Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 24

Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 24
T^að var einu sinni köttur, sem átti fimm kettlinga. Þeir hétu Milla, Molla, Malla, Mulli og Mellí, og hún elskaði þá alla fimm, því að móðir elskar alltaf börnin sín, jafnvel þótt þau séu mörg. Millu, Mollu, Mullu, Möllu og Mellí þótti líka vænt um mömmu sína, eins og venja er um börn. Hún hugsaði vel um þau, þvoði þeim þeg- ar þau óhreinkuðu sig, þvi að það gera kisubörn alveg eins og önnur börn. Hún gætti þess að þeim yrði ekki kalt á nóttinni, og hún hugsaði um mat handa þeim, þegar þau voru svöng og það voru þau alltaf. Malla, Mulli, Molla og Melli voru ánægð, en Milla var leið yfir þvi að mamma hennar var hrædd við hundinn, sem sagði VOFF. Kisumamma var lika hrædd við gyltuna, sem sagði ÖF og líka við kúna, sem sagði BUH, já og jafnvel við gömlu ána, sem sagði MEH. fíún flýtti sér líka í burtu þegar lítil stúlka, sem hét Sigga, kom hlaup- andi. En að var nú reyndar vegna þess að Sigga, sem hélt ákaflega mikið upp á kisumömmu, var dálítið harðleikin, þegar hún var að gæla við hana, Kisumamma kvartaði og sagði mjaá, en það dugði ekki hætis hót, því að Sigga tók bara ennþá fastara utan um hana og sagði að hún væri sæt, að segja mjá. Nei, það gagnar ekki neitt að segja MJÁ, hugsaði Milla. Þá er mikið betra að segja VOFF, eins og hundurinn, því að þá verða allir hræddir og hlaupa í burtu, eða þá að segja BUH, eins og kýrin, eða ÖF, eins og svinið, eða MEH, eins og gamla kindin. Og siðan ákvað Milla að læra mál hinna dýranna, ef hún gæti og svo siðan mannamál, því að það var vafalaust langgagnlegast. Hundurinn bjó í litlu húsi skammt í burtu, og hann var einmitt önnum kafinn við að kenna litlu hvolpunum sinum að segja VOFF, þegar Milla kom að húsinu hans. Hvolparnir sátu í hundakörfu, og mamma þeirra við hliðina á þeim og sagði Voff, og svo áttu þeir að herma eftir, hver af öðrum. „VIV“ sagði sá fyrsti. „VÖV“ sagði annar. „VYV“ sagði sá þriðji, og ,,VUV“ sá fjórði. „Þetta er ekki gott,“ sagði mamma þeirra. „Þið verðið að herða ykkur að læra þetta rétt, því annars getið þið ekki skammað köttinn. Áfram nú!“ „VÖV“ sagði sá fyrsti. „VYV“ sagði annar. Sá þriðji sagði „VUV“ og sá síðasti sagði „VIV“. Milla hafði falið sig og hlustað á. Hún fékk þegar 24 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.