Fréttablaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 26
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Við myndlistarmenn erum alltaf að tjá okkur. Við viljum láta rödd okkar heyrast,“ segir Rakel Steinars-dóttir myndlistarkona og íbúi á Frakkastígnum. Það er að frumkvæði sem þetta nýja og óhefðbundna sýningarrými hefur orðið til: Óskastígur. „Ég bý hérna á Frakkastígnum, hér er stórt plan og oft hálfgert öngþveiti um helgar þegar bílar keyra hér fram og til baka. Planið er hluti af minni lóð og mér datt í hug að það væri hægt að glæða það lífi. Þannig kviknaði hug- myndin. Ég hafði samband við fjölda listamanna auk þess sem nágranni minn Tora Victoria listamaður varð mér að liði og allir tóku vel í þessa hugmynd,“ segir Rakel. Þeir myndlistarmenn sem eiga verk á sýningunni eru: Áslaug Thorlacius, Baldur Geir Braga- son, Björk Guðnadóttir, Bryn- hildur Þorgeirsdóttir, Erla Þór- arinsdóttir, Eygló Harðardóttir, Finnur Arnar Arnarson, Gunn- ar M. Pétursson, Hulda Hákon, Ingimar Ólafsson Waage, Jón Óskar, Magnea Ásmundsdóttir, Olga Bergmann, Ósk Vilhjálms- dóttir, Rakel Steinarsdóttir, Tora Victoria, Þóroddur Bjarnason og ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir. Ádeila á neyslusamfélagið „Þetta er þriggja vikna sýn- ing og nú eru allir í óða önn að setja upp verkin. Fólk má búast við fjölbreyttri sýningu – það er verið að mála á veggina, hengja upp myndir, búa til innsetning- ar, hljóðverk og vídeóverk. Ætli það mætti ekki lýsa þessu sem skemmtilegri samsuðu af sam- tímamyndlist.“ En það felst líka pólitískur boðskapur í sýningunni. Rakel segir þetta svæði einkennast af andstæðum. Þarna séu aðliggj- andi verslunargötur þar sem markaðshyggjan og jólabrjál- æðið blasi við. Og svo séu þarna barir sem tilheyri annars konar og sorglegri stemningu. „Auðvitað er þetta að ákveðnu leyti ádeila á samfélagið eins og það blasir við manni,“ segir Rakel. „Sýningin er pólitísk.“ Opnunin á Óskastígnum fer fram á laugardaginn klukkan 16.00 þar sem listamennirnir afhjúpa sín verk og er borgar- búum boðið að skoða sig um og njóta verkanna undir berum himni. Óskastígur í hjarta bæjarins Listin er oft vettvangur breytinga. Hún skapar umræðu og farveg fyrir gagnrýna samfélagshugsun. Í dag opna átján myndlistarmenn óvenjulega sýningu á Frakkastígnum sem hefur verið umbreytt í listagallerí. Símon Birgisson simon@frettabladid.is RAKEL STEIN- ARSDÓTTIR MYNDLISTAR- KONA Vildi lífga upp á planið fyrir utan hjá sér og ákvað að breyta því í gallerí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Auðvitað er þetta að ákveðnu leyti ádeila á samfélagið eins og það blasir við manni. Rakel Steinarsdóttir myndlistarkona Elís Pétursson tónlistarmaður Jólalög og piparkökur Um helgina ætla ég að verða mér úti um vínylplötuna Skemmtilegustu lög Gátta- þefs með Ómari Ragnarssyni og baka piparkökur. Guðrún Heimisdóttir bankastarfsmaður Jólaball og hlaðborð Ég byrja daginn hjá júdódeild Ármanns þar sem börnin tvö stunda krílajúdó. Svo er það barnajólaball Arion banka en í kvöld jólahlaðborð á Hótel Holti. Á morgun ætlar fjölskyldan að njóta aðventunnar, baka smá- kökur og pakka inn jólagjöfum. Grímur Atlason tónleikahaldari Körfuboltaleikur og læri Ég ætla til Keflavíkur að horfa á uppáhaldskörfuboltakonuna mína, Ástu Júlíu Grímsdóttur, hjóla í þær „kebblvísku“. Um kvöldið er það læri með góðum vinum í tilefni 43 ára minna í þessari sveit. LEIKHÚS Á sunnudaginn sýnir Pétur Eggerz í Möguleikhúsinu leikritið Aðventu þar sem unnið er eftir aðferðum frásagnarleikhússins með aðeins einum leikara á sviðinu. Í leikritinu er sagt frá svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Söguna byggir höfundur á frásögnum af frægum svaðilförum Benedikts Sigurjónssonar, öðru nafni Fjalla-Bensa, á Mýrdalsöræfum. Aðeins tvær sýningar eru á verkinu, nú á sunnudaginn kl. 20.00 í Tjarnarbíói og á sunnudaginn næstu helgi á eftir. Möguleikhúsið Aðventusýning Jólaundirbúningur Aðventudagur í Gamla bænum Laufási verður haldinn á sunnudaginn. Gestum gefst tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfé- laginu. Dagskráin hefst með jólastund í Laufáskirkju klukkan hálf tvö. Jóla- stemning verður í Kaffi Laufási þar sem gestir geta notið veitinga við jólalegan harmóníkuleik. Og á jólamarkaðnum verður handverksfólk úr héraði með spennandi vörur. Það er Minjasafnið á Akureyri og Gamli bærinn Laufás sem standa að dagskránni. Gömlu jólin Aðventudagur í Laufási Bandaríski diskókóngurinn Sleazy McQueen þeytir skífum á Harlem-bar á laugardagskvöldið. Sleazy er einn af forsprökkum nýbylgju diskósenunnar vestanhafs og rekur útgáfufyrirtækið Whiskey Disco. Á Harlem mun Sleazy leika bæði nýja diskó- tónlist auk gamalla gullmola úr vínylsafninu. „Hann Sleazy er á smá Evróputúr. Var að koma frá Ósló og ætlar að spila hjá okkur um helgina,“ segir Steindór Grétar Jónsson sem hitar upp fyrir Sleazy. Hann lýsir tónlist Sleazy svona: „Þetta er mjög litrík, skemmtileg og dansvæn tónlist sem sækir í gamlan grunn en er samt í þessum nýja búningi, taktföst og mikið af nýjum áhrifum. Hann hefur verið að endurvinna gamla diskóslag- ara. Það er mikill iðnaður í því núna. Svo vonandi fer hann um víðan völl og spilar bæði frumsamda tónlist og annarra manna verk.“ Dagskráin á Harlem nefnist „Bronx-kvöld“ en þetta er þriðja kvöldið í röðinni. Á fyrsta Bronx- kvöldinu, sem fram fór í ágúst, spilaði þýski plötusnúðurinn Tagträumer², en á öðru kvöldinu í október hin kanadíska DJ Maya Postepski úr hljómsveitinni Austra. - sb Diskóstemning á Harlem Frægur bandarískur diskókóngur þeytir skífum í Reykjavík. SLEAZY MCQUEEN Í STUÐI Endurvinnur gamla diskótónlist og setur í nýjan búning. Sara Vilbergsdóttir myndlistarmaður Slökun og barnabörn Ég stefni á djúpa og góða slökun með allar tær í loft upp í dag og fer svo í matarboð með kvöldinu. Sunnudagur- inn verður ömmubarnadagur, þau eru tvö, annað hér heima en hitt á Skype. Karamella: 175 g Ljóma 2 dl sykur 3 dl rjómi 0,5 dl síróp Botn: 125 g mjúkt Ljóma 4 dl hveiti 0,5 dl sykur Yfir: 200 g rjómasúkkulaði Hnoðið hráefnunum í botninn á formi sem er ca. 20 x 30 cm. Bakið við 175°C í 20 mínútur. Setjið öll hráefnin í karamelluna í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið við vægan hita í 45–50 mínútur. Til að sjá hvort karamellan er tilbúin er gott að setja smá af henni í glas með ísköldu vatni. Ef það gengur að hnoða karamelluna í kúlu er hún tilbúin. Karamellan á að vera mjúk en hægt að rúlla henni saman. Hellið karamellunni yfir botninn og setjið í ísskáp í ca. 15 mínútur. Bræðið súkkulaðið og hellið því yfir karamelluna. Látið kólna í ísskáp og skerið síðan í bita. HELGIN 7. desember 2013 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.