Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 13
þroska og áhuga hópsins. Nemendur eiga samskipti við kennara, skila öllum sínum verkefnum og taka próf rafrænt. Hluta viðfangsefna á að skila munn- lega og fer þjálfun í mæltu máli fram í síma. Námið í pólsku er skipulagt með hliðsjón af netnámi í norsku og sænsku og miðar að því að viðhalda og auka færni nemenda í málinu svo þroski nemenda og tungutak á upprunamálinu haldist í hendur. Norska hefur verið kennd eftir þessu módeli frá því 1998 og sænska litlu skemur. Einnig hefur kennsla í ensku og dönsku fyrir nemendur með sams konar bakgrunn verið í boði. Inntak náms Inntak náms tekur ávallt mið af þörfum og getu einstaklingsins. Námið er þemabundið og spannar hvert þema um það bil einn mánuð. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, eins og sjá má á námsáætlun vormiss- eris hér að ofan, og taka á öllum færniþáttum: tala, skrifa, hlusta og lesa. Velflestir nemendurnir ráða vel við viðfangsefni námsins og standast vel kröf- urnar sem fram eru settar. Fámennur hópur nem- enda, sem hefur verið lengi á Íslandi án þess að fá neina kennslu í pólsku á í erfiðleikum með að fylgja samnemendum sínum eftir. Taka þarf tillit til sér- stöðu þeirra og miða viðfangsefni og væntingar til þeirra við forsendur máltöku annars máls. Samvinna við Borgarbókasafn Tekist hefur gott samstarf við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Nemendur í 7. og 8. bekk fara í vett- vangsferðir á Borgarbókasafn í Gerðubergi og í Grófinni og er heimsókn á bókasafnið nú orðinn fast- ur hluti af móðurmálskennslu nemenda. Markmiðið er m.a. að kynna starfsemi bókasafnsins og þá möguleika sem það býður upp á til að örva notkun móðurmálsins sem og íslensku. Starfsmenn hafa boðið nemendum í fjölmenningarlegan „Twister“, útbúið ýmis verkefni til að glíma við, s.s. að raða saman pólskum klippiljóðum, bera saman íslenskan og pólskan texta, þýða pólsk dýranöfn og hljóðin sem þau gefa frá sér af íslensku yfir á pólsku. Starfsfólk safnsins veitir jafnframt leiðsögn um pólskan bókakost safnsins sem er við hæfi nemenda. Í áðurnefndri könnun kom fram ósk frá foreldrum um að skólinn hvetji nemendur til að lesa bækur sér til ánægju og kynni fyrir þeim bókmenntir sem þeim henta. Starfsmenn Borgarbókasafns hafa óskað eftir ábendingum kennara í Tungumálaveri um kaup á bókum sem hæfa þeim aldurshópi sem stundar móð- urmálsnám í Tungumálaveri. Í kjölfar heimsókn- arinnar á safnið vinna hóparnir lestrarþema og birta á Bókaormi „Mole Ksiazkowe“ á Barnung-vefnum. Alþjóðleg verkefni Nemendur í staðnáminu taka þátt í fjölþjóðlega verkefninu Ferðir storksins um Pólland. Þátttakendur MÁLFRÍÐUR 13 Í heimsókn á Borgarbókasafnið – unnið með ljóð. Nastolatek w skomputeryzowanym świecie Unglingar og tölvur W kręgu przyjaciół Milli vina O języku polskim Málnotkun Życie budzi się ze snu Vorkoma W krainie baśni Sagnaheimur Wakacje na zakręcie Sumarfrí í sjónmáli 9. bekkur Nauka i technika Tækni og nám W kręgu polskiej historii Pólsk konungasaga Pamięć i Tożsamość Þekking og sjálfsvitund Koło dziennikarskie Fréttastofa Media Fjölmiðlar Wakacje na zakręcie Sumarfrí í sjónmáli 10. bekkur Szlakiem polskich stolic Saga höfuðborga Póllands O zagrożeniach w sieci Hættur Internetsins Sławni Polacy Frægir Pólverjar Odpowiedzialnie w świat... Við berum ábyrgð á framtíð okkar Rodowód języka polskiego Málsaga Wakacje na zakręcie Sumarfrí í sjónmáli Námsáætlun – vormisseri 2010

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.