Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 20
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Svo lengi sem við komumst út fyrir frosti og snjó er ekki of seint að undirbúa garðinn fyrir veturinn,“ segir Þuríður Backman, fyrrverandi alþingis- maður og formaður Garðyrkjufélags Íslands. Þuríður er einlæg áhugamann- eskja um garðrækt og því fengum við hana til að gefa ráð um haustverkin í garðinum. „Á haustin er um að gera að koma sér upp safnkassa til moltugerðar, safna gróðurafgöngum, visnuðum plöntum, laufi og slíku en undirstaðan í garðrækt er góð gróðurmold. Ef enginn safnkassi er til staðar er hægt að safna gróðuraf- göngum í haug eða grafa í smá holum í beðum. Það ætti að vera þumalfingurs- regla að nýta allt sem til fellur í garð- inum aftur í garðinn, horfa á gróðurinn og moldina sem hringrás,“ segir Þuríður. „Haustið er einnig tíminn til að setja nið- ur lauka og trjáplöntur í pottum, meðan frostlaust er, og ráð að nýta sér haustút- sölurnar. Háar trjáplöntur sem plantað er á haustin þurfa stuðning og sumum plöntum þarf að skýla yfir veturinn, til dæmis með striga eða laufi úr garðinum. Vandasamara er að flytja eldri runna og tré til í garðinum, haustið getur verið góður tími til gróðursetn ingar hnaus- plantna, en það er rétt að leita ráða við gróðursetningu stærri trjáa og runna svo meiri líkur séu á að plantan vaxi við bestu skilyrði. Ræktun og umhirða gróðurs er ólík eftir tegundum, þó eru ákveðin grunngildi sem lærast fljótt og því um að gera að fallast ekki hendur, hefja ræktun og fegrun umhverfisins, hvort heldur í eigin garði eða þar sem tækifæri bjóðast. Það er gott að læra af reynslunni en það er hægt að komast hjá mörgum áföllum í garðræktinni með því að leita sér þekkingar t.d. hjá fag- mönnum eða reynsluboltum. Ætti að slá blettinn og klippa runna fyrir veturinn? „Ekki ætti að fara í form- klippingu eða mikla grisjun á haustin en flesta runna má snyrta til allt árið. Síðla vetrar má svo klippa runna sem á að þétta alveg niður, grisja tré og runna og saga stærri greinar af trjám. Ef blettur- inn fer kafloðinn inn í veturinn kemur sina í garðinn að vori. Það þarf þó að horfa til langtímaveðurspár áður en bletturinn er sleginn í síðasta sinn fyrir veturinn. Ef veturinn virðist ekki ætla að skella á þeim mun fyrr með frost- hörkum og snjó ætti að slá grasið en þó ekki alveg niður í svörð. Þá finnst mér alltaf mjög gott að vinna mér í haginn fyrir næsta vor með því að hreinsa allan arfa og illgresi úr beðum á haustin, svo garðurinn fari tiltölulega hreinn undir veturinn. Mér finnst gott að strá trjá- kurli yfir beðin, það sparar bæði tíma og mikla vinnu að vori. Það er nefnilega mikilvægt að hafa meiri ánægju af garð- inum en erfiði.“ ■ heida@365.is EKKI OF SEINT AÐ SLÁ HELGIN Þuríður Backman þingmaður er einlæg áhugamanneskja um garð- rækt og er formaður Garðyrkjufélags Íslands. Hún gefur hér góð ráð um haust- verkin í garðinum. Þuríður kurlar greinar og stráir yfir beðin að hausti. „Það ætti að vera þumalfingurs- regla að nýta allt sem til fellur í garðinum aftur í garðinn.“ Þuríður dreifir laufum í beðin á haustin þar sem þau verða að mold. Trjáplöntum í pottum er hægt að planta á haustin. Sögusagnir herma að ofurfyrir- sætunni Naomi Campell hafi verið boðinn eigin spjallþáttur hjá stórri bandarískri sjón- varpsstöð. Campbell er ekki óvön því að koma fram í sjón- varpi en hún hefur dvalið langtímum í stúdíóum undanfarið. Upptökur hafa staðið yfir á fyrir- sætuþætti hennar The Face, raunveru- leikaþætti sem snýst um keppni milli þriggja fyrir- sæta, þeirra Naomi, Anne Vyalitsyna og Lydia Hearst- Shaw. Hver þeirra keppist við að finna næsta andlit ULTA beauty sem er stórt fyrirtæki í snyrtivörubrans- anum í Banda- ríkjunum. Kynnir þáttanna er Nigel Barker, sem var áður dómari í raunveruleikaþáttunum Amer- ica‘s Next Top Model. Þá hefur Naomi einnig verið áberandi á sjónvarps- skjánum undanfarið þar sem hún hefur veitt við- töl um kynþáttamisrétti í fyrirsætu bransanum. Nýr þáttur í hennar eigin nafni myndi þó marka tímamót á ferli hennar. Ekki er nýtt af nálinni að frægar fyrirsætur gerist spjallþáttastjórn- endur. Tyra Banks spjallaði við fólk í The Tyra Banks Show frá 2005 til 2010. Hún tók meðal annars frægt viðtal við Naomi þar sem þessar tvær ofurfyrirsætur sættust eftir margra ára illdeilur. NAOMI MEÐ SPJALLÞÁTT Fyrirsætan gæti orðið næsta spjallþáttadrottning. - Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrúmsloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tíma var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á ferðaleiðsögn eða ekki. LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8-22 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.