Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 12
Staðkennsla Staðkennslan fyrir nemendur í 7.-8. bekk fer, eins og fyrr segir, fram einu sinni í viku, tvo tíma í senn. Þetta árið fer kennslan í pólsku fram í Fellaskóla og Laugalækjarskóla og er stefnt að því að hafa stað- námið ávallt í skóla sem hagkvæmast er fyrir sem flesta nemendur að sækja. Staðkennslan í pólsku undirstrikar mikilvægi þess að gefa börnunum tækifæri á að hitta jafningja. Í samvistum við jafningja fá nemendur tækifæri til að spegla persónuleika, færni og þroska í samskipt- um og samvinnu á máli sem er þeirra eigið. Það er oft erfitt þegar samskipti í daglegu lífi eiga sér stað á framandi tungu í nýju umhverfi. En eins og Oyserman og félagar6 hafa bent á er mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir um styrk sinn, sem fólg- inn er m.a. í færni í móðurmálinu, en einblíni ekki á skortinn sem glíman við nýtt mál skapar og und- irstrikar of oft. Sjálfsvitund er nátengd tungumáli og menningu og rannsóknir Chomsky7 hafa leitt í ljós að máltaka á nýju máli er háð málþroska á móð- urmáli og færni í því. Allir þekkja hve mikið ber á milli þegar við tjáum okkur á eigin máli og erlendu máli sem við erum síður sleip í. Íslenskan er fyrir pólsku börnunum erlent mál og framandi. Skólinn er félagsmiðstöð Starfsmenn Tungumálavers hafa séð hve miklu máli skiptir að nemendur geti kynnst pólskum nemend- um úr öðrum skólum og stundi nám í hópi jafningja 6 Oyserman et al. (2006). Possible selves and academic outcomes. How and when possible selves impel actions. Journal of Personal and Social Psycology 91 (1), 188-204. 7 Chomsky, C. (1969). The acquisition of syntax in children from 5 – 10. Cambridge, MA:MIT Press. sem eiga sama tungumál, líkamstjáningu, sögu og menningu. Ekki skiptir minna máli að hafa kennara sem þekkir siðvenjur upprunamenningar og tungu, hefur umburðarlyndi heimamenningar og kann að setja mörk á forsendum þess sem börnin alast upp við heima. Niðurstöður könnunar, sem lögð var fyrir for- eldra barnanna í febrúar 20108, sýna að foreldrar eru þeirrar skoðunar að námið, sem nemendum býðst í pólsku, sé mikilvægt fyrir félagsþroska nemenda. Í staðnáminu fer fram nám í móðurmáli, þar sem tengdur er uppruni og nýjar aðstæður, en kennslu- stundirnar hafa einnig mikið félagslegt gildi fyrir nemendur. Það er ánægjulegt að upplifa að nemend- ur hlakka til að koma í pólsku til hitta nemendur úr öðrum skólum, grínast, stympast, „fara á trúnó“ og leika sér á eigin tungumáli. Í samveru við jafningja koma persónueinkenni hvers og eins í ljós. Mikilvægt er að styðja sem mest og best við örygg- isnetið sem nálægðin við samlanda getur skapað. Rannsóknir Cameron á tungumálanámi ungra nem- enda hafa leitt í ljós að skilningur á því sem fram fer í kennslu á nýju máli getur verið meiri en nem- andi er fær um að tjá sig á nýja málinu.9 Dörnyei og Ushioda benda á að þegar færni nemanda í nýju máli er minni en þegar nemandinn tekst á við við- fangsefni á móðurmálinu verði oft árekstur á milli persónulegrar og félagslegrar sjálfsmyndar barns- ins. Aðgengi að hópum með neikvæða sjálfsmynd er þeim greiðara en gjaldið fyrir það að tilheyra þeim. Það getur sett nemandann í andstöðu við námslega sjálfsmynd sína og getu10. Staðnámið gefur nemend- um færi á að meta færni sína og getu á jafningja- grunni. Aukinn tímafjöldi, sem netnámið býður upp á, og inntak náms gerir aðrar kröfur til barnanna og ætti að styrkja akademíska færniþætti eins og lestur ólíkra textagerða, fagreinabundinn lestur og ritun í víðu samhengi. Netnámið Nemendum í 9. og 10. bekk býðst þátttaka í netnámi. Netnámið stuðlar að því að nemendur geti stund- að pólskunám meðal jafningja en frá heimaskóla. Námið er bókarlaust og fer fram á kennsluvef. Allt námsefni er lagað sérstaklega að hverjum nem- endahópi og samþætt raunefni sem hæfir aldri, 8 Niðurstöður úr vefkönnun meðal pólskra foreldra 4. – 14. febrúar 2010. http://laugalaekjarskoli.is/tung/images/pdf_skjol/nidursod- ur-vefkonnunar-februar-2010-endurskodun.pdf 9 Cameron, L. (2001). Teaching Languages to Young Learners. Cambridge: Cambridge University Press. 10 Dörnyei, Z. og Ushioda, E. (Ritstj.) (2009). Motivation, Language Identity and the L2 Self. Great Britain: Second Language Acquisition. Staðnemendur vinna við Storkaverkefnið. 12 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.