Fréttablaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 40
7. apríl 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Berglindar Pétursdóttur SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas MÁNUDAGUR 7. APRÍL 18:00 Kyss Meg, For Faen I Helvete, Noregur (2013) 20:00 Lärjungen, Finnland (2013) Á sænsku Allar kvikmyndirnar eru sýndar með enskum texta og er frítt inn á hátíðina. Nánari upplýsingar á norraenahusid.is. NORRÆN KVIKMYNDA HÁTÍÐ 3.–15. APRÍL 2014 NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: CAPTAIN AMERICA 3D CAPTAIN AMERICA 3DLÚXUS NOAH GRAND BUDAPEST HOTEL ÁHNETUR NIÐ 2D ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS ÍSL. TAL 2D RIDE ALONG NYMPHOMANIAC PART 2 HEILD GRAND BUDAPEST HOTEL DEAD SNOW - RED VS DEAD ONE CHANCE KL. 5 - 8 - 10.15 KL. 5 - 8 KL. 5.45 - 8 - 10.15 KL. 5.45 - 8 KL. 3.30 KL. 3.30 - 5.45 KL. 8 Miðasala á: KL. 6 - 9 KL. 6 - 8 KL. 5.45 - 8 - 9 - 10.15 KL. 10.15 KL. 5.40 - THE TELEGRAPH - FRÉTTABLAÐIÐ - THE GUARDIAN- EMPIRE CAPTAIN AMERICA 3D 5, 8, 10:45 NOAH 6, 8, 9, 10:45 HNETURÁNIÐ 2D 6 VARIETY EMPIRE ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK THE HOLLYWOOD REPORTERL.K.G - FBL. EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILMTHE GUARDIAN „Nema að um sé að ræða Martin Scorsese og hlutverkið skipti einhverju máli, þá hef ég engan djöfulsins áhuga,“ segir leikar- inn Kevin Spacey, í viðtali við The Hollywood Reporter. „Fólk hélt að ég væri geðveik- ur fyrir ellefu árum þegar ég flutti til London og stofnaði leik- hús. Fólk spurði: Hvað er hann að gera? Fólk hélt líka að við værum úti á túni þegar við gerð- um samninginn við Netflix um House of Cards. Ég er vanur því að fólk haldi að ég sé geðveikur. Og veistu hvað? Mér finnst það bara fínt,“ heldur Spacey áfram. Spacey hefur hlotið Emmy- verðlaun, Golden Globe-verð- laun og tilnefningu til Screen Actors Guild, ásamt öðrum Óskarsverðlaununum á ferlinum fyrir hlutverk sitt í seríunni House of Cards. - ósk Segir fólk halda að hann sé geðveikur Tískusýning kínverska fata- hönnuðarins Seccry Hu Sheguang á tískuvikunni í Kína fyrir stuttu vakti mikla athygli. Það voru þó ekki fötin sem voru í aðalhlut- verki heldur fyrirsæturnar, sem áttu í mestu erfiðleikum með að ganga á himinháu hælunum sem Seccry lét þær ganga í. Hver fyrirsætan á fætur annarri hrasaði og datt á tísku- pallinum en hælarnir voru á bilinu sautján til tuttugu senti- metra háir. Þó að stolt fyrirsætanna sé eflaust sært geta þær státað sig af því að vera nú komnar í hóp með heimsfrægum fyrirsætum á borð við Naomi Campbell, Agyness Deyn og Jessica Stam sem allar hafa dottið á pöllunum. liljakatrin@frettabladid.is Stórslys á tískupöllunum Það gekk ekki allt eins og í sögu þegar fatahönnuðurinn Seccry Hu Sheguang sýndi það helsta úr haust- og vetrarlínu sinni á tískuvikunni í Kína. Fyrirsæturnar áttu í mestu erfi ðleikum með að fóta sig. SÝNINGIN HELDUR ÁFRAM Það tíðkast ekki að fyrirsætur hjálpi samstarfsfólki sínu á pöllunum því sýningin verður jú að halda áfram. KLAUFALEGT Þessi m úndering kom fyrir- sætunni greini- lega úr jafnvægi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY OBBOSÍ Þessi endaði á gólfinu. ÁTTI EKKI SÉNS Hælarnir fóru með þessa. HVAÐ er betra en að fara í sumarbústað? Ábyggilega ýmislegt, en það er samt alltaf eitthvað notalegt að fara í bústað. Keyra allt of lengi til þess eins að slappa af í ein- hverjum kofa. Sumarbústaðir eru ekki merkilegir út af fyrir sig, nokkuð svipaðir allir að stærð og gerð og einhvern veginn alltaf sama lyngið í kring, jafnvel smá möl í innkeyrslunni. Það er nú samt einu sinni þannig með sumarbústaði, svipað og með mannfólkið, að það merkilegasta við þessi fyrirbæri er innvolsið. Sumarbústaðahús- gögn eru ótrúlegur menningararfur. Upp- litaður viður með hræðilegum bólstruð- um sessum og samtíningur af styttum og vösum sem enginn vildi úr síðustu dánarbúum. SÓFINN er alltaf ákveðinn horn- steinn í ósamstæðunni, hornsófi með huggulegu blómamynstri hvurs lita- palletta má muna sinn fífil fegurri. Gardínur á stærðarinnar gardínu- hringjum, ekki alveg með sama blóma- mynstri og sófinn, og ljótir pífukoddar með abstrakt grábleiku munstri. Svo er nátt- úrulega mjög extravagant blúndugardína inni á baðherbergi, sem er vissulega þakk- lát uppbót fyrir ískalda klósettsetuna. EN SAMT, súkkulaðirúsínur í hillu, ferm- ingarfranskar á borði, snjáður lúdókassi, kilja úr Ódýra pakkanum, spilastokkur – svo kámugur að það stafar sjúkdómahætta af því að taka Ólsen – hálfslítra bjórdós á heitapottsbríkinni, grilluð kótiletta í annarri og Æðibitakassi í hinni. Húsflugu- fjöldagrafir hér og þar. Mmm. ÞAÐ er nefnilega þannig að þegar það er búið að rölta um á gólfinu í ullarsokkum í svona hálftíma er allt orðið svo skrambi kósí og það er eins og maður hafi aldrei verið í öðruvísi umhverfi. Þegar maður breiðir svo yfir sig þynnildið úr Rúmfata- lagernum að kvöldlagi er notalegt að hlusta á suð flugna og lóupíp úti í móa, og hlakka til kraftleysisins sem sturtan mun bjóða upp á daginn eftir. HIÐ herrans ár 2007 gerðist ég svo fræg að komast eina helgi í lúdókassalausan sumarbústað í eigu ónefnds hverfisbanka þar sem veggirnir voru úr gleri, sófarnir úr leðri, sturtur og fataskápar á stærð við íbúðina mína, bakarofninn rúmaði þrjá kalkúna og ísskápurinn var með tölvuskjá. Og vitiði hvað? Það var bara ekkert eins og að vera í sumarbústað. Upplitað rósótt sófasett Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.