Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 54
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 BÍÓ ★★★ ★★ Frjálst fall / Freier Fall Leikstjóri: Stephan Lacant Leikarar: Hanno Koffler, Max Riemelt, Katharina Schüttler. RIFF KVIKMYNDAHÁTÍÐ Kvikmyndin Frjálst fall segir frá Marc sem hyggur á frama innan óeirðalög- reglunnar og á von á sínu fyrsta barni með sambýliskonu sinni. Í lögreglu- skólanum kynnist hann Kay og takast með þeim ástir. Tilfinn ingarnar sem bærast innra með Marc eru honum framandi og á hann í erfiðleikum með að takast á við þær. Hann er neyddur til þess að horfast í augu við sannleikann og í kjölfarið upplifir hann sjálfan sig í frjálsu falli. Söguþráður myndarinnar minnir um margt á söguþráð Brokeback Mounta- in; tveir karlmenn sem lifa í einkar karllægum heimi kynnast og falla hvor fyrir öðrum. Myndin er raunsæ og til- finningarík og þótti undirritaðri leik- konan Katharina Schüttler sýna stórleik í henni. Aðalleikararnir tveir eru einnig góðir, en bíóunnendur gætu kannast við Riemelt úr kvikmyndinni Die Welle. Sara McMahon NIÐURSTAÐA: Raunsæ og tilfinningarík kvikmynd frá þýska leikstjóranum Stephan Lacant sem vert er að kíkja á. Þýskt raunsæi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð Í FRJÁLSU FALLI Marc kynnist Kay í lögreglu- skólanum og með þeim takast ástir. Samkvæmisljónið, fatahönnuður- inn og leikkonan Nicole Richie hélt upp á 32 ára afmælið sitt í Mexíkó fyrir fáeinum dögum. Ric- hie, sem er tveggja barna móðir, leigði einkaþotu fyrir sig og sex nánar vinkonur sínar. Þær gistu á lúxushóteli í bænum Cabo San Lucas, sem er bær við suðurströnd Mexíkó. Vinkonurnar skemmtu sér konunglega þar sem þær sóluðu sig á ströndinni og drukku kokteila. Á afmæliskvöld- inu sjálfu klæddu þær sig upp í eins sundboli með blómamynstri. Richie er gift Joel Madden, en hann er söngvari hljómsveit- arinnar Good Charlotte. Bauð vinkon- um til Mexíkó HÉLT UPP Á AFMÆLIÐ SITT Nicole Richie hélt upp á 32 ára afmælið sitt í Mexíkó þar sem hún bauð sex vinkonum sínum að fagna með sér. NORDICPHOTOS/GETTY Söngvarinn David Bowie situr fyrir í nýrri auglýsingaherferð fyrir franska tískumerkið Louis Vuitton. Auglýsingin var mynduð í Feneyjum í sumar. Ofurfyrir- sætan Arizona Muse situr fyrir með Bowie á myndunum. Á myndunum sjást Bowie og Muse meðal annars í loftbelg sem svífur yfir Feneyjum. Bowie er ekki fyrsta stórstjarnan sem tískumerkið fær í lið með sér, en stjörnurnar Keith Richards, Bono, Pele, Muhammed Ali og Catherine Deneuve, hafa allar setið fyrir í auglýsingaherferðum fyrirtækis- ins. Muse er hvað þekktust fyrir að vera andlit tískumerkjanna Miu Miu, Next og Prada. Situr fyrir hjá Louis Vuitton SITUR FYRIR David Bowie er nýtt andlit tískumerkisins Louis Vuitton. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Michael J. Fox talaði á persónulegum nótum um líf sitt í spjallþætti Howards Stern. Fox, sem greindist með Park- inson-sjúkdóminn þegar hann var 29 ára, viðurkenndi að hafa drukkið óhóflega eftir grein- inguna. Fox segist hafa drukkið einn heima á hverjum degi í eitt ár. Eftir erfitt ár leitaði hann sér hjálpar og fór í áfengismeðferð. „Ég lærði þar inni að ég verð að lifa einn dag í einu. Líf mitt varð miklu betra og hjónabandið mitt líka,“ segir Fox. Fox giftist Tracy Pollman árið 1998 og þau eiga saman fjögur börn. Drakk einn heima í ár FÓR Í MEÐFERÐ Michael J. Fox drakk sig nánast í hel eftir að hann greindist með Parkinson. NORDICPHOTOS/GETTY Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is SKEMMTIPAKKINN Margfalt meiri skemmtun á aðeins 7.990 kr. Bestu dramaþættir: Breaking Bad Besti aðalleikari í dramaþáttum: Jeff Daniels, The Newsroom Besta aðalleikkona í dramaþáttum: Claire Danes, Homeland Bestu grínþættir: Modern Family Besti aðalleikari í grínþáttum: Jim Parsons, The Big Bang Theory Besta aðalleikkona í grínþáttum: Julia Louis-Dreyfus, Veep Á nýafstaðinni Emmy-verðlaunahátíð fengu þættir á Stöð 2 öll helstu verðlaunin, eins og svo oft áður. Þín bíður því ekki aðeins glæsilegasta innlenda dagskrá frá upphafi, heldur fjöldi erlendra verðlaunaþátta. Við lofum góðum vetri á Stöð 2. EMMY VERÐLAUNIN 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.