Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.04.2014, Qupperneq 4
7. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Sturtusett Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku Mannúðlegar Hvorki né Ómannúðlegar 73,3% 16,1% 10,6% 59,3% 15% 25,7% SKOÐANNAKÖNNUN CAPACENT GALLUP UM AFSTÖÐU ÍSLENDINGA TIL HVALVEIÐA Telja að hvalveiðar séu mann- úðlegar Vilja að hvalveiðar séu mann- úðlegar HVALVEIÐAR Um 73 prósent Íslendinga telja mikilvægt að hval veiðar séu mannúðlegar. Þetta kemur fram í niður- stöðum skoða nakön nu na r sem dýravelferðarsamtökin International Fund for Animal Welfare (IFAW) létu Capacent Gallup gera fyrir sig. Engar opin- berar upplýsingar liggja fyrir um það hvort hvalveiðar við Ísland uppfylli þessa kröfu. Í könnuninni kemur einnig fram að 59,3prósent aðspurðra telja að hvalveiðar við Ísland séu stundaðar á mannúðlegan hátt. „Það er ljóst að Íslendingum er umhugað um velferð dýra. Því miður eru ekki til upplýsing- ar um það hvernig hvalveiðum við Íslandsstrendur er háttað svo almenningur geti tekið upp- lýsta afstöðu út frá þeim hvort veiðarnar séu mannúðlegar eða ekki,“ segir Sigursteinn Más- son, talsmaður IFAW á Íslandi. Hann segir mikilvægt að opna umræðuna um þessa hlið hval- veiða. „Það er eðlileg krafa að íslenskir hvalveiðimenn veiti vísindamönnum og fjölmiðlum aðgang að hvalveiðiferðum sínum þannig að hægt sé að miðla óháð- um upplýsingum um eðli hval- veiða milliliðalaust til almenn- ings.“ Í tilkynningu frá IFAW kemur fram að við mat á því hvort veið- ar séu mannúðlegar er annars vegar horft til þess hversu þróað taugakerfi þau hafa og hins vegar dauðatíma, það er þess tíma sem líður frá því þau eru særð og þar til þau deyja. Engin alþjóð- leg skilgreining er til á því hvað telst vera mannúðlegt við veiðar á villtum spendýrum. „Fyrir liggur að hvalir eru spendýr með háþróað taugakerfi sem þýðir að þeir finna fyrir sársauka og upp- lifa hræðslu með svipuðum hætti og mannfólk,“ segir í tilkynning- unni. Engar vísindalegar upplýsing- ar eru til um dauðatíma hvala í hvalveiðum við Ísland eða nokkr- ar aðrar upplýsingar um hvernig veiðarnar hafa áhrif á dýrin. Þetta kemur fram í nýlegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Alþingi. Í svarinu kemur einnig fram að til standi að Fiskistofa hefji mælingar á dauðatíma hvala við þær veiðar sem áætlaðar eru í sumar. freyr@frettabladid.is Þrír af fjórum vill að veið- ar á hval séu mannúðlegar Ný könnun dýravelferðarsamtaka sýnir að mikill meirihluti landsmanna telur mikilvægt að hvalveiðar séu mannúðlegar. Tæplega 60 prósent telja að hvalveiðar við Ísland séu mannúðlegar samkvæmt könnuninni. Skutli með áfastri taug er skotið í dýrin. Þegar skutullinn hefur stungist inn í holdið spennist hann út og situr þannig fastur. Á skutlinum er sprengjuhleðsla sem ætlað er að springa inni í líkama dýrsins og splundra líffærum þess. Dauðatíminn er því sá tími sem líður frá því að skutullinn hittir dýrið og þar til það deyr. Dauðatími getur ráðist af því hvar á líkama dýrsins skutullinn lendir eða hvort sprengjuhleðslan springur á réttum tíma. Hvernig fara hvalveiðar fram? LANGREIÐUR Engar upplýsingar eru til um það hvernig hvalveiðum við Íslands- strendur er háttað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Óljóst er hvort stjórnmálaflokkar fái afhenta kjörskrár- stofna fyrir komandi sveit- arstjórnarkosningar eins og tíðkast hefur í áratugi fyrir almennar kosningar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telur Persónuvernd vafa leika á því að miðlun kjörskrár- stofnanna til flokkanna sé heim- il. Innanríkisráðuneytið sagði við meðferð málsins að skrárnar yrðu afhentar fyrir kosn- ingarnar í maí en Mar- grét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, segir enn ekki ljóst hvort af því verði. Frumkvæði þurfi að koma frá forsætisráðu- neytinu sem biðji innan- ríkisráðuneytið um að gefa þjóðskránni fyrirmæli um að láta skrárnar af hendi. „Við vitum ekki hvernig þessi tvö ráðuneyti bregðast við í ljósi álits Persónuverndar og það er í rauninni óvíst hvort óskað verður eftir þessum kjörskrárgögnum,“ segir Margrét sem kveður afstöðu til málsins ekki verða tekna hjá Þjóðskrá fyrr en tilmæli berist frá innanríkisráðuneytinu. „Persónuvernd segir laga- grundvöllinn ekki nógu traustan en innan ríkisráðuneytið vísar á meginreglur lýðræðisins og ára- tuga hefð. Það er ekkert einfalt að svara hvorir hagsmunirnir eru meiri en auðvitað ber stjórnvöld- um að fara að lögum.“ - gar Forstjóri Þjóðskrár segir ótímabært að ákveða afhendingu kjörskrárstofna: Bíða fyrirmæla ráðuneytisins MARGRÉT HAUKSDÓTTIR 30% fleiri greiða sóknar-gjöld hjá Krossinum í ár heldur en árið 1999. Þá greiddu 374 manneskjur sóknar- gjöld en núna greiða þau 489 mann- eskjur. Heimild: Hagstofa Íslands. LEIT Leit hefur staðið yfir frá því þotan hvarf 8. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTRALÍA Kínversk og áströlsk skip sem leita nú malasísku flug- vélarinnar MH370, sem hvarf af ratsjá þann 8. mars síðastliðinn, hafa greint hljóðbylgjur sem eru hugsanlega úr svarta kassa vél- arinnar á tveimur stöðum í Ind- landshafi. Samkvæmt fréttavef CNN er haft eftir ráðamanni í Malasíu að vélin hafi flogið norður af Indó- nesíu og í kringum landhelgi landsins í átt að Indlandshafi. Þannig var vélinni hvorki flogið yfir Indónesíu né inn í lofthelgi landsins. Mögulegt er að vélinni hafi viljandi ekki verið flogið inn í lofthelgi Indónesíu svo hún birt- ist síður á ratsjám. - ósk Leit að malasísku flugvélinni: Hljóðin gætu verið úr vélinni SAMFÉLAG Össur hefur hlotið gullmerkið í jafnlaunaúttekt PricewaterhouseCoopers (PWC). Úttektin greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði kynjunum mishá laun fyrir sömu störf. Til að hljóta gullmerkið þurfa fyrirtæki að hafa 3,5 prósenta eða minni launamun. Í niður- stöðum úttektarinnar segir að hjá Össuri sé ekki greinanlegur munur á launum karla og kvenna fyrir sambærileg störf. - ebg Greiðir kynjum jöfn laun: Össur fær gull- merki PWC MENNING Skólakór Kársness sigraði í flokki unglingakóra á alþjóðlegu kóramóti í Rússlandi í gær undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. 38 kórar spreyttu sig á mótinu í Pétursborg, sex kórar komust í úrslit og bar sá íslenski sigur úr býtum. Stúlkurnar í kórnum sungu íslenska og norræna tón- list á mótinu en þær eru allar á menntaskólaaldri og fóru því til Rússlands í kennaraverkfallinu. - ebg Fóru til Rússlands í verkfalli: Íslenskur kór sigraði á móti AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VÆTA SUNNAN OG VESTAN TIL fram eftir vikunni en þurrt norðanlands. Um miðja viku snýst í norðanátt með kólnandi veðri og éljum norðanaustan til en allar líkur eru á að norðanáttin verði skammvinn. 4° 6 m/s 5° 6 m/s 7° 6 m/s 7° 6 m/s Fremur hægur vindur víða um land. Hæg breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 11° 31° 17° 22° 19° 13° 23° 14° 14° 22° 16° 21° 23° 17° 23° 20° 13° 22° 7° 6 m/s 8° 5 m/s 7° 6 m/s 7° 8 m/s 8° 6 m/s 6° 7 m/s 2° 6 m/s 7° 5° 6° 3° 6° 5° 8° 3° 8° 2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.