Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 52
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24 Eiginkonan harðasti gagnrýnandinn Andri Snær Magnason ætlaði að senda nýjustu bók sína, Tíma- kistuna, frá sér fyrir ári en eiginkonan setti honum stólinn fyrir dyrnar. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBERHVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónlist 12.00 Á tónleikunum Tveir strengir sem eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum flytja Margrét Hannesdóttir sópran og Lilja Eggertsdóttir píanó- leikari ljóðaflokk Op. 13 eftir Samuel Barber. Einnig verða flutt þekkt íslensk og þýsk klassísk sönglög. Almennt miðaverð er 1.000 krónur. Fyrirlestrar 12.30 Kviss Bamm Búmm er með hádegisfyrirlestur í myndlistardeild Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Októberfest verður haldið í risa- tjaldi í Laugardalnum í dag og á morgun. Á meðal atriða verða fræðslu- leikritið Bjórsaga með Víkingi Kristjánssyni, fullorðinssirkusinn Skinnsemi, pub-quiz með Hjörvari Hafliðasyni og einnig kemur fram hópur listamanna og uppistandara, þar á meðal Halldór Gylfason, Lee Nelson, Sólmundur Hólm, Steindi jr. og Bent. Tjaldið opnar klukkan 16 í dag með sýningu Skinnsemi. Að sýningu lokinni verður tjaldið opið gestum og gangandi. Októberfest í Laugardal KOMA FRAM Steindi jr. og Bent eru á meðal þeirra er koma fram á Október- fest á morgun. MYND/ELLÝ „Ég ætla formlega að gefa út myndasögubók sem ég hef unnið að lengi. Ég á von á því að það komi eitthvað af fólki til þess að fagna með mér og þetta verður án efa skemmtilegt kvöld,“ segir Bjarni Hinriksson, myndasögu- maður og grafískur hönnuður, sem fagnar í kvöld formlegri útgáfu bókar sinnar, Skugginn af sjálfum mér. Skugginn af sjálfum mér er myndasaga fyrir fullorðna og segir frá Kolbeini Hálfdánssyni myndasöguhöfundi, sem er í fríi á Kanaríeyjum ásamt tíu ára syni sínum. Hugmyndin að bókinni kom þegar Bjarni fór að skrifa stuttar ferðasögur af sér og syni sínum. Tilgangurinn var að skrásetja dag- legt líf þeirra feðga. „Í gegnum árin hefur sagan þróast þannig að þótt hún byggi á sjálfsævisögu færðist hún í að vera hrein skáld- saga með tilvísunum í það sem ég þekki úr mínu lífi,“ segir Bjarni um inntak bókarinnar. Útgáfu- hófið verður haldið í bókabúðinni Útúrdúr í kvöld milli fimm og sjö. Bjarni segir að hann hafi valið þennan stað af sérstakri ástæðu. „Það er við hæfi að hún sé kynnt á þessum stað sem er vettvangur fyrir listir af mörgu tagi. Mynda- sagan er á mörkum ýmissa miðla og er svolítið sérstök í forminu eins og Útúrdúr,“ segir Bjarni sem ætlar jafnvel að bregða sér á kaffihús með syni sínum eftir frumsýningar- partíið. „Ég ætla að sjá hvert þessi fögnuður leiðir mig, ég mun án efa gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Bjarni að lokum. asa@frettabladid.is Fagnar með syninum Bjarni Hinriksson ætlar að fagna útgáfu bókarinnar Skugginn af sjálfum mér. GEFUR ÚT MYNDASÖGUBÓK Bjarni Hinriksson fagnar útgáfu bókarinnar Skugginn af sjálfum mér í bókabúðinni Útúrdúr í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ➜ Bjarni Hinriksson nam myndasögugerð við École régionale des beaux-arts í Angoulême í Frakklandi. Hann hefur samið og teiknað myndasögur auk þess að starfa sem grafískur hönnuður hjá RÚV og við kennslu í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Danskvöldið Heiladans verður haldið í 28. sinn á skemmtistaðn- um Bravó í kvöld. Þar koma með annars fram listamennirnir If- ThenRun og Nuke Dukem ásamt plötusnúðunum Dj Dorrit og Techsoul. Aðstandendur kvölds- ins er tónlistarútgáfan Möller Records sem sérhæfir sig í íslenskri raftónlist. Forsprakkar útgáfunnar eru Jóhann Ómars- son, sem gengur undir lista- mannsnafninu Skurken, og Árni Grétar, betur þekktur sem Fut- uregrapher. Heiladans á Bravó STOFNANDINN Árni Grétar Jóhannes- son stendur fyrir Heiladansi á Bravó í kvöld. MYND/JELENA SCHALLY Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is VALFRELSI ER MÍN PÓLITÍK HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er komin í nýtt starf hjá Samtökum atvinnulífsins. Hún kveðst frjálsari þar en í landsmálapólitíkinni. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ Gamlir flöskuhálsar hamla námi Fjölmargir iðnnemar komast ekki að í vinnustaða- námi. Nám margra tefst um mislangan tíma meðan aðrir snúa sér að öðru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.