Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGBarnaafmæli FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 20136 Í Partýbúðinni fást alls kyns skemmtilegheit fyrir afmæli. „Við erum með um fjörutíu þemu sem taka sífelldum breyt- ingum. Þannig hafa Angry Birds, Monster High og Kimmy Jr. nýlega bæst í hópinn með Barbie, Aven- gers, Batman og fleiri fígúrum og munstrum. Innan hvers þema fást meðal annars diskar, glös, dúkar, servéttur og jafnvel kökuform. Auk þess erum við með einlitan borðbúnað í sextán litum sem er hægt að nota með,“ segir Salbjörg Ólafsdóttir, verslunar- og rekstrar- stjóri Partýbúðarinnar. Borðbúnaðurinn fæst bæði í pappa og plasti og er hægt að fá alls konar hatta, borða, gjafir og gjafa- poka í stíl. Salbjörg segir þemun höfða til ólíkra aldurshópa og henta allt frá smábörnum til ung- linga og fullorðinna. Auk þess er í versluninni mikið úrval af kertum, blöðrum og loft- skrauti. „Við erum með tölu- stafakerti og hefðbundnu pinnakertin í úrvali sem og ríkulegt úrval af gesta- gjöfum og einlitum og áprentuðum latex- og gas- blöðrum sem hægt er að fá uppblásnar á staðnum.“ Partýbúðin var fyrsta verslunin á Íslandi sem f lutti inn hinar vin- sælu Wilton-bökunar- vörur. „Nú eru þær fáanlegar í ýmsum stór- mörkuðum og höfum við því ákveðið að einbeita okkur að öðru. Þær eru því á fimmtíu prósent afslætti sem stendur. Við ætlum eftir sem áður að vera með álbökunarformin sem tilheyra þemunum áfram, sem og tilheyrandi bollakökuform.“ Salbjörg segir viðskiptavini geta fengið allt fyrir afmæli í einni ferð í Partýbúðina. „Úrvalið er mikið og hentar breiðum aldurshópi. Þá er starfsfólk verslunarinnar boðið og búið að aðstoða viðskiptavini við að velja saman allt sem til þarf. Auk þess erum við með mikið úrval grímubúninga sem og aðrar veislu- og tæki- færistengdar vörur í versluninni. Hingað er því alltaf gaman að koma.“ Allt fyrir afmælið í einni ferð Partýbúðin býður landsins mesta úrval af afmælistengdum vörum. „Við erum með tölustafakerti og hefðbundnu pinnakertin í úrvali sem og ríkulegt úrval af gestagjöfum og einlitum og áprentuðum latex- og gas- blöðrum sem er hægt að fá uppblásnar á staðnum.“ Í versluninni er að finna afmælisborðbúnað og tilheyrandi í miklu úrvali fyrir alla aldurs- hópa. MYND/GVA Rís-pitsa Þessi réttur hefur alveg slegið í gegn hjá mér í barnaafmælunum og ljúft mascarponekremið og ferskir ávextirnir gera það að verkum að fullorðnir eru ekki síður sólgnir í hann en börnin. 3 msk. smjör 300 g sykurpúðar 180 g rice krispies Bræðið smjörið og sykurpúðana saman í potti við lágan hita. Hrærið vel í á meðan. Takið síðan af hitanum og hellið í stóra skál ásamt rice krispies. Blandið vel. Þegar mestur hitinn hefur rokið úr blöndunni er auðvelt að móta hana að vild en passið að hún kólni ekki um of áður en til mót unar kemur því blandan storknar frekar fljótt þegar hún kólnar. Ef ykkur finnst rískornið orðið of stíft þá er ráð að bleyta hendurnar með vatni, þannig mýkist kornið aðeins upp, eða jafnvel smyrja hendurnar með smá smjöri. 1 skammtur rice krispies-blanda (sjá að ofan) Mascarpone-krem 200 g mascarpone-rjómaostur 50 g flórsykur 1 tsk. vanilludropar Smá mjólk Allt hrært vel saman og smurt yfir pitsuna. Skreytt með ferskum ávöxtum og berjum að vild. Öðruvísi pitsa í barnaafmælið Rósa Guðbjartsdóttir er mikill snillingur þegar kemur að barnaafmælum. Í nýlegri bók hennar, Partíréttir, er hægt að finna margar skemmtilegar uppskriftir fyrir hin ýmsu tækifæri. Þar á meðal þessi ríspitsa sem hefur verið afar vinsæl og einfalt er að útbúa. Afmælisveisla barns er skemmtileg en viðkvæm hátíðarstund. Til að veisluhöldin heppnist sem best og skilji eftir sig dýrmætar minningar er mikilvægt að sýna tillitsemi og kærleika í samskiptum við barnið. Hafðu eftirfarandi í huga næst þegar barnaafmæli ber upp á. ● Gefðu þér tíma til að ræða við barnið um góða hegðun í afmælinu og kenndu því sjálfsagða mannasiði, eins og að heilsa hverjum og einum gesti og vera vinsamlegur við alla. ● Vertu sáttfús ef barnið gleymir mannasiðunum. Minntu það frekar á að þakka gestunum fyrir komuna að afmælinu loknu og leysa þá út með dálítilli kveðjugjöf. ● Byrjaðu snemma að setja fram væntingar til félagsþroska barnsins og auktu þær ár frá ári. Með auknum aldri og þroska getur barnið sýnt meiri ábyrgð og æ meiri félagslega færni. ● Í hugum flestra barna er afmælisdagurinn sá hamingjuríkasti á árinu. Þau hlakka til vikum fyrir afmælið og eftir því sem spennan magnast aukast líkur á spennufalli og vonbrigðum. Sýndu samúð og skilning ef slíkt gerist í veislunni sjálfri. Börn verða auðveldlega ofurliði borin í afmælisveislum og hlutverk foreldra er að hjálpa barninu að róa sig og njóta afmælisins á ný. ● Sýndu aldrei reiði né segðu neitt sem varpar skugga á merkilegasta dag ársins í lífi barnsins. Með hamingjunni í liði Óvenjuleg pitsa sem allir verða sólgnir í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.