Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 35
málsmeðferðina. Það er t.d. mikið áhyggjuefni að hér er fjöldi flótta- manna fangelsaður fyrir að fram- vísa fölsuðum skilríkjum. Oft er það þó augljóslega þeirra eina leið til að flýja ofsóknir og jafnvel halda lífi. Hingað hafa komið hópar flótta- fólks í boði stjórnvalda frá 1956, svokallaðir kvótaflóttamenn. Það starf hefur tekist mjög vel og við hjá Rauða krossinum bindum vonir við að það verði fyrirmynd ann- arrar flóttamannaaðstoðar hér á landi.“ – En Rauði krossinn sinnir fleiri verkefnum en flóttamannaaðstoð? „Við sinnum margvíslegu hjálp- arstarfi innanlands sem utan, t.d. mjög mikilvægu langtímahjálp- arstarfi í Afríku. En við sinnum einnig neyðaraðstoð í kjölfar ham- fara líkt og á Filippseyjum. Við sendum bæði fjármagn og sendi- fulltrúa með sérfræðiþekkingu. Markmiðið er þó alltaf að hjálpa til sjálfshjálpar, byggja upp þekkingu heimamanna og gera þannig verk- efni sjálfbær.“ Lagðist í ferðalög 18 ára – Má ekki gera ráð fyrir að áhugamálin tengist starfinu þínu? „Jú. Ég fékk ferðabakteríuna 18 ára er ég fór mánaðar lestarferð um Evrópu. Við Anna Karen höf- um síðan ferðast talsvert til fram- andi landa. Þannig upplifir maður hvað við jarðarbúar erum í raun- inni hvert öðru lík þótt við séum alin upp í ólíkum menningar- samfélögum. Það er erfitt að taka einn stað fram yfir annan en það var mjög eftirminnilegt að koma til Na- gorno-Karabakh og til Mongólíu, Sýrlands og Írans. Afríkuríki sem ég hef komið til eru líka í uppá- haldi. Fallegasta land sem ég hef kom- ið til er líklega austurströnd Grænlands, en skemmtilegasta ferðin var gönguferð um Jak- obsveginn á Spáni haustið 2011 þar sem við Anna Karen gengum 150 km á tæpri viku með son okkar, Óla Stein, sem þá var 10 mánaða. Síðan eru ferðalög innanlands vaxandi áhugamál. En börnin okk- ar Önnu Karenar eru þó skemmti- legasta áhugamálið. Fjölskylda Sambýliskona Atla er Anna Kar- en Friðfinnsdóttir, f. 24.10. 1974, tölvunarfræðingur. Foreldrar hennar: Hjördís Torfadóttir, f. 23.1. 1943, hjúkrunarfræðingur, og Friðfinnur Kristjánsson, f. 26.6. 1942, d. 27.12. 2008, blómaskreyt- ingamaður. Börn Atla og Önnu Karenar eru Óli Steinn Thorstensen, f. 29.11. 2010, leikskólanemi með meiru, og Eydís Anna Thorstensen, f. 8.2. 2013, heimaleikandi. Systkini Atla eru Bryndís Guð- jónsdóttir, f. 25.5. 1968, húsfreyja í Mosfellsbæ; Hilda Björg Þorgeirs- dóttir, f. 6.11. 1973, skipulagsfræð- ingur í Hafnarfirði; Andri Már Thorstensen, f. 3.6. 1979, tölvunar- fræðingur og maraþonhlaupari í Reykjavík. Foreldrar Atla eru Óli Viðar Thorstensen, f. 24.4. 1948, raf- eindavirki í Reykjavík, og Anna Laxdal Agnarsdóttir, f. 13.7. 1946, starfsmaður á Vistheimili barna. Úr frændgarði Atla Viðars Thorstensen Atli Viðar Thorstensen Magnús Einar Jóhannesson læknir á Hofsósi Rannveig Tómasdóttir húsfr. á Hofsósi Agnar Magnússon verslunarm. í Rvík Anna Guðný Laxdal húsfr. í Rvík Anna Laxdal Agnarsdóttir starfsmaður á Vistheimili barna Jóhannes Laxdal Helgason hreppstjóri í Tungu á Svalbarðsströnd Helga Níelsdóttir Laxdal húsfr. í Tungu á Svalbarðsströnd Kristjana Rósa Þorsteinsdóttir húsfr. í Öxnadal, síðar Akureyri Svanlaugur Jónasson b. í Öxnadal, síðar verkstj. á Akureyri Hulda Klara Svanlaugsdóttir hjúkrunarfr. í Rvík Vilmar Herbert Thorstensen verkam. í Rvík Óli Viðar Thorstensen rafvirki í Rvík Anine Brenstine Thorstensen foringi í Hjálpræðishernum Ole Thorstensen skósmíðam. í Rvík Í útreiðartúr Atli og Anna Karen í Gobi-eyðimörkinni í Mongólíu. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Guðrún Lárusdóttir, skáld ogalþm., fæddist á Valþjófsdalí Fljótsdal 8.1. 1880. Hún var dóttir Lárusar Halldórssonar, pró- fasts og alþm. á Valþjófsdal, og k.h., Kirstínar Katrínar Guðjohnsen hús- freyju. Lárus var sonur Halldórs, pró- fasts og alþm. á Hofi í Vopnafirði Jónssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Sveins Björnssonar forseta. Kirstín Katrín var systir Þórðar Guðjohnsen á Húsavík, afa raf- magnsveitustjóranna Aðalsteins Guðjohnsen og Jakobs Guðjohnsen. Systir Kirstínar var Marta Guðjohn- sen, móðir Eufemíu Waage leik- konu, móður Indriða Waage leikara, og móðir Einars Viðar söngvara, föður Jórunnar Viðar tónskálds. Önnur systir Kirstínar var Kristjana Guðjohnsen, móðir Péturs borgar- stjóra og Jóns söngstjóra Halldórs- sona. Þriðja systir Kirstínar var Anna L. Thoroddsen, móðir Emils Thoroddsen tónskálds. Kirstín var dóttir Péturs Guðjohnsens, alþm., dómorganista og kórstjóra í Reykja- vík, og Guðrúnar Sigríðar Knudsen. Eiginmaður Guðrúnar var Sigur- björn Á. Gíslason, prestur, ritstjóri og kennari í Reykjavík, og eignuðust þau tíu börn en þrjú þeirra dóu í barnæsku og tvær dætur þeirra drukknuðu í Tungufljóti, ásamt móður sinni, er bifreið sem fjöl- skyldan hafði farið með í ferðalag rann út í fljótið. Meðal barna Guð- rúnar og Sigurbjörns voru Lárus, minjavörður Reykjavíkurborgar; Halldór Ástvaldur, verslunarmaður í Reykjavík; Gísli, forstjóri hjúkr- unarheimilisins Grundar; Friðrik Baldur, stórkaupmaður í Reykjavík, og Kirstín Lára, kennari í Reykja- vík. Guðrún naut góðrar barna- og unglingamenntunar í heimahúsum. Hún var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1912-18 og varð önnur konan sem var kjörin á þing, þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1930 og til æviloka. Guðrún lést í hinu sviplega slysi sem getið er um hér að framan, hinn 20.8. 1938. Merkir Íslendingar Guðrún Lárusdóttir 100 ára Jónasína Þrúður Kristjánsdóttir 90 ára Ásthildur Magnúsdóttir Hreinn Ólafsson Kristrún Guðjónsdóttir Margrét Kröyer 85 ára Haukur Hafliðason Jón Sigurður Eiríksson 80 ára Einar L. Benediktsson 75 ára Ásta Ólafsdóttir Lilja Þorleifsdóttir Sigurður Sigurðsson 70 ára Einar Óskarsson Guðný Sigríður Þórðardóttir Helgi Sigurlásson Hrafn Steindórsson Jón Sævar Alfonsson Karitas Haraldsdóttir Othar Petersen 60 ára Bjarni Friðrik Bjarnason Halldóra F. Sverrisdóttir Kolbrún Karlsdóttir 50 ára Anna Bjarnadóttir Ása Bjarnadóttir Edda Kristín Reynis Erna Sigurbjörg Traustadóttir Gyða Álfheiður Jósepsdóttir Haukur Þórhallsson Helga Helgadóttir Jafet Egill Gunnarsson Janya Bunjanthai Maríus Helgason Óðinn Þór Hallgrímsson Piotr Wojciech Byzdra Rúnar Berg Aðalbjörnsson Sveinbjörn Eysteinsson Tadeusz Jablonski Vera Heinemane Þórir Örn Grétarsson 40 ára Anna Guðrún Pind Jörgensdóttir Ásta Lilja Björnsdóttir Berglind Bragadóttir Eiður Már Arason Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir Hólmfríður Björnsdóttir Hólmgeir Sigurgeirsson Jón Gauti Jónsson Viðarsson Magnús Oddsson María Huld Pétursdóttir Sveinn Ásgeirsson 30 ára Bjarni Ágústsson Freyr Steinar Gunnlaugsson Guðrún Stella Ágústsdóttir Hallgrímur Ingi Ólafsson Kristján Hagalín Guðjónsson Til hamingju með daginn 30 ára Guðný ólst upp á Höfn, er búsett í Reykja- vík, lék knattspyrnu með KR, er íþróttafræðingur frá HR og stundar nám í mannauðsstjórnun við HÍ. Maki: Aðalsteinn Sverr- isson, f. 1982, íþrótta- fræðingur. Dóttir: Andrea Inga Að- alsteinsdóttir, f. 2013. Foreldrar: Inga Herdís Harðardóttir, f. 1949, og Einar Ingi Jóhannsson, f. 1947. Guðný Guðleif Einarsdóttir 30 ára Ellen ólst upp í Reykjavík, er búsett í Kópavogi, lauk BSc-prófi í hagfræði frá Coastal Kar- oline University og er sérfr. hjá Glitni þrotabúi. Maki: Davíð Þórisson, f. 1983, vörustjóri hjá Skelj- ungi. Dóttir: Lilja María, f. 2012. Foreldrar: Inger María Ágústsdóttir, f. 1958, og Bergsveinn Ólafsson, f. 1960. Ellen M. Berg- sveinsdóttir 30 ára Friðrik ólst upp á Vopnafirði, er þar búsett- ur, lauk sveinsprófi í raf- virkjun og er rafvirki á Vopnafirði. Bræður: Einar Skúli Atla- son, f. 1978, málmsmiður, og Adam Snær Atlason, f. 1990, málmsmiður. Foreldrar: Erla Runólfs- dóttir, f. 1957, verslunar- maður á Vopnafirði, og Atli Jónsson, f. 1955, verksmiðjustjóri á Siglu- firði. Friðrik Óli Atlason Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! HREINSI- OG SMUR- EFNI, GÍROLÍUR, SMUROLÍUR OG RÚÐUVÖKVI FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.