Fréttablaðið - 07.04.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 07.04.2014, Síða 8
7. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is Við mælum rafgeyminn í bílnum þínum þér að kostnaðarlausu MIDTRONICS MDX-P335P StillingKlettháls 5110 ReykjavíkSími: 520-8000 RAFGEYMISPRÓFUN GÓÐUR RAFGEYMIRSPENNA 12,64V MÆLING 541AEN STUÐULL 600AENRAFGEYMIR HEFÐBUNDINN RAFG.STAÐSETNING LAUS RAFG.HITASTIG YFIR 0°C RÆSISPRÓFUN Í LAGI SPENNA 10,56V HLEÐSLUPRÓFUN Í LAGI SPENNA 14,63V Smur 54 Bæjarhrauni 6 · 220 Hafnarfjörður Sími 555 0330 Pústþjónusta BJB Flatahrauni 7 · 220 Hafnarfjörður Sími 565 1090 Smurstöðin Garðabæ Litlatorgi 1 · 210 Garðabæ Sími 565 6200 Hafnarfjörður, Garðabær © GRAPHIC NEWSHeimild: Human Rights Watch 6. apríl, 1994: Habyarimana forseti var hútúi. Hann átti í friðarviðræðum við uppreisnarmenn úr röðum tútsa þegar hann var myrtur ásamt forseta nágrannaríkisins Búrúndís. Flugvél þeirra var skotin niður. 7. apríl: Öfgamenn úr röðum hútúa ná yfirráðum bæði í hernum og stjórn landsins og hefja kerfisbundin fjöldamorð á tútsum. Um 800 þúsund manns voru drepnir í Rúanda á aðeins hundrað dögum í kjölfar morðsins á Juvenal Habyarimana þann 6. apríl 1984. Júlí: Uppreisnarhreyfing tútsa, sem Paul Kagame er í forystu fyrir, nær höfuðborginni Kigali á sitt vald. Tvær milljónir hútúa, þar á meðal vopnasveitir, flýta til Saír, sem nú heitir Lýðræðislega lýðveldið Kongó. Desember 1996: Réttarhöld vegna þjóðarmorðs hefjast við Alþjóðlega sakadómstóllinn fyrir Rúanda. Apríl 2000: Ráðherrar og þingmenn kjósa Kagame sem forseta Rúanda. 1996-2014: Dómstóllinn hefur fjallað um 55 mál. 49 einstaklingar hafa verið sakfelldir, 14 sýknaðir en 12 bíða enn úrskurðar. R Ú A N D A Kigali Ruhengeri Gisenyi Butare Kibungo Byumba Lake Kivu Úganda Kongó Tansanía Búrúndí Rúanda, 2014: Stærstu þjóðernishóparnir eru hútúar (um 75 prósent af 11,4 milljón íbúum landsins), tútsar (24 prósent) og túar (eitt prósent) 30km Tuttugu ár frá þjóðarmorði RÚANDA Enginn veit nákvæmlega hve margir voru myrtir í hundrað daga morðæðinu í Rúanda fyrir tuttugu árum. Sameinuðu þjóð- irnar tala um 800 þúsund, Rúanda búar tala um milljón. Lægsta mat nemur hálfri milljón. Undanfarnar vikur hafa íbúar landsins minnst þess að í gær voru liðin 20 ár frá því ósköpin hófust. Minningarathafnir hafa verið haldnar víða um landið. Sér- stakur minningarkyndill hefur verið fluttur á milli staða sem tákn um að sárin séu að gróa. Þau gróa vissulega hægt, en svo virðist sem voðaverkin fyrir tuttugu árum hafi þó orðið til þess að landsmenn eru hættir að tala um skiptinguna á milli hútúa og tútsa. Áður var mikið gert úr því að þrír fjórðu íbúanna væru hútúar en aðeins fjórðungur tútsar. Tútsar eru sem fyrr í minnihluta en forseti landsins er nú Paul Kagame, sem í eina tíð var leið- togi uppreisnarhreyfingar tútsa. Hann þykir farsæll forseti og hefur tekist að koma efnahags- málum landsins á nokkurt skrið. Yngri kynslóðin á erfitt með að átta sig á því sem gerðist fyrir tuttugu árum, en þeir eldri leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að harmleikurinn endurtaki sig. „Eftir morðin hefur enginn kallað mig tútsa, og þeir hútúar sem tóku þátt í þjóðarmorðinu sjá eftir því sem þeir gerðu,“ hefur AP fréttastofan eftir Mike Nkuzumuwami, 45 ára manni sem hefur þann starfa að gæta kirkju nokkurrar í bænum Nya- rubuye í austurhluta landsins. Þar í kirkjunni og næsta nágrenni hennar voru fram- in ein verstu fjöldamorðin árið 1994. Þar voru fimmtán hundruð manns myrtir dagana 15. til 16. apríl. Hinir myrtu voru ýmist tútsar eða hófsamir hútúar, sem höfðu leitað skjóls í kirkjunni. Morðingjarnir notuðu spjót, sveðjur, handsprengjur og sjálf- virk skotvopn og gerðu engan greinarmun á því hvort þeir væru að drepa karla eða konur eða börn. Þar er nú minjasafn um þessi fjöldamorð. Hauskúpur eru þar geymdar í röðum í glerborðum, en skammt frá eru laus bein í hundraðatali. Til hliðar eru vopnin sem notuð voru. Við minningarathöfn sem haldin var í London í síðustu viku sagði Louise Mushikiwabo, utan- ríkisráðherra Rúanda, að þjóð- armorðin hafi verið í hrottaskap sínum „afkastamesta morðæði sögunnar.“ gudsteinn@frettabladid.is Ekkert talað um tútsa eða hútúa lengur Rúandamenn minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá því fjöldamorðin miklu hófust. Allt kapp er nú lagt á að koma í veg fyrir að harmleikurinn endurtaki sig. BANDARÍKIN, AP Bandaríska uppboðsfyrirtækið Bonhams efnir á morgun til uppboðs í New York á minjagripum úr geim- ferðasögu Bandaríkjanna. Þar verða hæstbjóðendum til kaups margvíslegir munir sem geimfarar hafa notað á ferðum sínum. Meðal annars verða seldir bandarískir og sovéskir geimfara- búningar ásamt fánum og minnislistum. Þá má nefna axlar ól sem þakin er tunglryki og litsíuhring fyrir kvikmyndavél. Sovéskur geimbúningur frá árunum 1981 til 1991, sem er einn af 27 sams konar búningum sem gerðir voru til að nota í æfingum, er til dæmis til sölu. Verðmæti hvers hlutar er talið skipta tugþúsundum dala. Allt eru þetta fágætir munir sem hafa verið í einkaeigu en eru nú boðnir til kaups. - gb Hlutir úr bandarískum og sovéskum geimferðum boðnir upp í New York: Tunglryk og búningar til sölu GEIMBÚNING- UR Þessi var aldrei notaður í geimnum en er frá tímum Merc- ury-geimferða- áætlunarinnar á árunum 1959 til 1963. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN Höfundurinn og umhverfissinninn Peter Matthiessen, sem skrifaði bækur á borð við At Play in the Fields of the Lord og The Snow Leopard, lést í gær, 86 ára að aldri, eftir að hafa háð harða baráttu við hvít- blæði um nokkurra mánaða skeið. Matthiessen var ötull baráttu- maður umhverfisverndar og einn stofnenda The Paris Review, ásamt George Plimpton. Síðasta skáldsaga hans, In Paradise, verður gefin út á þriðjudag. - ósk Höfundur og umhverfissinni: Peter Matthies- sen látinn TÆKNI Sjötíu fyrirtæki og stofnanir hafa bæst í hóp þeirra sem bjóða viðskiptavinum sínum að auðkenna sig í gegnum farsíma. Meðal þeirra eru Orkuveita Reykjavíkur, Tryggingastofnun, Rafræn Reykjavík og Vinnumála- stofnun. Einnig bjóða tugir fram- haldsskóla nemendum sínum að auðkenna sig í gegnum farsíma Fram að þessu höfðu aðeins Sím- inn, Ríkisskattstjóri og Auðkenni boðið viðskiptavinum sínum að nýta síma sem persónuskilríki. - ebg Símaauðkenni ná fótfestu: Símaskilríki á sjötíu stöðum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.