Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og húðf lúr. Heilsusamlegt fæði. Eva Signý Berger. Fataskápurinn. Trendnet.is partý og prinsessan. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 2 • LÍFIÐ 27. SEPTEMBER 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Vilhelm Gunnarsson Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært JANA MAREN ÓSKARSDÓTTIR verslunarstjóri í Gyllta kettinum „Þetta er trana. Ég fór á Reykjavík Ink núna í febrúar og talaði þar við Thomas Asher. Ég var með hugmynd að stórum fugli með fallega vængi og þetta er það sem kom út úr því. Mig langaði bara í fallegt flúr frá flottum listamanni og ég leyfði honum að ráða svolítið. Dúfuna fékk ég mér á Spáni en hún er til minningar um ömmu mína sem hét Dúa og bjó á Spáni í mörg ár.“ HÚÐFLÚR FAGRIR FUGLAR OG LITADÝRÐ Líkamsskreytingar verða vinsælli með árunum og margir virðast aðhyllast fuglafegurð sem húðfl úr. Lífi ð hafði upp á nokkrum sem eru með áhugaverða fugla á líkamanum. MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR módelbókari Elite á Íslandi og stílisti „Ég hafði geng- ið með þessa hugmynd í koll- inum í rúm fjögur ár. Ég fékk mér það þremur dögum eftir fyrsta húðflúrið þrátt fyrir yfir liðið og endorfínsjokkið. Ég gekk inn á stofu í Las Vegas þar sem Joe Williams teiknaði það upp eftir lýsingum mínum og kom ég svo næsta dag til hans og sat 12 tíma „straight“ í stólnum hjá honum. Ég skildi eftir naglaför í stólnum. Fólk gapir þegar ég segi þeim söguna, enda óvenjulegt að fólk sitji það lengi við húðflúrun langt fram á nótt, hvað þá á stofu í Las Vegas þar sem húðflúr ararnir geymdu byssur í beltum sínum og tannlausar krakkhórur ráfuðu um eftir kúnnum hinum megin við götuna.“ HLYNUR BJÖRNSSON barþjónn á Austur „Ég er nýbúinn að fá mér fuglinn sem heitir bluebird og þetta er fyrsti partur af „half sleeve“ sem hann Búri hjá Íslensku húðflúr- stofunni er að gera fyrir mig. Húðflúrið er ég að fá mér til að heiðra tilvist dóttur minnar.“ JÓN GUNNAR GEIRDAL landstjóri Yslands „Þetta „sleeve“ byrjaði að fæðast fyrir þremur árum í Brooklyn í New York með stjörnumerkjum barna minna og mínu og svo þegar heim var komið tók meistari Jón Páll við með fönixinn minn fallega sem rís upp úr öskunni, endur fæddur. Ég hef verið heillaður af goðsögninni um fönixinn lengi og hvað hann stendur fyrir og þess vegna fékk ég mér þetta mikla flúr.“ ELÍSABET, ELÍN OG SIGRÍÐUR EYÞÓRS- DÆTUR söngkonur í hljómsveitinni Sísý Ey „Við fengum okkur þessi húðflúr í Banda ríkjunum. Við höfum það sem reglu að fá okkur alltaf húð- flúr þegar við förum saman til Bandaríkjanna og mamma þar á meðal. Við systurnar ákváðum að fá okkur eins húðflúr í síðustu ferð sem tákn um það hversu mikið við elskum hver aðra.“ Það lá vel á kvikmyndagerðarmanninum Hrafni Gunnlaugssyni á Hressó ásamt barnsmóður sinni, barni þeirra og öðrum fjölskyldumeðlimum í vikunni. Hrafn sást taka létta sveiflu við undirleik hljóms veitarinnar Dixon. Brynja Þorgeirsdóttir, ritstjóri menningarþáttarins Djöflaeyjan á RÚV, mætti á fjölmiðlasýningu íslensku kvikmyndarinnar Málmhaus í vikunni en myndin er í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Vera Sölva dóttir kvikmyndagerðarmaður var einnig í góðu gamni á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.