Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.03.2010, Blaðsíða 19
Nám á ferð og flugi er tilraunaverkefni í byrjenda- kennslu í spænsku við Menntaskóla Borgarfjarðar sem hófst á haustönn 2009. Tilgangur verkefnisins var að þróa og prófa þá möguleika sem farsímar bjóða upp á í tungumálakennslu.Verkefnið, sem flokkast undir það sem kallast á ensku „mobile learning“, var unnið í samvinnu við Símann sem gaf fimm farsíma af gerðinni Nokia Music Express. Símarnir eru með snertiskjá, auðveldir og þægilegir í notkun og því aðlaðandi kostur fyrir nemendur. Útbúin var taska með fimm farsímum til notkunar í kennslustundum. Nemendur í tveimur spænsku- hópum á byrjunastigi hafa núna notað símana til að vinna munnleg verkefni sem flokkast undir svoköll- uð portfolioverkefni. Eftir fyrstu tvo mánuðina í spænskunámi sínu hafa nemendurnir lært að miðla og taka við ýmsum upp- lýsingum varðandi sjálfa sig, svo sem nafn, aldur, þjóðerni, fjölskylduhagi, lýsingu á útliti, stjörnu- merki, búsetu, nám, skóla og skólahúsnæði, náms- greinar. Þeir hafa unnið þrjú verkefni hingað til: 1. Samtal – skipst á upplýsingum 2. Kynning á sjálfum sér 3. Kynning á skólanum. Í fyrstu tveimur verkefnunum var nemendunum skipt í tveggja manna hópa þar sem þeir unnu verk- efnin saman, hjálpuðust að við að setja saman text- ann og leiðrétta hvorn annan. Þeir æfðu framburð saman, lásu textann hvor fyrir annan, og tóku síðan upp samtalið og kynninguna á símann í videoformi. Mælt var með að taka upp nokkrum sinnum og velja besta bútinn. Síðan var efnið fært yfir í tölvu og unnið úr því myndband á spænsku. Í þriðja verkefninu fóru nemendurnir saman um skól- ann og tóku myndir af öllu rýminu innan skólans. Þeir mynduðu einnig skólann utan frá. Myndirnar voru sett- ar inn í tölvu og raðað saman í þeirri röð sem hópunum fannst koma best út. Eftir það settu nemendurnir texta á spænsku inn á myndirnar, bjuggu til texta til að tala inn á sem kynningu á skólanum og unnu myndband. Í fyrsta verkefninu lærðu nemendurnir á tæknina og fengu samtímis ögrandi verkefni – að setja saman sam- tal á framandi tungmál, taka það upp og sýna öðrum. Þeir æfðu sig og reyndu eftir fremsta megni að vera eins eðlileg og hægt var. Í næsta verkefni var tæknin engin fyrirstaða og nú voru gæði innihaldsins mun betri. Úrvinnsla verkefnisins fól í sér umræður, sam- vinnunám og jafningjamat innan nemendahópsins. Í þriðja verkefninu unnu nemendurnir á svipaðan hátt, röðuðu saman því sem þeir höfðu tekið upp, sömdu texta, þar sem þeir studdust við námsefnið sem þeir höfðu verið að vinna, og töluðu inn á myndbandið. Þar sem námsefnið verður notað í e@twinning verkefni sem við vinnum með spænskunemum í skóla í Frakklandi, voru nemendur ákveðnir í að vinna verkefnið vel. Því voru umræður varðandi framburð, orðaforða og orðaröð í setningu efst á baugi, ásamt hugleiðingum varðandi hvernig það ætti að setja saman myndband, texta og tal. Spænskunemarnir hafa notað símana við gerð verk- efna á vorönn 2010 og væntanlega verður tekin saman skýrsla í lok vorannar þar sem fram koma kostir og gallar verkefnisins og fjallað verður um afrakstur þess. Hugmyndin að baki notkun farsíma við verk- efnavinnu í spænsku er kannski fyrst og fremst óbein hvatning til notkunar tungumálsins og þjálfun munnlegrar færni. Nemendur fá tækifæri til að nýta sér farsíma sem passar í vasann, fara út úr kennslu- stofunni og taka upp hljóð og myndir. Lokastig verk- efnsins er að búa til myndband í farsímanum og full- vinna það í tölvunni. Svona verkefni má síðan setja á veraldarvefinn og hugsanlegt er að ferðamenn geti nálgast upplýsingar á spænsku, unnar af nemendum skólans, í sínum farsímum um til dæmis Borgarnes, Borgarbyggð, um skólann, svo dæmi séu tekin. Nám á ferð og flugi eða „mobile learning“, er ný leið í tungumálanámi, bæði tæknilega og fræðilega séð, sem er að ryðja sér til rúms með tilkomu smart- símanna. Framlag nemenda, námsferlið og endan- lega útkoma er á þeirra eigin forsendum og því má segja að verkefnið sé þeirra frá upphafi til enda. Það er von okkar, sem skipulögðum verkefnið og héldum utan um allt ferlið, að þessi nýja leið í tungu- málanámi ýti undir meira nemendasjálfstæði, meira samvinnunám og um leið einstaklingsmiðað nám. Ida Semey er spænskukenn- ari við Menntaskólann í Hamrahlíð. MÁLFRÍÐUR 1 Ida Semey Nám á ferð og flugi

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.