Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 8
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 UMFERÐ Nýskráningar metanbíla drógust saman um 58 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins saman- borið við sama tíma árið 2012. Bif- reiðum sem var breytt í metanbíla fækkaði einnig um 77 prósent milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, segir ástæðuna mega að miklu leyti rekja til breyt- inga á vörugjöld- um bifreiða. Árið 2011 var gjöldum breytt þannig að þau miðuðu ekki lengur við stærð bí lvéla heldur mengun í útblæstri. „Áður voru metanbílar án vörugjalda vegna þess að gjaldið fór eftir stærð vélarinnar og þessir bílar voru undir settu viðmiði þess tíma. Með breytingunum hefur það gerst að nú er um fleiri ökutæki að ræða sem eru undir nýja mengunar- viðmiðinu, og því hafa metan bílar fengið aukna samkeppni,“ segir Stefán. Hann segir einnig að raf- bílar sem kosta undir sex milljón- um beri ekki vörugjöld og ekki þurfi að greiða af þeim virðisaukaskatt. Sala á metangasi hefur fram að þessu fylgt þeirri miklu aukningu sem varð á fjölda metanbíla fram til 2012. Björn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, sem er eini framleiðandi metangass í landinu, segir að sala hafi fjórfaldast milli áranna 2010 og 2012. Það sem af er ári hefur salan nokkurn veginn staðið í stað. „Þarna gæti verið komin skýring á því af hverju salan virðist hafa náð ákveðnu jafnvægi. Þessi þróun, að vörugjöldin verði til þess að eftirspurn minnki, er ekki góð því við getum framleitt meira af metani en okkar metanbílafloti þarf,“ segir Björn. Hann segir einnig einkennilegt að miðað sé við útblástur bifreiða þegar komi að útreikningi vöru- gjalda. „Metanið sem við vinnum er unnið úr lífrænum úrgangi á urð unar stað og á sér allt annan upp- runa en jarðefnaeldsneyti og eykur þess vegna ekki magn koltvísýrings í andrúmslofti,“ segir Björn. haraldur@frettabladid.is Afslöppun,upplyfting,endurnæring... -á aðeins 10-20 mínútum! Sjúkranudd í nokkrar mínútur án þess að fara úr fötum. Bætið við frábæru vatnsnuddtæki í líf ykkar til þess að bæta heilsuna. Hentar vel fyrir sjúkraþjálfara, hnykkjara, baðstofur, hótel,eða lúxus fyrir heimilið. Frekari uppl. Sími 897-4305 eða 571-7572 halldorharaldsson@gmail.com Aquamassage nuddtæki! EFNAHAGSMÁL Tólf mánaða verð- bólga stendur í 3,9 prósentum í september samkvæmt nýrri mæl- ingu Hagstofu Íslands. Án hús- næðis er verðbólgan 3,7 prósent. Tólf mánaða verðbólga lækkar hins vegar á milli mánaða, en í ágúst var hún 4,3 prósent. Bent er á að sumarútsölum sé lokið og því hafi verð á fötum og skóm hækkað um 6,1 prósent. Á móti kemur að frá mánaða- mótum niðurgreiða Sjúkratrygg- ingar Íslands tannlæknakostnað þriggja ára barna og 12 til 14 ára barna. Í Markaðspunktum greiningar- deildar Arion banka í gær er bent á að verðbólgan sé í takt við spá Seðlabanka Íslands. Fram undan sé hins vegar tímabil þar sem verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans. „Ástæður fyrir þeirri skoðun okkar eru meðal annars þær að við teljum í bígerð verðhækkanir fyrirtækja sem vilja hafa borð fyrir báru vegna fyrirhugaðra launahækkana þar sem kjarasamningar eru lausir í lok nóvember,“ segir í Markaðs- punktunum. Þá hafi krónan veikst gagnvart evru frá því í byrjun mánaðar- ins, mjólkurvörur hækki í næsta mánuði og fyrirséð sé hækkun á íbúðaverði og leiguverði sem verði drifin áfram af vænt ingum heimilanna um fyrirhugaðar skuldaleiðréttingar ríkisstjórnar- innar. „Sem verða líklega farnar að skýrast í nóvember.“ - óká Tólf mánaða verðbólga dróst saman um 0,4 prósentustig milli mánaða að því er segir í tölum Hagstofu: Ársverðbólgan stendur nú í 3,9 prósentum ÚTSÖLUR Verð á fatnaði hefur hækkað vegna útsöluloka. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. ÞRÓUN Í NÝJUM METANBÍLUM* 20 11 20 12 20 13 0 50 100 150 200 250 244 156 53 71 154 167 Fjöldi breyttra ökutækja (Metan) Fjöldi nýskráðra metanbíla * á fyrstu átta mánuðum áranna. Nýjum metanbílum fækkar um helming Á fyrstu átta mánuðum ársins dró bæði úr nýskráningum metanbíla og fjölda bíla sem var breytt. Starfsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir ástæðuna meðal annars fólgna í breytingum sem gerðar voru á vörugjöldum bifreiða árið 2011. TVÆR METANSTÖÐVAR Á LANDINU Olís opnaði nýverið metanafgreiðslu í Mjódd og N1 á Bíldshöfða hefur lengi verið með metandælur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Þrjú brjóstarönt- gentæki af fimm hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Reykja- vík og á Akureyri hafa bilað á síð- ustu vikum. Hefur þetta or sakað bið eftir tímum í hópskoðun. Krabbameinsfélagið hefur nú fundið lausn og er stefnt að því að öll tækin verði komin í notkun um miðja næstu viku. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. Jafnframt er tekið fram að bilanirnar hafi ekki orsakað bið hjá konum sem þurftu að fara í myndatöku vegna einkenna. - nej Bið eftir brjóstaskoðun: Röntgentæki í lag í næstu viku BILUÐ TÆKI Konur í hópskoðun hafa þurft að bíða vegna bilunar. MYND/KRABBAMEINSFÉLAGIÐ DÓMSMÁL Sigurður Kárason, 58 ára maður sem sætir ákæru fyrir stórfelld fjársvik, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Sigurður hafði ekki mætt við fyrri þinghöld, þar sem meðal annars var tekist á um hvort réttarhöldin skyldu vera opin eða ekki. Niðurstaðan var að svo skyldi vera. Sigurður er ákærður fyrir að hafa svikið 117 milljónir af sextán manns á árunum 2006 til 2010. Hann hafnaði öllum bóta- kröfum í málinu. - sh Sigurður hafnar bótakröfum: Neitar að hafa svikið út stórfé REYKJAVÍK Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í borgarráði vilja vita hvort Reykjavíkurborg hyggst ráðast í 100 milljóna króna fram- kvæmdir við Perluna í Öskjuhlíð þegar jafnmikil óvissa ríkir um það og raun ber vitni hvort staðið verði við áform ríkisvaldsins um að koma þar upp náttúruminja- safni eins og lýst hafði verið yfir að stæði til. Fyrirspurn þess efnis var lögð fram á borgarráðsfundi í gær. „Þetta skýrist væntanlega með fjárlagafrumvarpinu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sem vill lítið tjá sig um málið að öðru leyti. - sh Skýrist með fjárlögum: Uppbygging við Perluna óviss PERLAN Reykjavík skuldbatt sig til að verja 100 milljónum í framkvæmdir. BYGGÐAMÁL Nýtt mastur er risið við tækjahús Mílu við Trékyllis- vík í Árneshreppi á Ströndum. Mastrið er um 18 metra hátt og á að styrkja fjarskipti við hreppinn. Nokkuð hafði borið á truflunum á örbylgjusamböndum sem tengja hreppinn við fjarskiptanet Mílu. Til að bregðast við þeim vanda var hafist handa fyrr í sumar við að undirbúa það að reisa nýtt mastur. Allur búnaður er kominn í nýja mastrið og þar með ætti að vera búið að koma í veg fyrir trufl- anir og öryggi fjarskipta í Árnes- hreppi að verða gott. - jme Trékyllisvík í Árneshreppi: Fjarskipti bætt STEFÁN ÁSGRÍMSSON SAMFÉLAGSMÁL „Við erum há- skóla menntað fólk og við fáum ekki laun í samræmi við það,“ segir Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari í Foldaskóla. Hún, ásamt fleiri kennurum í Reykjavík, stóð fyrir baráttufundi grunnskóla- kennara í Iðnó í gærkvöldi. Ólöf segir annað háskóla menntað fólk fá að meðaltali 465 þúsund krónur á mánuði en að kennarar séu með mun lægri laun eða 350 þúsund. „Við viljum fá laun okkar leiðrétt.“ Hún segir peningana til staðar þar sem Íslendingar greiða mest allra OECD-ríkja til grunn- skólanna en laun íslenskra kenn- ara eru samt lægst kennaralauna í öllum ríkjunum. - nej Grunnskólakennarar ósáttir: Fá 100 þúsund krónum minna SAMFÉLAGSMÁL „Enginn tók þær alvarlega þegar þær kvörtuðu undan ofbeldi. Enginn hlustaði á þær í Danmörku, hvorki dómstólar, sveitarfélagið né sýslumannsembættið. Þess vegna ákvað ég að fara með þær úr landi.“ Þetta segir Hjördís Svan Aðalsteinsdóttir í við- tali við Þóru Tómasdóttur sem birtist í Nýju lífi í gær um meint ofbeldi barnsföður síns, Kims Gram Laursen. Hjördís segist í viðtalinu vilja útskýra fyrir Íslendingum hvers vegna hún hafi numið dætur sínar á brott frá Danmörku, en faðirinn hefur fullt forræði yfir þeim. Ítarleg frásögn er af því þegar Hjördís nam dæturnar á brott fyrr í mánuðinum og flutti þær frá Danmörku til Íslands. Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, fór til Danmerkur í einkaflugvél ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem lagt hefur málstað hennar lið. Þau sóttu Hjördísi og dæturnar, sem biðu í litlu sjávarþorpi, að því er fram kemur í tímaritinu. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Laursens, hafði ekki séð viðtalið þegar Fréttablaðið náði af henni tali og ekki heldur Laursen sjálfur. „Ég efast um að hann muni vilja tjá sig um þetta,“ segir hún aðspurð um skoðanir föðurins á viðtalinu. „Það er búið að dæma honum forsjá þessara barna. Allur rétturinn er hans megin,“ útskýrir hún. „Hvers vegna niðurstaðan er með þeim hætti sem hún er, það er ekkert mjög flókið, það hefur farið fram mat eins og í öllum svona málum,“ segir Lára en að hennar sögn getur hver sem er skoðað dómana sem féllu í dómasafni Hæstaréttar. -nej Hjördís Svan lýsir brottnámi dætra sinna í ítarlegu viðtali við Nýtt Líf: Mæðgurnar sóttar á einkaþotu LÖGMAÐUR LAURSENS Lára segist ekki starfa fyrir Kim Laursen eins og stendur þar sem ekkert mál sé í gangi hér á landi. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.