Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 17

Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 17
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Upplýsingar sem fara á milli fólks á samskiptaforritinu Snapchat eru ekki óhultar fyrir tölvuþrjótum frekar en annað sem fram fer á milli fólks á netinu að mati Sig- urðar Mássonar, sérfræðings í upp- lýsingaöryggi hjá Advania. Tölvuþrjótar komust í síðustu viku yfir notendanöfn og síma- númer á samskiptaforritinu Snapc- hat sem tengjast 4,6 milljónum Bandaríkjamanna og náði lekinn ekki til íslenskra notenda. Til- gangur þrjótanna var eingöngu að vekja athygli á veikleika í kerfinu og beina sjónum stjórnenda Snapc- hat að honum en ekki að misnota upplýsingarnar. „Þeir náðu upplýsingum sem má misnota og hafa gefið það út að þeir muni láta einhverja aðila hafa þær í réttu samhengi. Mögulega til rannsóknaraðila,“ segir Sigurður. Á Snapchat geta notendur sent upplýsingar til vina sinna sem einnig eru tengdir forritinu. Upp- lýsingarnar birtast svo að hámarki í tíu sekúndur en því næst eiga gögnin að eyðast. Í ljós hefur kom- ið að móttakendur gagnanna geta afritað þau hafi þeir vilja til. Spurður hvort hægt sé að nálg- ast gögn sem þegar hafi farið á milli notenda ef tölvuþrjótur hefur næga þekkingu til segir Sigurður erfitt að fullyrða það. Hann er hins vegar ekki tilbúinn til að úti- loka það. „Menn þurfa að vera meðvitaðir um að þær upplýsingar sem þú setur á netið geta lekið með einum eða öðrum hætti. Allar upplýsingar sem fara á milli fólks í gegnum Snapchat lifa á miðlara í einhvern tíma. Þú getur t.a.m. sent upplýsingar á stóran hóp fólks. Þó að slóðin með upplýsing- unum sem send var á þig sé drepin eftir að þú ert búinn að skoða hana lifir hún áfram á miðlaranum þar til allir eru búnir að skoða hana. Væntanlega einnig í ein- hvern tíma á eftir. Á meðan geta tölvuþrjótar nálgast upplýsing- arnar og birt á opinberum vett- vangi.“ Snapchat Upplýsingar geta birst á opinberum vettvangi ef tölvu- þrjótar ná gögnunum. Snapchat ekki óhult fyrir þrjótum Snapchat » Tölvuþrjótar geta haft uppi á upplýsingum sem fara á milli fólks á sam- skiptaforritinu Snapchat. » Sérfræðingur hjá Adv- ania telur að fólk verði að vera með- vitað um hvers kon- ar netsamskipti geta lekið. » Notendanöfn og símanúmer 4,6 milljóna Bandaríkja- manna komust í hendur tölvuþrjóta.  Gögnin geymd um tíma á miðlara FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Félagshæfni unglinga hefur ekki versnað á árunum 2001-2012. Margir hafa talið að svo væri í ljósi auk- innar notkunar samfélagsmiðla eins og Facebook. Þetta kemur fram í meist- araritgerð Guðrúnar Ástu Berg- steinsdóttur í félagsráðgjöf við Há- skóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar var m.a. að skoða tengsl félagshæfni og Facebook- notkunar. Ritgerðin byggist á gagna- söfnum um grunnskólanema og Fa- cebook-notkun þeirra frá árinu 2001 til 2012. Leiðbeinandi var Hervör Alma Árnadóttir lektor í fé- lagsráðgjöf. Hins vegar eru þeir unglingar sem nota Facebook mikið almennt óánægðari með lífið en þeir sem nota Facebook eðlilega. Tekið skal fram að sá hópur var ekki stór. Mikil notkun Facebook tengist minni félagshæfni. Þar af leiðandi virðast þeir sem nota Facebook mikið vera almennt með minni félagshæfni en þeir sem nota Facebook hóflega. Þá er ekki vitað hvort Facebook-notkunin sjálf veld- ur minni félagshæfni eða hvort þeir sem eru síður fé- lagshæfir velja frekar að nota Facebook mikið. „Í þessu samhengi er hægt að vísa í eggið og hæn- una. Ég get ekki fullyrt um orsök og afleiðingu,“ segir Guðrún Ásta Bergsteinsdóttir. Miðað var við að eðlileg Facebook-notkun væri um tvær klukkustundir á dag. Frá tæplega þremur klukkutímum og lengur flokkast sem óeðlileg notkun. Niðurstöður komu ekki á óvart „Niðurstöðurnar komu mér ekki á óvart. Margir í kringum mig höfðu spáð að félagshæfni ungmenna hefði versnað undanfarið. Ég hélt að svo væri ekki, taldi að þetta væri svipað,“ segir Guðrún Ásta. Hún bendir á að aukin notkun tölvumiðlaðra samskipta geti verið einn áhrifaþáttur á þróun félagshæfni en frá 2001 til 2012 hafa orðið aðrar og miklar samfélagslegar breytingar. Aukin notkun Facebook er því aðeins einn áhrifaþáttur. Það má hinsvegar velta fyrir sér hvers vegna félagshæfni hafi ekki aukist með árunum t.d. í ljósi aukinnar áherslu á lífsleiknikennslu í grunn- skólum. Styrkleikar ritgerðarinnar felast í því að úrtakið er stórt, þar af leiðandi er hægt að heimfæra niðurstöð- una á íslenska unglinga. Veikleikarnir felast hins vegar í því að gagnasöfnin sem stuðst var við voru ekki hönn- uð með þessa rannsókn í huga. „Niðurstöðurnar eru því ákveðin vísbending og ljóst að rannsaka þarf efnið betur,“ segir hún. Óánægðir unglingar nota Facebook mikið  Félagshæfni unglinga ekki versnað á tíu árum, samkvæmt MA-ritgerð á tengslum Facebook notkunar og félagshæfni Morgunblaðið/Golli Guðrún Ásta „Margir í kringum mig höfðu spáð að fé- lagshæfni ungmenna hefði versnað undanfarið. Ég hélt að svo væri ekki, taldi að þetta væri svipað.“ Guðrún Ásta Bergsteinsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Rafbókaútgáfan 2013 var ekki jafn- fjölbreytt og árið áður. Hún fór seinna af stað fyrir jólin hjá flestum útgefendum. Eins virtist sem útgef- endur hefðu ekki verið jafn áhuga- samir um að gefa út á rafbók. En jólasalan var svipuð í ár og 2012,“ segir Sigrún Margrét Guðmunds- dóttir, vefstjóri eBóka.is sem er staf- ræn bókaverslun með rafbækur og hljóðbækur. Hins vegar bendir hún á að þar sem fyrirtækið hafi verið stofnað ár- ið 2012 og starfaði þá eingöngu í þrjá mánuði, þá hafi salan á nýliðnu ári verið talsvert meiri. Mest seldu rafbækurnar á eBók- um fyrir jólin voru Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur og Skuggasund eftir Arnald Indriðason. Þá var erlenda bókin Fimmtíu gráir skuggar og aðr- ar í seríu EL James einnig geysi- vinsælar árið 2013. „Rafbókasalan helst mjög oft í hendur við metsölulista pappírs- bóka, að því gefnu að bækurnar hafi yfirleitt verið gefnar út fyrir raf- bók,“ segir Sigrún Margrét. Þetta kemur heim og saman við fjölda seldra eintaka á glæpasögum Yrsu og Arnaldar. Skuggasund er meðal mest seldu bóka Arnaldar og seldist vel á þriðja tug þúsunda ein- taka sem er nokkru betra en Reykja- víkurnætur sem kom út frá Arnaldi í fyrra. Þá seldist Lygi í ríflega átján þúsund eintökum. Hvorki fékkst uppgefinn fjöldi seldra rafbóka hjá eBókum né For- laginu. Rafbækur eru samt sem áður að sækja í sig veðrið á íslenskum bóka- markaði. Aukin sala á rafbókum frá Forlaginu var tæp 40% milli ára. Þá hefur notendum eBóka fjölgað tals- vert á síðasta ári og stærstur hluti rafbókalesenda virðist notast við eBóka appið, sem er eina séríslenska rafbókaappið. Mikil aukning í sölu á hvers kyns tækjum sem lesa má raf- bækur af hefur líkast til sitt að segja. Úrval rafbóka meira í fyrra  Metsölulisti pappírs- og rafbóka álíka Morgunblaðið/Ómar Bækur Af Skuggasundi seldist vel á þriðja tug þúsunda eintaka í pappír.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.