Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 14

Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 14
Við inntökuathöfnina í klaustrið er unga stúlkan kiædd snjóhvitum brúðarkjól, sem er saumaðhr af þessu tilefni og aðeins notaður þetta eina sinn. Hámark hinnar hátíðlegu at- hafnar er, að abbadísin klæðir hina ungu brúði Krists úr kjólnum og færir hana í grófan vaðmálsklæðnað. ktiatt Ung stúlka kveður lífið — hið glæsilega skemmtanalíf í því lífs- gleðinnar landi, Frakklandi. í stað- inn velur hún hið nægjusama, stranga og erfiða líf innan klausturmúranna, sem er hinn þröngi vegur til frels- unar og eilífs lífs. Hún valdi sjálf. Erfitt val í augum mótmælandans, en í hennar augum, sem trúir, byrjunin á auðmjúkri göngu, genginni af berfættri brúði Krists á leið til Hans ríkis. Klaustr- ið, sem unga stúlkan gekk í, tilheyrir hinni ströngu reglu heilagrar Clar- issu. Það er í fyrsta skipti í sögunni að nokkur óviðkomandi gestur hef- ur fengið leyfi til að vera viðstadd- ur slíka athöfn í hinu stranglega einangraða klaustri. Tveir franskir blaðaljósmyndarar fengu sérstakt leyfi frá páfanum til þess að koma með ákveðnu millibili, í eitt ár, til að kynnast lífinu á bak við hina þykku klausturveggi. Jafnvel í hinu kaþólska Frakk- landi vöktu þessar myndir mikla at- hygli. Vér væntum þess að lesendum vorum muni þykja þessi augnabliks innsýn, í ókunnan lieim forvitnileg. 14 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.