Fréttablaðið - 07.04.2014, Side 11

Fréttablaðið - 07.04.2014, Side 11
MÁNUDAGUR 7. apríl 2014 | FRÉTTIR | 11 því að bjóða út aflaheimildir, og sér- fræðingar Hafró rannsaki stofnana um borð í fiskiskipum. Forgangsmál Jón Gunnarsson, formaður atvinnu- veganefndar Alþingis, segir stjórn- völd vel meðvituð um stöðuna. Lítið sé hins vegar um þetta að segja annað en við erfiðar aðstæður sé reynt að forgangsraða, og það hafi verið gert í þágu velferðarkerfisins. „En það er alveg ljóst að þetta gengur ekki svona til frambúðar. Það er heldur ekki sanngjart í ljósi þess á hvaða grunni innheimta veiðigjalds er til dæmis réttlætt. Það verður líka að skoðast sérstak- lega ef aðstæður verða þannig að við náum ekki að afla nægilegra gagna fyrir aflaráðgjöf,“ segir Jón. Jón bætir við að þessu til viðbótar þá séu að myndast aðstæður í haf- inu sem krefjast rannsókna og styðji að bætt séu framlög til hafrann- sókna, frekar heldur en hitt. Nefnir Jón slíkar áherslur í samhengi við breyttar göngur loðnu, makríl í lög- sögunni og hlýnun sjávar – súrnun hafsins og fleiri aðkallandi atriði. Allt þetta hafi Hafrannsóknastofn- un kynnt við fjárlagagerðina og við hvaða vanda sé að etja. „Ég lít á þetta sem tímabundið ástand og forgangsatriði að endurskoða stöðu rannsóknanna þegar birtir til.“ Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birti á dögunum kolbikasvarta úttekt sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegs-, og umhverfismála, gerði skýrsluna að umtalsefni í grein sem birtist í Fréttablaðinu á föstudag. Þar nefnir ráðherra fæðuöryggi og segir að áhrif hlýnunar á fiskistofna séu illfyrirsjáanleg, þar sem þeir færa sig eftir breyttu hitastigi og straumum. „Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi hafsins,“ skrifar Sigurður Ingi. Sparn- aður í hafrann- sóknum er gott dæmi um það þegar verið er að spara eyrinn og kasta krónunni. Hafrann- sóknir gera okkur kleift að nýta stofnana okkar á sjálfbæran og ábyrgan hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ En það er alveg ljóst að þetta gengur ekki svona til frambúðar. Það er heldur ekki sanngjart í ljósi þess á hvaða grunni innheimta veiðigjalds er til dæmis réttlætt. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar ■ „Með þessu er augljóslega teflt tæpt í svo umfangsmikl- um rekstri. Ársverkin verða hér 134,5 vegna fækkunar starfsmanna í áhöfn rannsóknaskipa, enda er dregið verulega úr heildarúthaldi þeirra. Gert er ráð fyrir að R/S Bjarna Sæmundssyni verði lagt um mitt ár 2014 og hluta áhafnar hans sagt upp störfum. Miðað við þetta verður úthald beggja rannsóknaskipa aðeins 195 dagar. Ljóst er að aðgerðir af þessu tagi færa rannsóknarstarf- semina mörg ár aftur í tímann og tefla mikilvægum grunni ráðgjafar stofnunarinnar í beina hættu.“ ■ „Það er brýn nauðsyn að rekstur Hafrannsókna- stofnunar verði tryggður bæði til skamms og langs tíma til að undirbyggja áframhaldandi verðmæta- sköpun í sjávarútvegi. Samdráttur í rekstri mun draga verulega úr rannsóknum, auka óvissu við mat á ástandi fiskistofnanna og getur hæglega haft áhrif á stofnmat nytjastofna til lækkunar aflamarks, en einnig til ofveiði. Jafnframt eru í hættu rannsóknir á fiskstofnum sem Íslendingar nýta í samstarfi við aðrar þjóðir og hamlað getur sanngjarnri kröfugerð úr þessum sameiginlegu fiskstofnum.“ Heimild: Minnisatriði um framtíðarhorfur í rekstri Hafrannsóknastofnunar vegna fjárlagagerðar [minnisblað Hafrannsóknastofnunar 5. desember 2013] Rannsóknir færðar aftur um mörg ár landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Bílalán í stuttu máli er vefur sem allar um bílalán og það sem hafa þarf í huga þegar keyptur er nýr bíll. Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/istuttumali Plötusala Múrbúðarinnar er á Kletthálsi Furukrossviður Birkikrossviður Mótakrossviður Gólfplötur - rakavarðar spónaplötur með nót Veggplötur með nót Skrúfur og festingavörur Sökkuldúkur i 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.isSím PEFC/01-31-60 www.pefc.org thálsi 7 Reykjavík – Fuglavík 18 ReykjanesbæKlet Save the Children á Íslandi KOLSVÖRT SKÝRSLA UM LOFTLAGSBREYTINGAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.