Fréttablaðið - 07.04.2014, Side 46

Fréttablaðið - 07.04.2014, Side 46
7. apríl 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26 Eigum til á lager hinar vinsælu Robland sambyggðu vélar á góðum verðum. Grunnverð 1.189.834 bjóðum 15% afslátt á vélum og aukahlutum framm að páskum. Fullt að flottum vörum á góðu verði fyrir iðnaðinn og handverkið. Smiðshöfða 12 110 Reykjavík S: 586 8000 ht.is SELFOSS • REYKJANESBÆR • AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • REYKJAVÍK Nikon School námskeið fylgir! 24,2 Megapixla C-MOS myndflaga Nikon D3200KIT1855VR Stafræn SLR myndavél með 24,2 milljón punkta upplausn, 24,2 mm CMOS flögu á DX-sniði, EXPEED 3, ISO 100-6400 (fer í 12800), 3” LCD skjá, Active D-Lighting, D-Movie FHD hreyfimynd, umhverfis- og brellustillingum, hraðri raðmyndatöku, tvöföldu rykhreinsikerfi, HDMI C út ofl. VR LINSA MEÐ HRISTIVÖRN STAFRÆN SLR MYNDAVÉL TILBOÐ FULLT VERÐ 109.995 99.995 NIKON FERMINGARTILBOÐ Þráðlaust farsímatengi að verðmæti 11.990 fylgir! Nú með nýrri og léttari linsu! „Við erum fimm Vestfirðingar sem ákváðum að setja þetta á fót,“ segir leikstjórinn Baldur Páll Hólmgeirsson en hann er einn stofnenda kvikmyndafélagsins Glámu. „Við erum alveg héðan og þaðan af Vestfjörðum, einn frá Þingeyri, annar frá Tálknafirði og einn frá Ísafirði,“ segir leikstjórinn. „Þetta byrjaði allt þegar við ákváðum að gera stuttmynd á Vestfjörðum,“ segir Baldur Páll en sú mynd bar nafnið Gláma. „Hún fjallar um kokk sem er ráðinn á árshátíð á hóteli en þegar hann mætir á stað- inn er ekki allt með felldu.“ Kvikmyndafélagið ákvað síðan að gera þríleik sjálfstæðra mynda sem áttu allar að gerast á gömlum hótelum á Vestfjörðum. „Seinni myndin gerist á Hótel Breiðavík og sú þriðja á Reykja- nesi,“ segir Baldur Páll en mynd- irnar hafa fengið góðar viðtökur. Nýjasta mynd félagsins er stuttmyndin Sker en hún segir frá sannri sögu kajakræðara sem ferðast um Vestfirði á kajak. Myndin hefur vægast sagt fengið góðar viðtökur en hún er bókuð á stórar kvikmyndahátíðir á borð við Aspen Shortsfest, Tribeca Film Festival og stuttmyndahorn Cannes-hátíðarinnar. „Við erum búin að senda mynd- ina um allan heim, þetta eru svona fyrstu svörin sem hafa dottið inn,“ segir Baldur Páll sem bætir því við að kvikmyndafélagið sé að leggja lokahönd á tvær heimildarmynd- ir sem verða tilbúnar í sumar. „Önnur fjallar um Fjallabræður og ferð þeirra til Ísafjarðar í fyrra,“ segir leikstjórinn. „Hin myndin fjallar um einleikjahátíðina Act Alone á Ísafirði,“ segir Baldur Páll en það virðist vera nóg um að vera hjá kvikmyndafélaginu Glámu. baldvin@frettabladid.is Vestfi rðingar verðlaunaðir Kvikmyndafélagið Gláma samanstendur af fi mm Vestfi rðingum en stuttmynd félagsins Sker verður sýnd á kvikmyndahátíðum á borð við Tribeca og Cannes. HÆFILEIKARÍKUR Baldur Páll Hólmgeirsson er hæfileikaríkur leikstjóri. GLÁMA Stuttmyndin var sú fyrsta af þremur í þríleik kvikmyndafélagsins. Við erum alveg héðan og þaðan af Vestfjörðum. „Okkur finnst þetta bara fallegt málefni,“ segir Tómas Helgi, einn nemenda í Valhúsaskóla, en nemendur í 8.–10. bekk skólans standa fyrir sýn- ingu á leikritinu Bugsy Malone í kvöld til styrkt- ar Leiðarljósi, stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyld- ur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Nemendurnir í Valhúsaskóla hafa undanfarna tvo mánuði unnið hörðum höndum við upp- setningu leikritsins undir leikstjórn Ragnheiðar Maísólar Sturludóttur, en verkið var frumsýnt á árshátíð Valhúsaskóla á fimmtudaginn. „Frumsýningin gekk rosalega vel,“ segir Tómas jafnframt, en hann fer með hlutverk Samma feita í verkinu. Aðspurður segir Tómas þá Samma ekki vera líka. „Nei. Sammi er mjög geðstirð persóna, en ég er rólyndismaður,“ segir Tómas, sem finnst rosalega gaman að leika. „Ég fór að leika því mér fannst svo gaman að syngja, en svo fann ég bara að ég hafði áhuga á þessu öllu. Það sem gerir þetta svo skemmtilegt er hvað þetta er fjölbreytt og maður getur farið út fyrir þægindaramm ann sinn.“ Sýningin verður kl. 19.00 í kvöld í Félagsheim- ili Seltjarnarness við Suðurströnd. Það kostar 500 krónur inn fyrir þá sem eru á grunnskólaaldri en 1.000 kr. fyrir aðra. Allur ágóði rennur óskiptur til Leiðarljóss. - ósk Leika til styrktar fallegu málefni Nemendur í Valhúsaskóla halda sýningu á Bugsy Malone til styrktar Leiðarljóss. LEIKARARNIR Verkið hefur vakið mikla lukku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég held rosalega mikið upp á lag þessa dagana með Kelly Joe Phelps sem heitir Down To The Praying Ground sem kemur mér í góðan gír. Hlakka mikið til að upplifa það á tónleikum um næstu helgi.“ Smári Tarfur Jósepsson tónlistarmaður MÁNUDAGSLAGIÐ Íslensku hljómsveitirnar Hjálmar, Prins Póló og Gluteus Maximus og plötusnúðarnir Sexy Lazer, Jón Atli Helgason, DJ Margeir, Oculus og Friðfinnur Sigurðsson taka þátt í evrópska samstarfs- verkefninu Art!faKt! sem bland- ar saman tónlist og grafík. „Verkefnið er upprunnið í Aust- urríki en einnig kemur að þessu fólk annars staðar frá, frá Íslandi og Þýskalandi,“ segir DJ Margeir um verkefnið, sem snýr að því að sameina grafíklist og tónlist í eitt verk. Þannig er þetta myndlistar- verk sem er einnig vínylplata og hægt að spila sem slíka. „Þetta er stórskemmtilegt verkefni og afraksturinn er virkilega vandaður pakki, 15 verk í heildina pakkað saman í nokkurs konar bók sem minnir á harmonikku. Það er óhætt að fullyrða að þetta eru fallegustu vínylplötur sem ég á, og á ég þónokkrar fyrir!“ segir Margeir, og hlær. Aðspurður hvernig verkefnið kom til segir Margeir. „Við félag- arnir, Jón Atli og Stephan Steph- ansson, vorum á tónleikaferða- lagi í Innsbruck í Austurríki og gistum á eins konar vinnustofu listamanna, eiginlega Klink og Bank Austurríkisbúa, og það var rosalega mikið líf listamanna þarna inni. Svo vildi þannig til að það var vínylplötuframleiðandi á vinnustofunni, auk fleiri tónlist- armanna og myndlistamanna, og í gegnum samræður við þetta fólk kviknaði þessi hugmynd.” Fallegustu vínylplötur í heimi Art!faKt! er myndlistarverk sem sameinar grafík og tónlist. VÍNYLPLATA OG LISTAVERK DJ Margeir tekur þátt í samstarfs- verkefninu Art!faKt!. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.