urnar sem komu til mín á haust- dögum 2006 til að læra ensku og hafa haldið hópinn allar götur síð- an. Heiðrún var sönn hefðarkona, fáguð og fín. Af henni stafaði heið- ríkja sem lýsti upp hvar sem hún kom. Heiðrún var umhyggjusöm, örlát og skemmtileg. Umhyggju- söm því hún hugsaði af natni um Heiðrún Friðriksdóttir ✝ Heiðrún Frið-riksdóttir fæddist á Sauð- árkróki 22. nóv- ember 1949. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni Sauðárkróki 22. desember 2013. Útför Heiðrúnar fór fram frá Sauð- árkrókskirkju 2. janúar 2014. það sem henni var hjartfólgið; menn og málleysingjar nutu elsku hennar. Örlát því hún gaf óspart af sér og krafðist einskis. Skemmtileg því hún bjó yfir einstakri frásagn- ar- og kímnigáfu sem naut sín hvort heldur hún mælti á móðurmál- inu sem henni var kært eða tungumálinu sem hún nam af áhuga, enskunni. Sög- ur hennar, lifandi og skemmtileg- ar, lifa áfram í minningunni um hana. Það var bæði gæfa og for- réttindi að kynnast Heiðrúnu. Um leið og ég ber henni hinstu kveðju á ferð hennar heim á lendur sum- arlandsins þakka ég henni um- hyggjuna, örlætið og gleðina. Drottinn blessi minningu Heið- rúnar Friðriksdóttur, hafi hún þökk fyrir allt. Þorgerður Ásdís Jóhanns- dóttir, enskukennari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.