Fréttablaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 52
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 52 Við vorum átta saman í herbergi á fæðingar- deildinni og það er spurt svo allir heyra hver sé pabbi barnsins og við áttum engan annan kost í stöðunni en að segja að Jón Páll ætti barnið. Halldóra Blöndal, fyrrverandi sambýliskona Jóns Páls Jón Páll – Ævisaga sterkasta manns í heimi Höfundur: Sölvi Tryggvason Útgáfa: Tindur Fjöldi síðna: 250 bls. Eftir að Jón Páll hafði slitið samvistum við barnsmóður sína, Ragnheiði Sverrisdóttur, var hann ekki í föstum sam-böndum um nokkurt skeið. En um tveimur árum eftir sam- bandsslitin við Ragnheiði kynntist hann Halldóru Blöndal. Hún var ekki orðin tvítug þegar þau kynntust, en Jón Páll 27 ára gamall og þegar tvöfaldur sterk- asti maður heims. En hrifningin var mikil og hún spyr ekki að aldri. Þau hittust strax frá byrjun mjög oft og byrjuðu að búa saman aðeins nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust. Vetur- inn 1987 bjuggu þau Jón og Halldóra saman á Framnesveginum í sama húsi og Hjalti „Úrsus“ og konan hans. Hall- dóra lýsir Jóni Páli sem yndislegum sambýlismanni. Sambúð hefst „Umfram allt var hann rosalega góður og hlýr. Það var ekki hægt að biðja um meira á mörgum sviðum, hann var duglegur við að segja fallega hluti og vildi allt fyrir mig gera, þó að ég hafi verið bölvaður krakki. Lítið dæmi um það var þegar ég fór án hans til Spán- ar og lét ekkert heyra í mér á meðan ég var úti og ég fékk ekki að heyra það fyrr en seinna að hann var allt- af að spyrja mömmu mína um mig og var mjög áhyggjufullur. En hann var virkilega skilningsríkur og við elskuð- um hvort annað, enda ákváðum við að trúlofa okkur þetta sama ár, þó að við hefðum ekki verið búin að vera saman í eitt ár einu sinni. Við fórum meðal ann- ars saman í frábæra ferð til Færeyja og vorum afskaplega góðir vinir. Það eina sem ég gat sett út á Jón Pál var að þegar það fauk í hann varð hann verulega ill- skeyttur og eins að hann var dálítið lok- aður varðandi ákveðna hluti. Sérstak- lega uppvöxtinn og pabba sinn. Honum fannst þægilegast að hafa hlutina á léttu nótunum og átti ekki auðvelt með að tala um eitthvað sem risti svona djúpt.“ En eins og gengur og gerist ganga hlutirnir ekki alltaf upp og Jón Páll og Halldóra hættu saman tímabundið eftir að hafa verið saman í rúmt ár. En til- finningar þeirra til hvors annars voru samt það sterkar að þau hófu sambúð á nýjan leik nokkrum mánuðum síðar. Skömmu síðar uppgötvaði Halldóra að hún væri ólétt, eftir að hafa fundið mikið til í maganum á æfingu með Jóni Páli í Engihjalla. „Ég hafði ekki misst úr blæðingar og allt var eðlilegt og það kom mér þess vegna gríðarlega á óvart að ég væri ólétt og komin meira en tvo mánuði á leið. En ég vissi um leið að barnið væri ekki Jóns Páls, heldur Magnúsar Schev- ing, en við höfðum verið saman eftir að við Jón slitum sambúðinni. Þó að Jón hafi í raun innst inni vitað það líka og við rætt þetta fram og til baka vonuð- um við samt bæði að barnið væri hans. Alla meðgönguna vorum við Jón Páll í sambúð og hann stóð eins og klettur við hliðina á mér og var í einu orði sagt frábær. Hann kom svo með mér á fæð- ingardeildina, en átti það erfitt með að fylgjast með barninu koma í heiminn að það leið næstum því yfir hann.“ Barnið sem Jón Páll átti ekki Í júlí 1988 kom dóttir í heiminn og það kvisaðist strax út að Jón Páll væri orð- inn pabbi. Halldóra segir frá: „Við vorum átta saman í herbergi á fæðingardeildinni og það er spurt svo allir heyra hver sé pabbi barnsins og við áttum engan annan kost í stöðunni en að segja að Jón Páll ætti barnið. Þá liðu ekki margir klukkutímar þar til það var komið í útvarpið að Jón Páll væri orð- inn pabbi í annað sinn og opinberlega var barnið hans fyrst um sinn og Sunna dóttir mín var skírð Jónsdóttir og hét það fyrsta árið.“ Jón Páll og Halldóra voru áfram í sambúð í átta mánuði eftir að Sunna kom í heiminn, en þá ákváðu þau að slíta samvistum í annað og síðasta sinn. „Jón Páll sýndi rosalegan manndóm í öllu þessu ferli, en þetta var mjög erfitt fyrir okkur bæði. Hann var mikill pabbi við Sunnu fyrstu mánuðina og sýndi hvaða mann hann hafði að geyma. En mér leið illa og ég var með mikið sam- viskubit. Hann hélt enn þá í vonina og talaði um að það væri svipur með sér og stelpunni. Á endanum fór Jón Páll í blóðprufu og eins og ég hafði í raun vitað allan tímann kom í ljós að Magn- ús Scheving átti barnið. Fljótlega upp úr því ákváðum við að enda sambandið okkar, ekki síst af því að ég hreinlega gat þetta bara ekki. En ég get eiginlega ekkert sagt um Jón Pál Sigmarsson annað en að hann var ofsalega góður maður og við vorum í sambandi allt fram undir það síðasta hjá honum. En ég dró mig alveg í hlé gagnvart honum eftir að hann eignaðist unnustuna Heli í Finnlandi. Hann sagði mér að hann væri mjög ástfanginn af henni og mér fannst ekki rétt að við værum í neinum samskiptum að ráði eftir það.“ Síðasta æfingin Það er laugardagsmorgunn snemma í janúar árið 1993. Síminn hringir um klukkan 9 hjá Kjartani Guðbrandssyni, sem er að snæða morgunmat. Á hinni línunni er Jón Páll Sigmarsson. Hann segist ætla að taka æfingu í Gym 80 um klukkan 10. Kjartan segist vera í sömu hugleiðingum og báðir ætla þeir að æfa bakvöðva þennan daginn, þannig að þeir ákveða að hittast á Suðurlands- brautinni og æfa saman. Rúmum klukkutíma síðar eru þeir komnir í svokallað „power herbergi“ í æfingastöðinni, sem er aðskilið frá salnum þar sem eru handlóð og hlaupa- bretti. Jón Páll er byrjaður að hita upp fyrir réttstöðulyftu þegar Kjartan sér að gervihnettinum hefur slegið út. Hann ákveður því að hoppa upp á þak og laga hann svo þeir geti horft á sjón- varpið á milli lyftingaæfinga. „Ég segi Jóni Páli að ég ætli að stökkva upp á þak og gera við þetta. Svo þegar ég kem aftur niður skömmu síðar og labba í gegnum eldhúsið sé ég Jóhann Möller eldri þar að vaska upp og hann segir eins og dáleiddur við mig: „Ég held að Jón Páll sé dáinn!“ Ég sagði ekki neitt, fann bara gríðar- lega óraunveruleikatilfinningu og labb- aði fram hjá honum inn í lyftingaher- Sterkasti maður í heimi Í ævisögu Jóns Páls Sigmarssonar skrifar Sölvi Tryggvason um æviferil þjóðhetjunnar sem varð fjórum sinnum sterk- asti maður heims en lést langt fyrir aldur fram. Hér segir frá erfiðri uppgötvun og síðustu andartökunum. EKKERT MÁL FYRIR JÓN PÁL Þjóðhetjan Jón Páll Sigmarsson með einn af mörg hundruð verðlaunagripum sem hann hlaut á ferlinum. bergið. Ég gleymi aldrei því sem ég sá þar. Jón Páll lá á bakinu ofan á bekk og það hrygldi einhvern veginn í honum. Hjá honum var strákur sem æfði mikið í Gym 80 að reyna að blása í hann lífi. Ég hljóp strax að honum og reyndi að hjálpa til. Við margreyndum að hnoða hann og blása í hann lífi, en það eina sem ég man var þetta andlausa hljóð sem kom frá honum, svona svipað og í bíl sem ekki fer í gang. Fyrir mér er þetta enn eitt óraunverulegasta augna- blik ævi minnar. Svo var mamma hans, sem var stödd í stöðinni fyrir einhverja ótrúlega tilviljun, fyrir aftan mig og kallaði í sífellu: „Hvað er að gerast Kjartan? Hvað er að gerast? Geturðu ekki gert eitthvað?“ Þetta var bara í einu orði sagt skelfi- leg lífsreynsla.“ Eins og áður greinir hafði Jóhann Möller yngri látist aðeins nokkrum mánuðum áður. Faðir hans, Jóhann Möller eldri, var í Gym 80 daginn sem Jón Páll dó. „Ég var á aukavakt í afgreiðslunni, því að það vantaði mannskap þenn- an laugardag. En það voru mjög fáir í salnum þegar þetta gerðist. Jón hafði sagt mér dagana þarna á undan að hann væri eitthvað slappur, en ég var ekkert að pæla mikið í því, þar sem hann gerði ekki mikið úr veikindunum. Þegar þetta gerðist segir hann fyrst að sig svimi og að hann haldi að það sé að líða yfir sig. Svo bara hrundi hann niður. Mér var í fersku minni aðkoman að syni mínum sem hafði farið á sama veg. Ég man að Jón var með gleraugu og belti á sér þegar hann hrundi niður. Ég tók af honum gleraugun og reyndi að taka af honum beltið, en við þurftum tveir að gera það, það var það stíft og hann var það sterkur og stífur allur. Þá byrjar hann að fá krampa. Ég fór svo á eftir sjúkrabílnum á sjúkrahúsið og tók Dóru mömmu hans í fangið þegar lækn- irinn tjáði okkur að hann væri látinn. Það var hræðilega erfitt að hugga hana og ég gat sett mig í hennar spor, því að Jóhann sonur minn hafði látist aðeins hálfu ári áður.“ Auk þeirra Kjartans og Jóhanns voru Jón Már Halldórsson, Snæbjörn Aðils og Birgir Viðarsson staddir nálægt Jóni Páli og móðir hans var aldrei þessu vant stödd í Gym 80 þennan örlagaríka dag. „Svo heyri ég allt í einu þetta svaka- lega skerandi óp og þá segi ég við Jóhann: „Er þetta sonur minn sem tekur svona hryllilega á því?“ Hann svarar játandi og segir mér að fara til hans. Ég labba inn og fer að sjá hann, en þá er hann bara að líða út af. Svo stóð ég bara þarna yfir honum og við horfðumst í augu, en ég þóttist vita að þetta væri búið.“ Það er varla hægt að ímynda sér erf- iðari hlut en að horfa á barnið sitt á leið- inni inn í dauðann, en Dóra segist í dag þakklát fyrir að hafa fengið að vera með honum á þessari stundu: „Svo kyssti ég hann á ennið þegar hann var kistulagður og ég er þakklát fyrir það í dag og ég er þakklát fyrir það að hann hafi farið hérna á Íslandi úr því hann átti að fara og að ég hafi fengið að vera með honum í dauðanum.“ Kjartan, sem auk þess að hafa nýlega misst einn sinn besta vin, Jóhann Möll- er yngri, missti svo móður sína tveimur mánuðum eftir að Jón Páll lést og aðeins nokkrum mánuðum síðar lést viðskipta- vinur æfingastöðvarinnar í framsæti bíls við hliðina á Kjartani, sem reyndi að blása í hann lífi. Hann gekk í gegnum svo mikið á skömmum tíma að hann seg- ist enn sjá þetta í mikilli móðu. „En ég man að sjúkraliðarnir voru mjög fljótir að koma og þeir drógu strax fram stuðtæki til að reyna að koma hjartanu á Jóni Páli aftur í gang. Þeir reyndu þrisvar, en það þýddi ekk- ert. Þá var hann settur á börur og upp í sjúkrabíl. Ég var með aftur í bílnum og fylgdist með vonlitlum tilraunum þeirra til að koma honum í gang á leiðinni. Svo komum við á Landspítalann og börurnar hurfu á bak við lokaðar dyr. Nokkrum mínútum síðar kom læknir fram og til- kynnti okkur að hann væri látinn. Þetta var í einu orði sagt gífurlegt áfall.“ Annar maður sem kom í Gym 80 rétt í þann mund sem sjúkrabílarnir voru að koma var fjórfaldur sterkasti maður heims, Magnús Ver Magnússon. „Ég var að mæta á æfingu þegar ég sé sjúkrabíla koma þarna að og þegar ég gekk inn í salinn sé ég að það er verið að reyna að hnoða lífi í Jón Pál. Þetta voru svakalegar mínútur og eitthvað sem maður gleymir aldrei.“ Síðustu orð Jóns Páls áður en hann lokaði augunum í hinsta sinn voru þessi: „Strákar, ég held það sé að líða yfir mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.