Fréttablaðið - 07.04.2014, Page 16

Fréttablaðið - 07.04.2014, Page 16
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Ég myndi segja að hún væri einföld, formfögur og dálítið skemmtileg,“ segir Dagný Björg Stefánsdóttir, hönnunarnemi og bloggari, þegar hún er beðin um að lýsa eigin hönnun. Dagný er á öðru ári á hönnunarbraut í Tækniskóla Íslands og sýndi sína fyrstu vöru á Hönnunarmars, kollinn Okta. Kollurinn er úr birkikrossviði og eru formin skorin út með vatnsskurði. Við samsetninguna eru hvorki notaðar skrúfur né lím. Nafnið Okta dregur kollurinn af átthyrndri setunni og fæst hann í þremur útgáfum, svartur, hvítur og ómeðhöndlaður. „Kollurinn er pressaður saman og helst saman á samskeytunum,“ útskýrir Dagný Björg. „Hann er ekki kominn í verslanir enn þá en ég er einmitt að fara að sinna pöntunum sem ég fékk eftir Hönnunarmars. Ég fékk frábær við- brögð á sýningunni,“ segir Dagný, en hún sýndi Okta ásamt 29 hönnuðum í versluninni Epal. Dagný hefur einnig haldið úti blogg- inu, feelinspiredblog.com, síðastliðin þrjú ár og hefur bloggsíðan meðal annars fengið umfjöllun í sænska tíma- ritinu Rum Hemma. „Bloggið hefur vaxið jafnt og þétt en þar fjalla ég um hönnun og heimili og það sem gefur mér innblástur hverju sinni,“ segir Dagný. Beðin um að nefna sína uppáhaldshönnuði segir Dagný flest það sem komi frá skandinavísku fyrirtækjunum Hay og Muuto. Hvað tekur við eftir Tækniskólann? „Ég stefni á nám í vöru- eða innanhúss- hönnun og ætla að sækja um skóla bæði hér heima og úti. Svo sé ég til. Ég er allavega komin á rétta hillu.“ ■ heida@365.is NOTAR HVORKI SKRÚFUR NÉ LÍM ÍSLENSK HÖNNUN Dagný Björg Stefánsdóttir sýndi sína fyrstu vöru á ný- liðnum Hönnunarmars. Hún bloggar líka um hönnun á feelinspiredblog.com. FRUMSÝNDI OKTA Dagný Björg Stefánsdóttir stundar nám á hönnunar- braut í Tækniskólanum. Hún sýndi sína fyrstu vöru á nýliðnum Hönnunarmars, kollinn Okta. MYND/DANÍEL Þýska postulínsverksmiðjan Kahla framleiðir nú vörur eftir þær Ingibjörgu Guðmundsdóttur, Maríu Worms, Sigríði Þóru Óðinsdóttur og Christinu Salzwedel, nemendur við keramikdeild Myndlista- skólans í Reykjavík. Vörurnar eru afrakstur samstarfsverkefna milli Kahla og Myndlistaskólans síðastliðin þrjú ár og verða framleiddar undir hönnunarlínunni Kahla Atelier. „Verkin voru valin í hönnunarlínuna þar sem þau eru þaulhugsuð í margbreytileika sínum,“ segir í fréttatilkynningu. Þá er þriðja samstarfsverkefni Myndlistaskólans og KAHLA í vinnslu. ■ ragnheidur@365.is ÍSLENSK VERK HJÁ KAHLA Verk eftir nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík eru nú framleidd af þýska postulínsframleiðandanum Kahla. Una, eftir Maríu Worms.Designers Cut, eftir Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Apparatus, eftir Sigríði Þóru Óðinsdóttur og Christinu Salzwedel. -30% 50%20% 30%40% 10% Við ætlum að rýma fyrir nýjum vörum og bjóðum allt að 50% afslátt Fyrstir koma fyrstir fá LAGERHREI NSUN Fjarstýringavasar - verð frá 2.900 Púðar - verð frá 2.900 Púðaver - verð frá 1.000 Stólar - verð frá 5.000 Speglar - verð frá 10.000 Skrifstofuhillur - verð frá 9.900 Sjónvarpsskápar - verð frá 19.900 Rúm 150-193 cm - verð frá 69.000 Sófaborð mism. stærðir verð frá 7.500 Borðstofuborð 220 - verð 47.500 Borðstofuskenkar verð frá 159.900 Bar skápar 119x158x52 verð frá 89.000 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 OPNUM KL.11 Tungusófi verð 149.000 á ður 284.900 Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.