Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 34

Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Ég er í námi núna og er í stuttri heimsókn yfir jólin,“ segirGeorg Kári Hilmarsson, en hann stundar nám í tónsmíðumvið Mills College í Oakland í Kaliforníu. Georg er er mörgum kunnugur sem bassaleikarinn í Sprengju- höllinni sálugu, en í dag spilar hann í hjáverkum með hljómsveitinni Markús & The Diversion Sessions. Fyrsta lagið sem sú sveit gaf út, Ég bisst assökunar, hefur þegar náð miklum vinsældum. „Ég kláraði fyrstu önnina mína í skólanum núna nýlega. Ég fékk góðan skólastyrk tikl að nema þar núna í haust og uni mér vel þarna.“ Georg segir að Markús & The Diversion Sessions séu að leggja lokahönd á upptökur á plötu, sem komi út annaðhvort í vor eða næsta haust. Georg vann samkeppni innan skólans, þar sem hann samdi tónlist fyrir strengjakvartettinn Eclipse. „Kvartettinn samanstendur af fjórum konum sem hafa frekar há- an „kúlstatus“. Þær eru meðal annars aðalstrengjakvartettinn hjá Beck.“ Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Georg, því í sumar kvæntist hann Ernu Halldórsdóttur. „Árið er búið að vera stórkostlegt.“ Í tilefni dagsins ætlar Georg að fagna með vinum sínum og fá sér pulsur. „Það verða kokteilpulsur í forrétt og almennilegar pulsur í aðal- rétt. Pulsur eru mikill uppáhaldsmatur hjá mér. Ég verð með kór- ónu og skreytingar að borða pulsur á afmælinu.“ gunnardofri@mbl.is Georg Kári Hilmarsson er 32 ára í dag Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Brúðhjón Georg og Erna gengu í hjúskap í fyrra. Árið 2013 var við- burðaríkt fyrir Georg, því hann lauk einnig námi á árinu. Borðar pulsur með kórónu á afmælinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Skírnir fæddist 21. mars kl. 6.55. Hann vó 4.140 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Jónína R. Ingimundardóttir og Arnar Björnsson. Nýir borgarar Reykjavík Kristófer Agnar fæddist 16. júlí kl. 13.16. Hann vó 4.240 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Íris Ósk Kristófersdóttir og Sigurður Agnarsson. A tli fæddist í Reykjavík 8.1. 1974 og ólst upp í Breiðholtinu, lengst af í Seljahverfi. Hann var í Seljaskóla, lauk stúd- entsprófi frá FB, BA-prófi í sagn- fræði frá HÍ með stjórnmálafræði sem aukagrein og lauk MA-prófi í mannréttindafræðum frá Univers- ity of Essex 2004. Að loknu stúdentsprófi flutti Atli til Danmerkur þar sem hann vann ýmis störf áður en hann hóf BA- nám. Hann var auk þess Erasmus- nemi á Írlandi einn vetur. Á námsárunum vann Atli m.a. við blaðburð, var persónulegur ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, starfaði hjá ÁTVR, vann við upp- skipun, heimildaöflun og rannsókn- arstörf. Eftir að Atli lauk MA-námi hóf hann fljótlega störf hjá Rauða krossinum, en áður hafði hann unnið með Amnesty á Íslandi og sat í stjórn Íslandsdeildarinnar í nokkur ár. Hann starfaði að mestu við hælis- og flóttamannamálefni fram á síðasta sumar en hefur síð- an sinnt verkefnum Rauða kross Íslands í Afríku. – Þú hefur áður getið þess í fjöl- miðlum að ýmislegt mætti betur fara í málefnum flóttamanna hér á landi: „Já. Tíma málsmeðferðar hælis- umsókna þarf að stytta, hælisleit- endum og stjórnvöldum til hags- bóta. Jafnframt þarf að bæta Atli Viðar Thorstensen, verkefnastj. hjá Rauða krossinum – 40 ára Við hjálparstarf Atli í skólaathvarfi fyrir ung fórnarlömb stríðsátaka í Síerra Leóne þann 13. desember sl. Málsvari mannkynsins Heima í stofu Óli Steinn og Eydís Anna bíða jólanna sl. aðfangadag. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isAuðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25ÁRA 1988-2013 V frá Þýskalandi. Margar gerðir af patch panelum, cat5e tengi o.fl. iftulausir netskiptar TÖLVUR OG NET LAGNAEFNI FYRIR DVB-T2 FYRIR NÝJU STAFRÆNU ÚTSENDINGUNA FRÁ RÚV og gervihnattamóttakari sambyggður í sama tækinu Fáðu yfir 100 fríar stöðvar með gervihnatta- búnaði frá okkur Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.